Veðrið - 01.04.1966, Side 3

Veðrið - 01.04.1966, Side 3
VEÐRIÐ TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 75.00 1. HEFTI 1966 11. ÁRGANGUR RITNEFND: JÓN EYÞÓRSSON FLOSI H. SIGURÐSSON PÁLL BERGÞÓRSSON HLYNUR SIGTRYGGSSON AFGREIÐSLUSTJÓRI: GEIR ÓLAFSSON DRÁPUHLÍÐ 17 . SÍMI 15131 JÓN EYÞÓIISSON: r Mildir vetur á Islandi Þegar litið er yfir íslenzka árferðissögu, eins og hún er skráð í liinu ágæt.i safni Þorv. Thoroddsen: Árferði á íslandi, þá mótast ósjálfrátt í huganum dapur- leg mynd af æfikjörum íslcnzku þjóðarinnar á liðnum öldum og baráttu hennar við vetrarríki, eldgos, drepsóttir og hallæri. Lífsbraut margra horfinna kynslóða er rttt og látlaust lýst í þessari alþýðuvísu, sem rnargir kunna: Örðugan ég átti gang — yfir hraun og klungur. Einatt var mér fjall í fang — frá því ég var ungur. Það má vissulega líkja íslenzkri árferðissögu við svellrunnið hraunaklungur. Og Jjó er Jjað svo, við nánari athugun, að víðar en varir er sem Iiilli undir græn- ar og fagrar eyjar á torleiðinu. Þá eru eftirmæli vetrarins eitthvað á Jiessa leið: „Þá var vetur svo góður, að menn mundu varla þvilikan". — Hinir mildu vetur hafa verið þjóðinni mitt í baslinu eins og fóthvíld þreyttum göngumanni í ófærð. Þá Jiagnar snöggvast raunarollan um fjárfelli og harðrétti, sem annars fyfgdi í fótspor allra liarðindavetra. Þjóðin var svo varnarlítil — svo óbrynjuð gegn hvers konar kreppu, að ekkert mátti lit af bera. Þá sté>ð sultur við dyr allrar al- ]>ýðu. Það er annáll hinna mildu og góðu vetra, sem ég ætlaði að rekja. Slíkir hafa margir orðið síðustu áratugi. En flestir mildir vetur verða storma- og úrkomu- samir hér á landi, einkum sunnan lands. Það liggur í hlutarins eðli, þegar litið er til hinna veðurfræðilegu orsaka. Land vort er svo í sveit sett, að J>að er mjög á takmörkum hlýrra loftstrauma úr suðri og kaldra loftstrauma frá íshafinu eða Grænlandi, og verður J>ví oft skammt öfganna á milli. Á þessum strauma og veðramótum myndast bylgjur ]>ær í loftinu er við tölum daglega um sem lægðir eða stormsveipa, og flestar hreyfast frá suðvestri til norðausturs. Ef sveiparnir leggja leið sína fyrir norðan ísland, draga þeir með sér hlýja suðræna loftstrauma: fari ]>eir hins vegar fyrir sunnan landið, verður norðanáttin ríkjandi. VEÐRIÐ --- 3

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.