Veðrið - 01.09.1970, Síða 28

Veðrið - 01.09.1970, Síða 28
27. marz Sunnudagur í miðföstu. Meinlítið veður, 13 st. frost. Ólafur fór einn til messu. 28. marz Nokkuð bjart, þó rykdimma, 22 st. frost. Jón fór út á is í gær. 29. marz Bjart, 22—14 st. frost. Ólafur fór út að Bakka og máske fram á ísinn. 30. marz Vond hríð í nótt og fram á dag og mikil fannkoma. Heyleysi víða. 31. marz Heiðskírt, 16—17 st. frost. Apríl 1. Heiðríkt, frost 21—22 stg. Jón kom í gær og hafði fengið 31 fisk upp um ísinn. Ólafur kom með 26 fiska. Þokuloft, lítið frost. Varð hæg þíða. Messað. Hæg hláka, en lítið tekur samt. Bjart, 5—6 st. frost. Gott og bjart, 12 st. frost, varð þó renningur og seinast þíður vindur. Ólafur fór út að sjó að reyna við fisk. Hláka allgóð, lítið tekur þó enn. Sama hláka, þó hæg, 5—8 st. frost. Þykkt loft, 5 st. hiti, aðgerðalítið. Björn fór í kaupstað í 11. sinn í vetur. Ólafur kom, hafði fengið 30 fiska. Pálmasunnudagur. Bezta veður, 12 st. hiti. Hæg þíða. Ólafur og Jón fóru eitthvað á ísinn að fanga fisk. Sama veður, þíða hæg og nokkur hiti. Sama veður, 15 st. hiti. Ólafur kom. Hafði fengið 20 fiska, en Jón 8 fiska. Skírdagur. Hláka, hvass, svalur. Ólafur og Björn sóttu fisk ofan að Lónsbúð. Dalsáin illfær. Föstudagurinn langi. Sama þíða og hiti nokkur. Bati þessi er nú búinn að vara í niu daga. Messað, fjórir fóru héðan. Heiðskírt, 18—20 st. hiti. Páskadagur. Gott veður, sunnan blástur og þíða. 6 fóru til messu, ég í fyrsta sinn á þessu ári. Heiðríkt og næturfrost. Messað í Glæsibæ. Sunnan blástur, svalur þó. Ólafur og Jón fóru að Gæsum á ísinn til fiskjar. Síðasti vetrardagur. Sunnan stormur, kaldur. Ólafur kom með 13 fiskkindur. Hér lýkur dagbókarbrotinu, og má segja, að furðu vel hafi úr rætzt í apríl eftir þær grimmdarhörkur, sem áður höfðu gengið. Þann 22. maí er þess svo getið, að hafísinn og lagísinn hafi nú farið til fulls af firðinum. 2. april 3. april 4. april 5. april 6. april 7. april 8. april 9. apríl 10. april 11. april 12. april 13. april 14. april 15. april 16. april 17. april 18. apríl 19. april 20. april 64 — VEBRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.