Veðrið - 01.04.1970, Síða 3
VEÐRIÐ
TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI
KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 125,00
1. HEFTI 1970 15. ÁRGANGUR
RITNEFND: JÓNAS JAKOBSSON
FLOSI H. SIGURÐSSON
PÁLL BERGÞÓRSSON
HLYNUR SIGTRYGGSSON
AFGREIÐSLUSTJÓRI:
GEIR ÓLAFSSON
DRÁPUHLÍÐ 27 . SIMI 15131
Ur ýmsum áttum
Heiti vindstiga.
I fyrra liefti Veðursins árið 1965 skrifaði Jón heitinn Eyþórsson grein urn
„Vindstigin og nöfn þeirra“. Þar er rakin saga vindstigaheitanna og birt tafla
um styrk þeirra í hnútum og metrum á sekúndu. Einnig er þar tafla um ástand
sjávar eða sjólag miðað við veðurhæð.
Tveim árum seinna, árið 1967, gaf svo Veðurstofa íslands út „lieglur um
veðurskeyti og veðurathuganir". Þar er gömlu heitunum lialdið að öðru leyti
cn því, að nokkur tilfærsla er á milli vindstiga á bilinu frá 4 til 7, og er þar að
sumu leyti farið eftir tillögum Jóns í umræddri grein. Breyingarnar eru þessar:
Vindstig Nýja heitið Gamla heitið
4 Stinningsgola eða blástur Kaldi
5 Kaldi Stinningsgola
6 Stinningskaldi eða strekkingur Stinningskaldi
7 Allhvass vindur (Allhvasst) Snarpur vindur
Sennilegt er, að orðið stinningsgola, sem er langt og stirt í máli, verði lítið
notað, og væri gott ef blástur gæti komið í staðinn, því að 4 vindstig er mjög
algeng veðurhæð. Helzti annmarki á þv/ orði er sá, að blástur táknar jafnan
þurran vind í vitund manna. En verði það tekið upp sem heiti á vindstigi, þarf
að nota það jafnt í vætu sem í þurrki. Væri fröðlegt að heyra álit lesenda á
þessu.
Onnur breyting, sem orðið hefur á vindkvarðanum, er sú, að fyrir nokkrum
árum livarf alþjóða veðurfræðistofnunin frá því að nota fleiri vindstig en tólf.
Nú er því alveg sama, liversu grimmt fárviðri gerir, það skal vera 12 vindstig.
Líklega liefur þessi ákvörðun verið tekin í því skyni að hvetja þjóðir til að
taka upp beinar hraðaeiningar eins og hnúta, rnetra á sekúndu eða kílómetra
á klukkustund. Slíkar einingar eru einráðar í flug-veðurskeytum, bæði spám og
lýsingum.
VEÐRIÐ — 3