Veðrið - 01.04.1970, Síða 17

Veðrið - 01.04.1970, Síða 17
Pdll Bergþórsson og Haukur Ragnarsson: Temperatur- og fugtighetsforhold i et dalf0re pá 0st-lsland. Meddelelser fra Det Norske Skogfors0ksvesen, Nr. 85, Bind XXIII, 1967. Pdll Bergþórsson: Hitafar og búsaeld á íslandi. Veðrið, 1. hefti 1966, bls. 15. — Sólskin, þurrkur og trjágróður. Veðrið, 1. hefti 1960, bls. 21. — Þroskalíkur byggs á íslandi. Veðrið, 2. hefti 1965, bls. 48. Steindór Steindórsson: Gróður á Islandi. Reykjavík 1964. Veðráttan, mánaðar- og ársrit Veðurstofu íslands, frá 1924. JÓNAS JAKOBSSON: Lofthiti yfir í haust sem leiö enduðu hitaritin á niðurleið með óvenju köldum september- mánuði. Nokkuð skipaðist til hins betra í október. Þó var hitinn þá hálfu stigi undir meðallagi næst jörðu og einu stigi lægri en það í eins kílómetra hæð. Hitasveiflur voru fremur litlar, og ber mánuðurinn stimarsvip að því leyti. Fyrstu vikuna var austlæg átt ríkjandi og hlýnaði verulega frá mánaðamótum, en hinn 7. til 10. var norðlæg átt og kaldara í bili. Næstu tvær vikur voru hlý- indi lengstum ríkjandi, vindur ol't á sunnan eða austan. Fyrsta vetrardag, ltinn 25. kólnaði í veðri með útsynningsveðráttu, sem hélzt til loka mánaðarins, þó með skammvinnu norðanáhlaupi hinn 28. Nóvembermánuður var mjög kaldur. í neðsta kílómetranum var hann rúm- lega hálfu fjórða stigi undir meðaltalinu frá 1954—1963 og nærri þrem gráðum undir þvl á öðrum kílómetranum frá jörðu. Hitaritið er líka ákaflega kulda- legt, meiri hlutinn breiðir kuldadalir og mjóir hlýindahryggir á milli. Lengst- um var norðlæg átt ríkjandi fyrstu þrjár vikurnar, þó með lítils háttar hléum á milli í fyrstu og þriðju vikunni. Suðvestan lands var jörð þá alauð, svo að talsvert frost komst í jörð. Hinn 24. og 25. voru hlýjustu dagar mánaðarins. Þá var áttin suðvestlæg eins og yfirleitt var í þessum mánuði, þegar á annað borð slakaði á norðanáttinni og hlýnaði í svipinn. í desember var lítið eitt hlýrra en f meðallagi við jörð, og þegar kom upp í 1500 metra hæð var heilli gráðtt lilýrra. Vindur var í fyrstu á norðvestan og síðar á vestan eða suðvestan, en liinn 9. og 10. gerði norðan kuldakast, hið mesta fyrir nýár. Þá tók við ellefu daga hlýindakafli fram á Þorláksmessu. VEÐRie 17

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.