Veðrið - 01.04.1970, Page 27
HLYNUli SIGTliYGGSSON:
Um lagnaðarís við ísland
Alkunnugt er, livílíkur vágestur liafísinn liefir verið á fiestum öldum íslands-
byggðar, og lýsingar á honum og áhrifum hans er að finna á flestum biaðsíðum
íslenzkra annála. Þau voru í flestum tilvikum slaem, þótt fyrir kæmi einnig að
ísnum fylgdi aflasæld, livalrekar og selagöngur. En áhrifin á veðurfarið voru
þ(» alitaf uggvænlegust, eins og íslandslýsing Odds biskups Einarssonar gefur
bezta hugmynd um.
Lagnaðarísa við strendur landsins er minna getið. Getur ]»að stafað af ýmsu,
til dæmis því, að fátítt væri, að þeir væru svo miklir, að orð væri á gerandi,
eða með öðrum orðum, að þeir lokuðu verzlunar- eða fiskiskipahöfnum. Einnig
hafa menn réttilega álitið, að lagnaðarisinn væri afleiðing kaldrar veðráttu
frekar en orsök hennar eins og átt gat sér stað um liafísinn, og lagnaðarísinn
hefir því orðið annars flokks fyrirbæri að nokkru leyti.
Þrátt fyrir þetta er lagnaðarísa getið við og við í annálum. Hefir ntér þótt
ómaksins vert að taka saman helztu frásagnir annálnna um þetta efni og bera
þær saman við ísafregnir frá 19. öld eftir að veðurathuganir liófust, og fá
þannig nokkra liugmynd um, hvc kuldinn var mikill fyrr á öldum, þegar lagn-
aðaríss er getið.
Hefst þá frásögnin. Heimild mín um ísana er „Arferði á fslandi" eftir Þor-
vald Thoroddsen.
1348 Frostavetur svo mikill að freri sjóinn umhverfis landið og mátti ríða af
hverju annesi og um alla fjörðu og flóa.
Vafi er, hvort liér er átt við hafís eða lagnaðarís, en orðalagið bcndir
heldur til þess, að um lagnaðarís sé að ræða. En hætt er þá við, að frá-
sögnin sé lieldur litríkari en staðeyndir gáfu cfni lil.
1669 Frostavetur var þá mikill og stórviðrasamur. Var þá lengi vetrar riðið á
ís af Fellsströnd í Helgafellssveit, og um sumarmál lá víðast ís á Hvamms-
firði. Þessi vetur var kallaður liestabani, en fiskiár var gott fyrir sunnan.
Hafíss er ekki getið.
1672 Getið er þá um ís á Hvammsfirði eftir föstu, og eftir orðalagi ætti það
að hafa verið hafís, sem var mikill á Vestfjörðum um þær mundir, og
olli viðarreka um Staðarsveit, Rauðasand og norður um firði, en þó eng-
um á Ströndum. Ólíklegt verður þó að telja, að hafís komist inn á
Hvammsfjörð, jafnvel þótt liann flækist inn á Breiðafjörð, en líklegt er,
að lagnaðarís liafi verið þar.
1692 „Vetur góður með lognum, frosti og hjelufalli lil kyndilmessu, en ]»á brá
til liarðinda. Þriðjudag fyrstan í góu (16. febrúar) var grimdarfrost með
VEÐRIÐ — 27