Veðrið - 01.04.1972, Side 15

Veðrið - 01.04.1972, Side 15
þá leið að áætla eða reikna út meðaluppgufun útfrá veðurfarsþáttum, sem helzt koma við sögu. Hafa margar reynslubundnar líkingar verið notaðar í þessu skyni, og eru tvær þekktastar, önnur kennd við Thornthwaite, hin við Penman. Hin fyrri byggir í meginatriðum á meðalhitastigi mánaða og þykir gefa nokkuð góð ársgildi uppgufunar, en ntánaðagildi verða verulega röng vegna þess fasamunar, sem er milli hitastigs og þeirrar orku, þ. e. sólgeislunar, sem er forsenda upp- gufunar. Almennt mun viðurkennt, að líking Penmans sé sú bezta, sem völ er á til útreikninga langtímameðaltala, enda hefur hún verið reynd í mjög mörg- um löndum og gefið góða raun, ekki sízt á fremur norðlægum, rökum svæðum. Meðal annars hefur hún verið notuð í Danmörku, Noregi og Svíþjóð með góð- um árangri, og þykir rétt, þegar af þeirri ástæðu, að hún sé einnig notuð hérlendis. Verður henni nú lýst í stuttu máli. Líkingu Penmans má nota til að reikna út tvenns konar uppgufun, þ. e. upp- gufun frá vatnsfleti (E0) og gnóttargufun frá grasfleti (Ep), en með gnóttarguf- un er þá átt við hámarksgufun, Jj. e. miðað er við, að í jarðveginum sé ætíð nægi- legt vatn. I báðum tilvikum hefur líkingin sama form, en eini munurinn er sá, að reiknað er með, að endurvarpsstuðull vatnsflatar sé r = 0.05, en grasflatar r = 0.20. Frá grasfleti endurvarpast stærri hluti sólgeislunar en Irá vatnsfleti og minni orka verður eftir til uppgufunar. Gnóttargufun er Jrví ætíð lteldur ntinni en uppgufun frá vatnsfleti, og er hlutfallið Ep/E0 = 0.84 við J>ær aðstæður, sem ríkjandi eru hér á landi. Af þessum sökurn má ætíð reikna E0 útfrá Ep, og verð- ur því aðeins fjallað um gnóttargufun, Ep, liér á eftir. Líking Penmans fyrir gnóttargufun lítur þannig út: _ A/y • H + E, p A/y + 1 Þarna er y stuðull og A = de/dT, halli kúrvu fyrir mettunargufuþrýsting við ríkjandi hitastig. Líkingin samanstendur einkum af tveimur liðum, H og En. Þar er H nettó-geislun, þ. e. sá hluti sólgeislunar, sem nýtist (endurvarpast ekki, og er að hluta tiltækur til uppgufunar) að frádreginni langbylgjugeislun frá jörðu, sem reiknuð er útl'rá lofthita, gufuþrýstingi og relatívum fjölda sól- skinsstunda. Frá sumrinu 1968 hefur sérstakur geislunarmælir til mælinga á nettó-geislun verið starfræktur í Reykjavik og hafa niðurstöður hans verið bornar saman við útreiknuð gildi á H samkvæmt líkingu Penmans. Kom í ljós, að líkingin gaf yfir sumarmánuðina gildi, sem eru 6—7% lægri en mæld gildi, og verður það að teljast nokkuð gott samræmi. Liðurinn En er mælikvarði á, hversu mikilli uppgufun loftið getur tekið við hverju sinni, og koma þar við sögu þurrkur loftsins (saturation deficit) og vindhraði. Ofangreind líking var notuð til að reikna út mánaðagildi gnóttargufunar fyrir 28 veðurstöðvar á grundvelli meðaltala liitastigs, vindhraða, rakastigs og sólgeisl- unar fyrir áratuginn 1958—1967. Gildi fyrir sólgeislun fengust úr áðurnefndum geislunarútreikningum og geislunarkortum. Ekki reyndist unnt að reikna gnótt- VEÐRIÐ -- 15

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.