Veðrið - 01.04.1970, Qupperneq 10

Veðrið - 01.04.1970, Qupperneq 10
Einfaldari reikningur vaxtareininga Ekki er hægt að draga í efa, að í fjallaskóginum í Hirkjölen, milli Austurdals og Guðbrandsdals, ]>ar sem Mork hefur haft rannsóknastarfsemi sína, séu vaxtar- einingarnar góður mælikvarði á sprettu rauðgrenis, bæði hæðar- og þykktarvöxt. Hitt verður að teljast óvissara, hvort þær reynast jafn vel í öðru loftslagi, sér- staklega við sjó. Með tilliti til jjessarar óvissu um nákvæmni vaxtareininganna hér á landi sýnist mér réttlætanlegt að áætla þær á einfaldari Jiátt en Mork hefur gert. Sú aðferð, sent ég hallast lielzt að, er þessi: Til vaxtartima teljast allir peir samfelldir mánuðir frá rnarz fratn i september- lok, sem ná tilskildum meðalhita, en pann tillekna lágmarkshita verður að finna fyrir hvern stað með sérstökum samanburði við vaxtareiningar i eilt sliipti fyrir öll. Það setn er fratn yfir pennan hita i mánuðinum, er margfaldað með 10, og pannig fást vaxlareiningar mánaðarins. Þessi tilskildi meðalhiti reynist vera um 2.8 stig á aðalveðurstöðinni í Hir- kjölen í Noregi. A Grímsstöðum á Fjöllum er hann líka 2.8, en 3.5 á Hallorms- stað og 3.9 í Reykjavík. Samkvæmt því fást færri vaxtareiningar úr tilteknum mánaðarhita á Hallormsstað en í Hirkjölen, og enn færri í Reykjavík en á Hallormsstað. Þarna kemur fram, að loftslag innsveita sé heppilegra en sjávar- loftslag fyrir trjágróður, að minnsta kosti ef meðalhitinn er sá sami. Til þess að gera langa sögu stutta skal hér birt tafla yfir þennan tilskilda mánaðarhita á allmörgum íslenzkum veðurstöðvum, eins og mér reiknast hann, og ennfremur yfir meðaltal vaxtareininga á sprettutíma á sömu stöðvum, á tíma- bilinu 1931-1960. Rétt er að skýra, hvernig þessar tölur eru fengnar. í fyrsta lagi notaði ég þau gögn, sem Mork prófessor hefur birt um loftslagið í Hirkjölen, til þess að finna eftirfarandi formála fyrir vaxtareiningum livers mánaðar: VE z= 2t + 0.3t2 Hér er VE vaxtareiningafjöldi á mánuði, en t er meðaltalið af hámarkshita og meðalhita allra daga mánaðarins. Eftir þessum formála reiknaði ég vaxtar- einingar á íslenzku veðurstöðvunum í nokkra júlí- og ágústmánuði. Af saman- burði við meðalhita mánaðarins á liverjum stað var þá auðvelt að finna til- skilda mánaðarliitann, þá tölu, sem þurfti að draga frá mánaðarhitanum til þess að afgangurinn margfaldaður með 10 gæfi vaxtareiningarnar. Þessi frá- dráttartala reyndist furðanlega jöfn frá ári til árs á hverjum stað. Auk jiess sýndu prófanir, að eðlilegast var að nota þessa sömu frádráttartölu einnig í öðrum sumarmánuðum, þegar hluti mánaðarins féll utan við sprettutímann, eins og Mork skilgreinir hann. Með því fengust að jafnaði álíka margar vaxtar- einingar éir mánuðinum eins og Mork fær úr þeim hluta hans, sem lelst til sprettutímans. í einstökum sumrum varð þó niðurstaðan nokkuð ólík, en mér virtist, að hin einfalda aðferð min gæfi sízt ósennilegri árangur miðað við al- mennt árferði, og má þar til dæmis nefna vorið 1960, sem áður er vikið að. 1 0 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.