Veðrið - 01.04.1970, Qupperneq 6

Veðrið - 01.04.1970, Qupperneq 6
hitastigið. Háský, sem eru í efri og kaldari lögum veðrahvolfsins, eru því hvítari en lágský, snjóbreiður Ijósari en auð jörð og hafísinn bjartari en auður sjór. Ekki er hægt að búast við, að veðurtunglamyndirnar valdi byltingu í veður- spám. En þegar veðurfræffingar hafa fengiff reynslu af þeim og iært aff túlka öll atriffi þeirra á réttan Iiátt, hljóta þær að verffa þeim mikil stoff til viðbótar öðrum gögnum. Jónas Jakobsson. Hafísspáin 1969—1970 Hér fer á eftir álit það, sem undirritaður lét í ljósi þ. I. desember 1969 um ltafíshorfur. Enn er of snemmt að dæma endanlega um árangurinn, en fram að þessu eru komnir um 70 dagar með ís við land. P. B. Samkvæmt athugunum ]>eim, sem Páll Bergþórsson liefur gert á reynslunni af liafís á undanförnum áratugum, telur hann líklegast, aff Jiafísár það, senr nú er að Iiefjast, verði ltið fjórða mesta síðan um 1920. Spár þessar byggir Páll á þeim bendingum, sem hitinn á Jan Mayen í júní—nóvember hefur um sjávar- liita út af Norffaustur-Grænlandi. A síðasta sumri var óvenju lilýtt á Jan Mayen vegna langvarandi sunnan- áttar. Þau hlýindi munu þó aðeins liafa yljaff efsta lag sjávarins norffur undan, því að með liaustinu kólnaði ört, og nóvember varff lúnn kaldasti á Jan Mayen síðan mælingar hófust þar 1921. I spám Páls er magn liafíssins táknað með því, Itve marga daga íssins verði vart einlivers staðar við ströndina. Að sjálfsögffu eru erfiðleikar í siglingum ekki eins langvinnir. I vetur, vor og sumar telur Páll líklegast, aff íss verði samtals vart við ströndina í 1—3 mánuði. Helmingur þess ístíma verður senni- lega í apríl og maí, 1—3 vikur i hvorum mánuffi. I öðrum mánuðum ætti ísinn oltast að verða minni, en þó kemur líklega nokkur ís að landi nú þegar í des- ember. Meiri ís en nú er búizt við lrefur aðeins verið þrjú ár síðan um 1920, árin 1965, 1968 og 1969. A því ltaflsári, sem liðið er, okt. 1968—sept. 1969, varð ístíminn samtals nærri fimm mánuðir, en samkvæmt liitanum á Jan Mayen Jtafði mátt búast viff 3—6 mánuðum. Þótt spáin færi svo nærri að þessu sinni, telur Páll ólíklegt annað cn liún l>regffist að meira effa minna leyti að minnsta kosti á nokkurra ára fresti. 6 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.