Veðrið - 01.04.1966, Qupperneq 13
Jóhannes Hannessynir. DaíSi er talinn 55 ára 1836. Kona hans var Halldóra
Bárðardóttir 54 ára. Jóhannes er talinn 49 ára, kona hans var Málmfríður Sig-
mundsdóttir 40 ára, og þau voru foreldrar hins nýfædda barns, er hlaut í skírn-
inni nafn móðurföður síns, Sigmundar bónda Brandssonar á Brúarhrauni.
I>eir bræður, Daði og Jóhannes bjuggu á Stórahrauni til æviloka. Daði andað-
ist 9. apríl 1839 en Jóhannes 17. júlí 1855.
Eg hef kynnt mér nokkuð vitnisburði sóknarprests um þá Stórahraunsbræður,
eins og þeir koma fram í sóknarmanntölum Hítarnesþinga. Þeir vitnisburðir eru
flestir svo almenns eðlis, að þeir skera ekki úr lil né frá um það atriði, sem hér er
sérstaklega leitað skýringar á, þ. e. eiganda rithandarinnar á dagbókarbrotinu,
Báðurn þeim bræðrum er borin vel sagan um ráðvendni, dánumennsku og
uppfræðslu, og báðir eru þeir taldir hafa nógar bækur, og mun þar einkum átt
við Guðsorðabækur. Um Daða er það sagt á einum stað, að hann kunni margt
andlegt. Um Jóhannes er komizt svo að orði á einum stað, að bækur hans séu
nógar og góðar, og i vitnisburðum um hann koma fram þessar lýsingar: „Les
mæta vel,“ „sérlundaður dánumaður“, „vandaður, óviðfelldinn í lund,“ „vand-
aður, sérlegur bókaelskari.“ „Elskar bækur,“ „Ráðvandur, sérlyndur."
10. mai. Þá sótti höf. prest til þess að skíra barnið. Presturinn gisti þar unt
nóttina ásamt Þorsteini í Gröf, og næsta dag, þann 11. maí, var svo barnið skírt.
Skírnarvottar voru þau Þorsteinn Bárðarson í Gröf, Daði Hannesson og Halldóra
Bárðardóttir, hjón á Stórahrauni.
Það er fleira en þetta í liandritinu, sem styður þá skoðun, að höfundur þess
hafi átt heima á Stórahrauni. Þann 20. apríl segist hann hafa gengið suður í sveit
og fengið þar byl, en svælings kafald virðist hafa verið, er hann fór að heiman.
Það var algeng málvenja, að taka þannig til orða, þegar farið var frá Hrauna-
bæjunum suður um Eldborgarhraun, sem skilur á milli þeirra og aðalbyggðar
sveitarinnar. Og það er ekki óþekkt fyrirbrigði í „þvernyrðingsveðri“, að kafalds-
laust eða kafaldslítið sé á Hraunabæjunum þó að hríð sé á suður í sveitinni.
Höf getur þess oftar en einu sinni, að menn hafi komið til þess að sækja hey
eða falast eftir að fá hey. Þetta gefur til kynna, að heyskortur hafi gert vart við
sig í héraðinu á umræddu vori, enda veturinn 1835/36 talinn allharður. Stóra-
hraun er mikil beitarjörð og búpeningur þar því léttari á fóðrum cn víða annars
staðar. Jörðinni hafa fylgt og fylgja enn tvær vænar varpeyjar, Stórahraunseyjar.
Þær voru, og eru máske enn, einnig nytjaðar til heyskapar, og þær gáfu jafnan
af sér vænan töðufeng.
Skógarness er getið í handritinu og þess einnig, að Litlahraunsmenn hafi tekið
leiði þangað. Það má heita spottakorn milli Hraunanna og búendum þar því
innan handar að fylgjast með jtví, sem gerist þar, hverjum hjá öðrum. Skógar-
nesferðin (eða ferðirnar) hefur að líkindum staðið í sambandi við fiskiróðra, sem
stundaðir voru frá Skógarnesi á vorin, bæði áður og síðar.
En þrátt fyrir allt það, sem nú hefur verið sagt, er Jtví enn ósvarað, lner hann
var snillingurinn, sem gerði handritið, aðeins verður það fullyrt með sæmilega
öruggri vissu, að höfundur textans hafi verið á Stórahrauni árið 1836, og j>ar
virðist ekki öðrum til að dreifa en jteim bræðrum Daða og Jóhannesi. En er |>;í
VEÐRIÐ
13