Veðrið - 01.04.1970, Síða 21
HALLDÓR GUVMUNDSSON:
Er Jón Eyþórsson féll frá, var Halldór Guðmundsson á Ásbrandsstððum bú-
inn að semja pistil, sem hann hugðist senda Jóni, og hér koma nokkrar glefsur
úr bréfi Halfdórs. Skýin, sem hann ræSir um, ganga undir ýmsum nöfnUrn,
gylliniský, ísaský, glitský eSa jafnvef regnbogaský, eins og Halldór segist hafa
lieyrt. ÞaS er afveg rétt, aS þau eru lengra úti í gufuhvolfinu en venjuleg ský,
oftast í um 25 km hæS. Eftir sólarlag og fyrir sólaruppkomu geta þau því verið
böSuS sólskini, þótt alldimmt sé viS jörð. Helzt sjást þau um miðjan vetur.
jjegar mildir suSvestan eSa sunnan vindar eru í öllu veSrahvolfinu upp undir
10—12 km hæS og alllangt upp í heiShvolfið Jrar fyrir ofan. Þá cr oftast skýjaS
af fægri skýjum sunnan lands og vestan, og eru ísaskýin jjví sjaldséS þar, en
algengari fyrir norðan og austan, þar sem lágu skýin eyðast í landáttinni. Mér
virðist, að nafniS ísaský eigi sér verulega réttlætingu, ekki aðeins vegna gamall-
ar hefðar, sem Halldór minnist á, lieldur líka vegna luigsanlegs sambands við
hafís. Ef ís er að ráði fyrir norðan, má búast við, að mikil suðvestanátt út af
Vestfjörðum beri hann til Norðurlands. P. II.
Af |)ví að ég tel mig nokkurn veSurfræSing upp á gamla móðinn, þá ætla
ég að senda þér nokkrar línur til gamans, og ætla ég aðallega að halda mig við
eitt fyrirbrigði, sent sést á lofti stöku sinnum. Ég hef heyrt jjetta nefnd regn-
bogaský. Fyrir augað eru þetta dásamleg ský. Ég held, að mætti jafnvel kalla
jjetta kvikasilfursský, jrví þau hlaupa stundum nokkuð snöggt til og breyta urn
lit, en eru sem sagt ljómandi l'alleg að liorfa á þau. Stundum er þetta svo, að
þegar maður er að horfa á þau, sér maður þau koma allt í einu á nýjum stöð-
um, án jtess að maður væri búinn að gera sér grein fyrir, að um nokkrar skýja-
slæður helði verið að ræða. Ég hef allmikið fylgzt með þessum skýjum, og mér
hefur fundizt þau vera allmikið lengra úti í gufuhvolfinu en jjessi venjulegu
Jroku- eða tirkomuský.
Mín reynsla til fleiri áratuga er sú, að livenær sem jtessi ský eru mjög áber-
andi á lofti, sé Jjess ekki langt að bíSa, að gangi í kalda og nokkuð langstæða
vonda veðráttu, cn j)au geta oft sézt í góðviðrum, jafnvel livað mest áberandi
þá. Eins og allir muna var febrúarmánuður 1967 óvenju mildur og hagstæður,
og góð veðrátta út allan mánuðinn. Þá var svo áberandi mikið um Jiessi ský,
að ég man varla til, að ég liafi nokkru sinni áður séð jafn mikið af þeim og
var seinni part Jjess mánaðar, já dag eftir dag, oftast frá klukkan 2—5 á daginn.
Svo breytist veðráttan fyrstu dagana í marz í mjög slæma veðráttu, og eftir jtað
sáust skýin aldrei, og ég held menn séu ekki búnir að gleyma veðurfarinu í
marz til júlí á jní ári, að minnsta kosti ekki austan og norðan lands. Svo var
jjað í desember 1967. Það var ríkjandi suðvestanátt, oft fremur köld og nokkuð
VEÐRIÐ — 21