Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 25

Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 25
Þetta ár varð kaldara en meðaltal áranna 1954—’63. Við jörð munaði 0.8 gráð- um, 0.5 í eins kílómetra hæð, en aðeins 0.3 gráðum í tveggja km hæð. 1 samræmi við þetta var, að hitinn við jörð var alla mánuðina kaldari en í meðallagi, nema í maí, þá var Iiann jafn því. í tveggja km hæð voru hins vegar fimm mánuðir hlýrri en í meðallagi. Hitarit ársins er fremur reglulegt að sjá, en hlutfallslega köldustu mánuðirnir voru janúar, nóvember og október. Einkennishitinn fyrir árið reyndist -t- 0.89. Það er sem vænta má í lægra lagi. Meðaltal tíu áranna 1954—63 var -r- 0.41. Hitasveiflan í 1000 metra hæð var 10.6 stig, en meðaltalið er 11.5 stig. Kaldast í þessari hæð var í janúar, — 6.2 stig, en hlýjast 4.4 stig í júlí. Hitafall með liæð var með minna móti, eða 5,36 stig á kílómetra að meðaltali í neðstu tveimur kilómetrunum. Venjulegast er, að liitafallið er mest næst jörðu, einkanlega á sumrin. Á veturna snýst þetta oft við, sérstaklega þegar stillur eru og snjór á jörðu. Á árunum 1954—'63 var meðal-kólnun með hæð 5.7 stig í neðsta kílómetranum, en 5,2 í þeim næsta. Sambærilegar tiilur árið 1971 voru 5.4 og 5.0. Hlákur voru með minna móti næst jörðu eða 238 gráðudögum færri en í meðallagi. I eins kílómetra liæð voru hlákurnar rétt við meðallag, en í tveggja km. hæð voru þar 22 gráðudögum fleiri en meðaltalið. Við jörð 500 m 1000 m 1500 m 2000 m Hlákur árið 1971. — Gráðudagár. .1 F M 32 55 77 24 29 39 2 10 12 2 4 1 1 A M J 114 196 257 46 105 170 13 31 106 2 4 67 1 1 40 J Á S 331 311 226 226 202 157 137 109 86 72 48 51 34 20 29 O N D 134 76 45 84 50 26 34 28 10 19 25 3 10 10 0 3. mynd. Árssveiflan 1971.

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.