Veðrið - 01.04.1970, Qupperneq 5

Veðrið - 01.04.1970, Qupperneq 5
„í ritgerfí þessari cr fjallað um mælingar á geislun frá sól og himni í Reykja- vík á árabilinu 1958—1967. A grundvelli fylgnilíkinga, sem liöíundur hefur áður fundið milli geislunar í Reykjavík annars vegar og fjölda sólskinsstunda eða skýjaliulu liins vegar (Einarsson, 1966), er síðan reiknuð meðalgeislun áranna 1958—67 á 5 veður- stöðvum, sem mæla fjölda sólskinsstunda, og 30 stöðvum, þar sem skýjahula er áætluð. Niðurstöður útreikninganna eru að lokum notaðar til þess að teikna geislunarkort fyrir ísland mánuðina marz til október. Þessi kort sýna, að hámark geislunar er i flestum mánuðum að linna á svæð- inu vestan Mýrdalsjökuls, einkum í Fljótshlíð. Þaðan liggur belti liárrar geisl- unar til annars hámarkssvæðis nærri Mývatnssveit, og er það liámark einkum greinilegt ylir sumarmánuðina. Einkennandi fyrir kortin er einnig allmikið lág- markssvæði, sem liggur úr innanverðum Skagafirði til Kjalsvæðisins, þar sem það beygir til vesturs um innanverða Húnavatnssýslu, allt til Dala.“ Kort af geisluninni í júní fylgir hér nteð, og er freistandi að setja hina rómuðu grósku í Fljótshlíð og Mývatnssveit í samband við hámörkin, sem þar koma frarn. Þess ber þó að gæta, að kort þessi eru fyrsta tilraun til að glöggva sig á dreif- ingu geislunarinnar hér á landi. Og þar sem höfundur byggir kortið að miklu leyti á áætlaðri skýjaliulu á 30 veðurathugunarstöðvum, er liætt við að villur geti slæðst inn, því að mat á skýjahulu er ærið einstaklingsbundið. Betri útkoma hefði fengizt með því að taka fleiri stöðvar og beita meiri gagnrýni. En vonandi verður hægt í framtíðinni að gera nákvæmari geislunarkort, sem byggjast þá á sólskinsathugunum frá fleiri stöðvum. Sérstaklega væri æskilegt að setja upp sólskinsmæla á þeim svæðum á landinu, sem hámörk og lágmörk sumargeisl- unar koma fram ;í. Veð urtunglamyndir. Sjónvarpsáhorfendur hafa margir látið í ljós ánægju með myndirnar, sem sýndar liafa verið í vor og vetur frá gervitunglum. Á þeim var meðal annars hægt að lylgjast með því, þegar ísinn hvarf svo að segja í einu vetfangi af stóru hafflæmi austan Grænlands, norður og norðaustur af íslandi. Stöðin, senr tekur á móti radíómerkjum frá gervitunglunum, er í eigu banda- ríska sjóhersins á Keflavikurflugvelli, og þaðan eru merkin send með venju- legri símalínu til veðurstofunnar á Reykjavíkurflugvelli. Þar eru þau framkölluð á mynd með sömu tækni og notuð er lijá sjónvarpi og dagblöðum við töku fréttamynda. Framköllunartækið, sem er af brezkri gerð, á Veðurstofan, en upp- setningu og viðgerðir liafa sérfræðingar Landsímans annazt. Hægt er að taka myndir frá tveim bandariskum tunglum. Annað þeirra hefur verið á lofti í meira en tvö ár. l'jarlægð þess frá jörðu er um 1440 kílómetrar, og jrað fer eina hringferð á 113 mínútum. Hinu tunglinu var skotið á loft í marz s.l. Það sendir skírari myndir en hið gamla og sendir, auk venjulegra mynda, myndir af innrauðri geislun frá jörðunni og skýjunum og túlkar þvi VEÐRIÐ — 5

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.