Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 12
Þessi hjón voru langa-langafi og amma Jóhanns Sæmundssonar prófessors og
ráðherra og hans systkina svo og söngvaranna Eriings og Sigurðar Olafssonar og
margra annarra.
28. april. Þá fæddist barn á Litlahrauni, segir höf., „og vitjaði ég séra B. að
skíra Jrað.“ Hér verður að geta Jress, að Litlahraun tilheyrði Hítarnesjringum
(Kolb.st.sókn). Sóknarpresturinn Jrar, séra Gísli Guðmundsson (Glímu-Gísli) dó
í febrúar 1836, svo að þar var prestlaust, að minnsta kosti til næsta vors, og kall-
inu að líkindum Jrjónað af nágrannaprestum þann tíma. Sóknarprestur í Mikla-
holti var þá séra Brynjólfur Bjarnason frá Mælifelli, og Jrangað var fremur
skammt að sækja frá Litlahrauni. Orðalagið í dagbókinni ,,út eftir“ kemur hér
alveg heim við kringumstæðurnar. Barnið á Litlahrauni lifði ekki nógu lengi
til Jress að öðlast skírn. Kirkjubókinni og dagbókarblaðinu ber alveg saman um
fæðingardag þess.
Árið 1836 var tvíbýli á Litlahrauni og voru búendur Jressir: Sigurður Bárðar-
son, 55 ára, Þorsteinssonar. Hinn bóndinn á Litlahrauni var Jón Jónsson, 33
ára, stjúpsonur Sigurðar Bárðarsonar, kvæntur Ragnheiði, 24 ára, Árnadótt-
ur bónda á Borg í Miklaholtshr., Jónssonar, Ragnheiður átti síðar Jónas
Ögmundsson á Kársstöðum í Helgafellssveit, og þau voru móðurforeldrar
skáldsins Jóhanns Gunnars Sigurðssonar á Svarfhóli í Miklaholtshr., Jón og
Ragnheiður giftust á Litlahrauni 1835, og barnið, sem fæddist ])ar og dó skv.
framansögðu, var Jreirra fyrsta barn.
29. apríl. Sigurður Guðbrandsson sá, sem sagt er að væri jarðaður í Miklaholti
þennan dag, og er samhljóða kirkjubók, var sonur Guðbrands Þorleifssonar srniðs
og bónda á Hofstöðum í Miklaholtshr., Einarssonar. Sigurður var fæddur á Ytra-
Rauðamel 1772, en ólst upp í Syðra-Skógarnesi hjá frænda sínum, Þorleifi Skafta-
syni: Þeir voru að öðrunr og Jrriðja að skyldleika. Sigurður kvæntist fóstursystur
sinni Kristínu Jónsdóttur Snorrasonar bónda í Þúfu og víðar í Miklaholtshr.
Þau bjuggu fyrst í Syðra-Skógarnesi, síðan á Svarfhóli i Miklaholtshr., því næst
í Arnartungu í Staðarsveit og loks á Hofstöðum í Miklaholtshr. Á meðal barna
Jreirra var Jón sundmann, sá, er bjó á Baulárvöllum á Snæfellsnesi, þegar undrin
gerðust Jrar seint á fyrri hluta 19. aldar. Og dóttir þeirra var hin nafnkunna Ijós-
móðir, Kristín Sigurðardóttir í Syðra-Skógarnesi, sem Árni prófastur Þórarins-
son lofar manna mest í ævisögu sinni. Ivristín ljósmóðir var gift Magnúsi Jóns-
syni frá Syðra-Skógarnesi, og hjá þeim dvaldist Sigurður Guðbrandsson, þegar
hann lést.
1. mai. Þar segir frá ferðalagi höf. frá Dalsmynni að Litlahrauni, — hefur að
líkindum sótt að Dalsmynni líkkistu eða líkklæði um hið nýlátna barn. Þar segir
og frá komu Guðrúnar á Litlahrauni og Magnúsar í Landbrotum, er sótti hey
fyrir sjálfan sig og Ólaf.
8. maí. „Fæddist hér barn um nóttina," segir höf., og getur naumast hjá Jrví
farið, að þar sé átt við heimili hans sjálfs. Við athugun á kirkjubókum Mikla-
liolts- og Hítarnesþinga hefur það komið í ljós, að eina barnið, sem hefur fæð/t
í Jreim prestaköllum þennan dag, hefur fæðst á Stórahrauni í Kolbeinsstaðasókn.
Á Stórahrauni var tvíbýli um þessar mundir og bændurnir voru bræður: Daði og
12 -- VEÐRIÐ