Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 29

Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 29
á Suður- og Vesturlandi. Jaínframt kólnaði niður f'yrir frostmark og á Vestur- landi snjóaði talsvert. Hclzt sá snjór til 27. Aðfaranótt 19. nálgaðist kröpp lægð Austfirði úr suðri og olli þar austan stormi. Loftvog komst niður fyrir 950 mb. Stórstreymt var og gekk sjór mjög á land allt frá Hornafirði til Neskaupstaðar. Var þetta sums staðar talið mesta flóð síðan 1930. Varð stórtjón á hafnarmann- virkjum og ýmsum verksmiðjum. Umhleypingasamt og svalt var næstu dagana og snjóaði annað slagið. Onnur djúp og kröpp lægð fór norður með austur- ströndinni ]t. 23. og olli N og NV stórliríð austan og norðan lands. Þriðja lægðin var fyrir suðaustan land 25. Bættist þá enn við snjóinn og skóf. Tepptust fjallvegir og varð víða ófærð í sveitum á austanverðu Norðurlandi og Austurlandi. Þann 28. var komin sunnanátt með hlýindum, sem hélzt út mánuðinn. Þrátt fyrir slæm- an kafla var tíðin í janúar með betra móti, þegar á lieildina er litið. Febrúar. Fyrstu 11 dagana var áttin austanstæð og síðar norðaustlæg. Fyrstu dagana var nokkur strekkingur en að öðru leyti gott veður. Þá kom að- gerðalítil norðan átt í 3 daga og loks hart Irost og stilla þann 15. Eftir þetta hlýnaði aftur með sunnan átt, sem oft var vætusöm og livöss á Suður- og Vesturlandi. Hvassast var þann 20., en þá var meiri sjógangur í Grindavík en í fjölda ára og skemmdust hafnarmannvirki. Einnig var getið um skemmdir á Arnarstapa og Kambanesi. Aftur hvessti þ. 22 og gerði stórrigningu og víða flóð á Suður- og Vesturlandi. í Kvígindisdal mældust nær 100 mm á 24 tímum og á Jaðri í Hrunamannahreppi 87 mm, en það er mesta sólarhrings- úrkoma þar síðan mælingar hófust 1956. Mánuðurinn í lieild var mjög hlýr og liagstæður hvað veður snerti og klaki í jörð lítill. Marz. Fyrstu 8 dagana var hlý suðaustan átt með talsverðri vætu á Suður- landi og Austfjörðum, en lítilli nyrðra. Aðfaranótt 10. hvessti af suðri, en gekk síðan í vestan storm. Létti þá til á austanverðu landinu, en éljagangur var vestan til. í þessu veðri urðu talsverðar skemmdir á hafnarmannvirkjum í Grindavík og Grímsey. Var svöl vestan átt næstu 3 daga, en lægði smám saman. Dagana 14.—18. var lengst af lilý og rök suðlæg átt á suðaustanverðu landinu, en norðaustan kaldi með dálítilli snjókomu og frosti norðvestan til. Þó var alls staðar vel hlýtt þann 16. og mikil rigning nema á Norður- og Norðausturlandi. Dagana 19.—23. var ntest vestan og norðvestan átt og kólnandi veður. Lægð fór austur yfir land þ. 26. og snjóaði talsvert, en í kjölfar lægðarinnar fyldi norðaust- an kaldi með vægu frosti og hélzt það veður út mánuðinn. Víða var nokkur föl á jörðu upp úr 18. og meiri þegar á leið. Mánuðurinn í lieild var þó talinn mjög snjóléttur og liagstæður bændum. Frost var mjög lítið í jörðu og sums staðar alls ekkert. Veturinn í heild, þ. e. s. mánuðirnir des,—marz, var með þeim beztu á öldinni. Meðalhiti vetrar í Reykjavík 1931—1960 var 0.2 stig, en riú 2.1 stig. Álíka hlýtt var 1932 og 1942, en 1929 3,3 stig. Hlýjastur var þó veturinn 1964 með 3.8 stiga meðalhita. VEÐRIÐ — 29

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.