Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 17

Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 17
neikvæð gildi sem raunhæf, enda ýmsar mælingar, svo sem á í'jölda sólskinsstunda og rakastigi hæpnari að vetrarlagi en á öðrum árstíma. Til gamans má geta þess, að á Norðurlöndum gefur líking Penmans nær undantekningalaust neikvæð gildi að vetrarlagi. Ástæða þess, að svo er ekki í sarna mæli hér er áreiðanlega, að nreðal- vindhraði er hér venjulega meiri en gerist á meginlandinu. Á 2. mynd eru sýnd ársgildi gnóttargufunar á landinu. Gildin liggja í aðal- atriðum milli 360 og 540 mm á ári. Tekið skal fram, að ekki er unnt að taka fullt mark á niðurstöðum fyrir Vestmannaeyjar. l>ar er vindhraði mjög mikill, mun meiri en annars má vænta á þeim slóðum, og einnig er vetrarhiti hár. Gnóttargufun reiknast þar því hærri en raunhæft er að nota, enda línur hafðar brotnar á kortinu næst Vestmannaeyjum. Á hinn bóginn skera Þórustaðir við Önundarfjörð sig nokkuð úr með lág gildi, líklega vegna óvenju lítils vind- hraða. Sýna þessi tvö dæmi, hversu staðbundin áhrif geta ráðið niðurstöðum, og er svo sjálfsagt víða um land, enda þótt strjálar veðurathuganir geri ekki kleift að sjá það. Við notkun er rétt að gera sér grein fyrir slíku. Kortiff sýnir, að hámarks- og lágmarkssvæði gnóttargufunar er að finna á svip- uðum slóðum og á geislunarkortinu á I. mynd. Hámarkssvæði er aðallega norðan Vatnajökuls, þar sem þurrviðrasamt er og geislun auk þess mikil. Annað hámarks- svæði er svo við suðvesturströndina. Lágmark er hins vegar á hálendinu vestan- verðu, þ. e. á Kjalsvæðinu. Kortið heldur þessum svip, enda þótt við útreikninga VEÐRIÐ -- 1 7

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.