Veðrið - 01.04.1970, Qupperneq 7

Veðrið - 01.04.1970, Qupperneq 7
PÁLL BERÞÓliSSON: Gróður og hitastig Mafíur er nel'ndur Elias Mork og er prófessor í Noregi. Hann helur í meira en 40 ár unnið merkilegt starf við rannsóknir í skógrækt. Eitthvert athyglisverðasta framlag lians er rannsókn á áhrifum lofthitans á hæðarvöxt rauðgrenis í norskum fjallaskógi, einmitt þar sem loftslagið er á mörkum þess, að skógur þrífist. Þessar atlniganir hans eru því girnilegar til f'róðleiks fyrir íslendinga, og um þær hefur Sigurður Blöndal skógarvörður skrifað grein í Arsrit Skógræktarfcfags íslands árið 1953. Hcr verður því að- eins sagt frá meginniðurstöðum Morks um áhrif loftliitans á vöxtinn. Þær eru fólgnar í línuritinu á 1. mynd. Það sýnir, hve mikið árssprotar grenisins lengd- ust við mismunandi síðdegishita, meðalhita 6 hlýjustu stunda dagsins. I.cngingu sprotans mælir Mork í vaxtareiningum. Hver eining er 1% af íullri lengd árs- sprotans. Við 8 stiga síðdegishita fæst ein eining á sólarliring, við 13.7 stig 2 einingar, við 17 stig 3 einingar, fjórar við 19.5 stig, en 5 við 21.3 stig. Til þess að auka dagsvöxtinn um eina einingu þarf því ekki að bæta eins mörgum hitastigum við á lilýjum degi og á köldum degi. Vilji maður nú vita, hvað árs- sprotinn lengist mikið, til dæmis á 10 dögum, er því ráð að leggja saman vaxtar- einingarnar, sem fást úr öllum sólarhringunum. Aður höfðu menn gjarnan reynt að tákna vöxtinn með hitanum á þann hátt að leggja saman meðalhita allra sólarhringa á tilteknum tíma. Nýjungarnar hjá Mork eru fólgnar í Jtví að láta ekki hitastigin vega jafnt, hvort sem hlýtt er eða kalt, og í hinu að nota síðdegishita í stað meðalhita sólarhringsins. Fyrra atriðið er tvímælalaust til bóta. En nauðsynlegt er að ræða, hvort réttlætanlegt sé að taka fremur tillit til hlýjasta tíma sólarhringsins en meðalhitans, Jregar meta skal vöxtinn. Mork laldi sig finna sterkar líkur fyrir þessu með síritandi mælingum sín- um á vexti árssprotanna á rauðgreninu. Lenging Jreirra reyndist mest á kvöldin og nóttunni, en var minnst, jafnvel engin, að morgni dags. Þetta skýrði hann Jrannig, að Jjað tæki næringarefnin allmarga klukkutíma að berast til vaxtar- broddanna frá barrnálunum, sem vinna kolsýruna úr loftinu á hlýjasta tíma dagsins. Þegar sprotarnir hætta að lengjast á morgnana, taldi hann jiað benda lil Jjess, að á nóttunni fari fram lítil myndun næringarefna. Að vísu tel ég, að Jiessi rök beri að taka með nokkurri varúð. Lenging, eða stytting, árssprotanna kann að vera háð öðrunt þáttum, og J)á sérstaklega raka- breytingum í trénu lrá degi til nætur. Þær mundu sennilega stytta sprotann á morgnana, þegar hann er að þorna vegna hækkandi sólar, en lengja hann á nóttunni, þegar uppgufun minnkar. En jafnvel þótt ekki sé víst, að Jressi skýring Morks sé fullnægjandi, eru til önnur rök, sem sýna, hvað síðdegisliit- inn er Jjýðingarmikill. VEÐRIÐ — 7

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.