Fréttablaðið - 04.12.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 04.12.2009, Síða 8
8 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR 1. Hve margir hafa tengst Face- book í fimm ára sögu vefjarins? 2. Hver er fulltrúi Íslands í stjórn Norræna fjárfestingar- bankans? 3. Hver er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í Iceland Express- deild karla í körfubolta? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 62 Brauðrist TT 61101 Tekur tvær venjulegar brauðsneiðar, 900 W. Jólaverð: 6.400 kr. stgr. Töfrasproti MSM 6B100 280 W. Hljóðlátur og þægilegur í notkun. Jólaverð: 4.100 kr. stgr. Skaftryksuga BBH MOVE2 Öflug, 14,4 V. Hleðslutæki, frístandandi eða fest á vegg. Jólaverð: 26.900 kr. stgr. Hárblásari PHD 1150 1200 W. Hægt að fella saman. Jólaverð: 4.290 kr. stgr. Stafrænn hitamælir Bosotherm flex Jólaverð: 1.490 kr. stgr. Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél WM 12A162DN Tekur 5 kg. 1200 sn./mín. Orkuflokkur A. Jólaverð: 109.900 kr. stgr. Uppþvottavél SE44E232SK Hvít, með fjórum kerfum. Jólaverð: 109.900 kr. stgr. 1 2 3 4 5 6 7 fyrir 1 2 3 4 5 6 7 A T A R N A REYKJAVÍK Hagrætt verður í rekstri Reykjavíkurborgar um 3,3 millj- arða króna á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun sem lögð var fram í gær. Meiri- og minni- hluti deildu hart um áætlunina; meirihlutinn sagðist standa vörð um velferð en minnihlutinn sakaði hann um að gleyma þeim fátækustu. „Samkvæmt því frumvarpi að fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010, sem ég mæli fyrir hér í dag, verða framlög til velferðar þjónustu ekki lækkuð. Við stöndum vörð um menntun og þjónustu við börnin í leikskólum og grunnskólum borg- arinnar og þjónusta frístundaheim- ila verður áfram tryggð. Gjaldskrár fyrir grunnþjónustu verða ekki hækkaðar, þar með talið leikskóla- gjöld, sem eru nú með þeim lægstu í landinu, og matargjöld í grunnskól- um og gjaldskrár frístundaheimila verða óbreytt.“ Þannig lýsti Hanna Birna Kristjáns dóttir borgar stjóri sýn meirihlutans á frumvarpið í ræðu í gær. Hún sagði gríðarlega mikilvægt að skattar yrðu ekki hækkaðir, slíkt mundi dýpka efnahagsvand- ann. Gert var ráð fyrir að hagræða þyrfti um 4,2 milljarða króna, en betri tekjuhorfur þýði að minni hagræðingar sé þörf. Ekki er gerð krafa um hagræðingu á velferðar- sviði, en mennta-, leikskóla- og íþrótta- og tómstundasvið þurfa öll að hagræða um fjögur prósent. Í stjórnsýslu og á öðrum sviðum sem snerta framkvæmdir, skipulag og umhverfismál, þarf að hagræða um níu prósent. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, segir að markmið aðgerðaáætlunar Reykjavíkurborgar um að standa vörð um störf og grunnþjónustu séu í uppnámi. Þá eigi eftir að útfæra ýmislegt, til dæmis niðurskurð í þjónustu og skólastarfi. Þá vekur Dagur athygli á því að skuldir A-hluta Reykjavíkurborgar hafi aukist um tíu milljarða, eða fimmtíu prósent, úr tuttugu í þrjá- tíu milljarða milli ára og nú stefni í halla á annan milljarð króna. Heild- arskuldir Reykjavíkurborgar, að meðtöldum borgarfyrirtækjum, aukist úr 310 milljörðum í 326 millj- arða. kolbeinn@frettabladid.is Milljarða hagræðing hjá Reykjavíkurborg Hagrætt verður í rekstri Reykjavíkur um 3,3 milljarða á næsta ári. Heildar- skuldir borgarinnar hafa aukist. Borgarstjóri segir mikilvægt að álögur séu ekki hækkaðar. Markmið um grunnþjónustu í uppnámi, segir borgarfulltrúi. DAGUR B. EGGERTSSON BORGARSTJÓRI Hanna Birna Kristjánsdóttir segir meirihlutann standa vörð um menntun og þjónustu við börn. Skattar verði ekki hækkaðir. Minnihlutinn gagnrýnir fjárhagsáætlunina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AUSTUR-KONGÓ Dauðadómur var staðfestur yfir tveimur norskum mönnum, Joshua French og Tjostolv Moland, í Austur-Kongó í gær. Annar mannanna, Moland, var fundinn sekur um morð á bílstjóra auk smygls, njósna og samsæris en French fyrir vitorð með Moland, vopnað rán, tilraun til manndráps og njósnir. Dómurinn fer fram á 500 millj- ónir dala í skaðabætur frá þeim og norska ríkinu. Dómarinn telur þá hafa stundað njósnir á vegum norska hersins í Austur-Kongó. Báðir eru fyrrverandi hermenn í úrvalssveit norska hersins og voru með skírteini frá norska hernum á sér þegar þeir voru handteknir. Samkvæmt norskum blöðum verða mennirnir ekki teknir af lífi þrátt fyrir dauða- dóm. Norskir málaliðar: Dæmdir til dauða í Kongó STJÓRNSÝSLA Mýflug mun annast rekstur flugvélar Flugstoða ohf. þótt samningur um reksturinn byggi á gölluðu útboði. Ríkis- kaup, sem sáu um útboðið, eiga þó að greiða Flugfélagi Vest- mannaeyja 250 þúsund króna kostnað vegna kæru félagsins. Kærunefnd útboðsmála segir grundvallaratriði við opinber innkaup að jafnræði bjóðenda sé tryggt. Mýflug hafi áður sinnt fluginu sem tilraunaverkefni fyrir Flugstoðir og eitt ákvæði útboðsins hafi verið sniðið að Mýflugi og raskað jafnræði bjóð- enda. Að öðru óbreyttu væri rétt að ógilda útboðið en þar sem gerður hafi verið bindandi samn- ingur sé kærunefnd ekki heimilt að fella útboðið úr gildi. - gar Rekstur flugvélar Flugstoða: Útboð stendur þótt ólöglegt sé FLUGVÉL FLUGSTOÐA Mýflug heldur gerðum samningi. Breytingar hjá OECD Ítalinn Pier Carlo Padoan hefur verið skipaður aðalhagfræðingur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hann er líka aðstoðarframkvæmda- stjóri OECD. Jorgen Elmeskov, starf- andi aðalhagfræðingur frá því í apríl, verður aðstoðaraðalhagfræðingur. EFNAHAGSMÁL VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.