Veðrið - 01.04.1970, Blaðsíða 19

Veðrið - 01.04.1970, Blaðsíða 19
kalsa hinn 14. var austlæg átt yfirleitt ríkjandi l'ram undir lok mánaðarins. Austanáttin, sem var svo algeng þessa þrjá mánuði, desember, janúar og febrúar, náði vel norður fyrir landið, og mun hafa valdið mestu um, að hafisjaðarinn hélzt vel frá landinu og var í febrúarlok að meðaltali nærri jiví 100 sjómílum norðar en í fyrra á svæðinu frá Jan Mayen suðvestur fyrir Vestfirði. — Rétt fyrir mánaðamótin kom lægð á mikilli ferð suðvestan yfir Suður-Grænland. Þegar hún nálgaðist landið, hlýnaði í bili, en eftir að hún kom norðaustur fyrir j)að, kólnaði snögglega með norðvestlægri átt, og sést j>að greinilega á hitarit- unum, sem hrapa allt i einu síðasta dag mánaðarins. Marz var mjög kaldur, eða rúmlega jjrem stigum kaldari við j<>rð en meðal- talið frá árunum 1954—1963. I eins kílómetra hæð munaði ]>ó ekki nema rúm- um tveim gráðum og hálfri annarri í tveggja kílómetra hæð. Miklar hitasveiflur voru i mánuðinum, en j)ó var norðlæg átt yfirgnæfandi. Fyrstu dagana var vindur hvass á norðvestan norður af landinu, og hefur hann slitið úr ísrönd- inni jakahrafl, sem vart varð við norðausturströndina, þegar leið á mánuðinn. Hinn 12. varð hlé á norðanáttinni, og vindur var á suðvestan í fimm daga. Það var hlýjasti kafli mánaðarins. Þá tók norðanáttin við og liélzt til mánaða- móta að undanskildum tveim smáhvíldum, jjegar hann var að sækja í sig veðrið með tilkomu nýrra lægða úr vestri. Hinn 25. og 26. stöðvaðist mjög djúp lægð skammt suðvestur af Jan Mayen og olli ofsaveðri út af Norðausturlandi. Þá fór íshraflið af stað og komst suður fyrir Gerpi. En ísinn bráðnaði fljótt, þvi að hann var allur frá ]jví í vetur og ])css vegna tiltölulega jnmnur. VEÐRIÐ — 19

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.