Fréttablaðið - 04.12.2009, Side 10
4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
Farðu inn á ring.is og óskaðu
eftir að fá MMS með tilboðum
send í símann.
Ringjarar
þurfa ekki
skæri.
Við sendum
tilboð beint
í símann.
Tilboð dagsins:
Gleði 1
Gleði 2
MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út
Tilboð á m.ring.is – ekki klippa þennan miða út
Ringjarar fá 2.000 kr. afslátt af
gallabuxum í dag hjá Retro,
Deres, Sparkz eða Urban.
Ringjarar geta náð sér í lagið og
hringitóninn Thank You með Dikta
á farsvímavefnum m.ring.is í dag.
Gildir í dag föstudag
Gildir í dag föstudag
2.000 kr. afsláttur!
Tónlist fyrir 0kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
0
13
8
Tíska
Fersk tilboð
á ring.is í
hverri viku
Tónlist
Ferskir tónar
á m.ring.is í
hverri viku
Sala reksturs og
eigna þrotabús
Festar ehf.
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur verið falið af skiptastjóra
þrotabús Festar ehf. að sjá um sölu á rekstri og eignum þess.
Starfsemin felst í rekstri útgerðar og fiskvinnslu í Hafnarfirði sem
samanstendur af sex bátum, fiskvinnslu og aflaheimildum.
Söluferlið hefst formlega með auglýsingu þessari og er opið áhuga-
sömum fjárfestum. Markmið sölunnar er að hámarka virði reksturs og
eigna þrotabús Festar ehf.
Áhugasamir fjárfestar geta óskað eftir sölugögnum dagana 4. – 8.
desember 2009 með því að hafa samband við Fyrirtækja ráðgjöf
Landsbankans með tölvupósti á netfangið soluferli@landsbankinn.is.
Sölugögn verða afhent gegn undirritun trúnaðar yfirlýsingar.
Óskuldbindandi tilboðum skal skilað inn 10. desember 2009.
Stefnt er að því að ljúka sölu fyrir árslok 2009.
Nánari upplýsingar um söluferlið má finna á landsbankinn.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
0
13
1
LANDSBANKINN | landsbankinn.is | 410 4000
N
B
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n
),
k
t.
4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært fimm menn á tvítugs- og
þrítugsaldri fyrir að hafa reynt
að smygla til landsins nær fjór-
um kílóum af amfetamíni. Hinir
ákærðu eru Jóhann Páll Jóhannes-
son, Jón Sveinbjörn Jónsson, Logi
Már Hermannsson, Þorgrímur Kol-
beinsson og Þorsteinn Birgisson.
Fíkniefnin voru falin í máln-
ingarfötum og þeim komið fyrir í
pakka sem var póstlagður í Dan-
mörku 6. ágúst. Pakkinn var hald-
lagður af lögreglunni í Danmörku
11. sama mánaðar, fíkniefnin fjar-
lægð og gerviefnum komið fyrir
í staðinn. Pakkinn var sendur til
Íslands í kjölfarið. Fimmmenning-
arnir stóðu allir í þeirri trú að að
pakkinn innihéldi fíkniefni.
Logi er ákærður fyrir að hafa
skipulagt og fjármagnað inn-
flutning fíkniefnanna og að hafa
skipt verkum með hinum þremur.
Hann fékk Þorgrím til að fara til
Danmerkur, sækja fíkniefnin hjá
óþekktum manni, pakka þeim og
senda til Íslands gegn 300 þúsunda
króna greiðslu fyrir verkið. Þá fékk
Logi þá Jóhann Pál og Þorstein til
að taka á móti fíkni efnunum, opna
pakkann og geyma þau þar til þau
yrðu sótt.
Þorgrímur skipulagði innflutn-
ing fíkniefnanna ásamt Loga. Hann
fékk Jón Sveinbjörn til þess að
sækja pakkann í vöruhús Samskipa
að Kjalarvogi 7 til 15 í Reykjavík.
Jón Sveinbjörn fékk pakkann toll-
afgreiddan og flutti í rjóður við
Skarhólabraut í Mosfellsbæ, skildi
hann eftir þar, en kom svo aftur 9.
sama mánaðar ásamt Jóhanni Páli
og Þorsteini og vísaði þeim á pakk-
ann.
Þorsteinn sótti hann að Skarhóla-
braut ásamt Jóhanni Páli og Jóni
Sveinbirni og flutti hann í Rauðu-
mýri í Mosfellsbæ ásamt Jóhanni
Páli. Frá Rauðumýri flutti Jóhann
Páll svo pakkann heim til sín að
Flatahrauni 29 í Hafnarfirði þar
sem hann hugðist geyma fíkni-
efnin uns Logi tæki við þeim á ný.
Jóhann Páll var handtekinn af lög-
reglu þegar hann var að fjarlægja
efnin úr pakkanum.
Jón Sveinbjörn er jafnframt
ákærður fyrir vörslur amfetam-
íns sem lögreglumenn fundu við
húsleit.
Loks er Þorgrímur ákærður
fyrir að hafa haft í ófullnægjandi
geymslu haglabyssu af gerðinni
Benelli og riffil af gerðinni Nor-
inco 22 cal LR. Vopnin voru bæði
hlaðin og fundust á bak við komm-
óðu við húsleit lögreglu.
jss@frettabladid.is
SAMSKIP Pakki sem fimmmenningarnir töldu hafa að geyma tæp fjögur kíló af
amfetamíni var sóttur í vöruhús Samskipa.
Földu 4 kíló af gervi-
fíkniefnum í rjóðri
Fimm karlmenn, sem töldu sig vera að smygla fjórum kílóum af amfetamíni til
landsins, hafa verið ákærðir. Pakkinn með hinum meintu efnum var í tíðum
flutningum eftir að hann kom til landsins og var meðal annars falinn í rjóðri.