Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 04.12.2009, Qupperneq 12
12 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR BANDARÍKIN Bandaríski tónlistar- maðurinn Stevie Wonder hefur bæst í hóp friðarerindreka Sam- einuðu þjóð- anna. Stevie hefur verið blindur frá fæðingu og ætlar að beita sér sérstaklega í málefnum fatlaðra. „Nýjasti friðar boði okkar er dáður af milljónum manna og hefur gefið fólki mikið,“ er haft eftir Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóra SÞ. Stevie bætist í hóp tíu annarra friðarboða, sem hver um sig er þekktur á sínu sviði, hvort sem það eru listir, fræðimennska, íþróttir eða skemmtanaiðnaður- inn. - óká STEVIE WONDER Sameinuðu þjóðirnar: Stevie Wonder erindreki friðar GÆÐIR SÉR Á HUNANGI Sule heitir þessi simpansi og er hann átján mán- aða. Sule hefur nýlega verið komið fyrir í Taronga-dýragarðinum í Sydney í Ástralíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP STJÓRNSÝSLA Banna á ráðherrum og embættis- mönnum að segja ósatt, hagræða sannleikanum og hygla vinum, ættingjum og kunningjum. Þetta er meðal ábendinga sem bárust frá almenningi við tillögur að siðareglum fyrir ráðherra og starfsfólk stjórnarráðsins. Fjórtán sendu inn athugasemdir en frestur til þess rann út í nóvember. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðu- neytinu fögnuðu ýmsir því að siðareglur skyldu settar en einnig kom fram það sjónarmið að reglusetningin væri sýndarmennska og tímasó- un. Ábendingar komu fram um að drög að regl- unum væru í sumum tilfellum of almenn og var í þeim efnum til dæmis bent á orðanotkunina „persónuleg tengsl“ og „hagsmunaárekstrar.“ Ein tillagan var á þá leið að fært yrði í siða- reglurnar að ráðherrar mættu ekki halda dýrar veislur fyrir ríkisfé nema bjóða öllum almenn- ingi til veislunnar. Önnur kvað á um að skera bæri niður öll fríðindi ráðamanna og taka ætti fyrir að ráðherrar og starfsfólk stjórnarráðsins þæðu styrki sem ætlaðir væru námsmönnum, lista- eða fræðimönnum. Þá var gerð athuga- semd við að kaup á kynlífsþjónustu væru sögð brot á siðareglum því slík kaup væru væntan- lega lögbrot. Loks var kallað eftir því að skýr viðurlög væru við brotum á siðareglunum. Í starfshópi um siðareglur fyrir ráðherra og stjórnarráðsstarfsfólk sitja Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Halldóra Friðjónsdóttir, starfsmaður fjármálaráðuneyt- isins, og Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðu- neytinu áformar forsætis ráðherra að leggja fram á þingi á næstunni frumvarp til laga þar sem siðareglunum verður veitt lagastoð og kveðið á um eftirfylgni með þeim. - bþs Margvíslegar athugasemdir hafa borist við drögum að siðareglum fyrir ráðherra og starfsfólk stjórnarráðsins: Lagt verði blátt bann við ósannindum RÁÐHERRABEKKURINN Siðareglna fyrir ráðherra og starfsfólk stjórnarráðsins er að vænta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÆREYJAR Færeyski Þjóðveldis- flokkurinn hefur lagt fram frumvarp á Lögþinginu um að reglulegar greiðslur danskra stjórnvalda til Færeyinga verði lækkaðar og gerðar að engu árið 2014. Danski styrkurinn nemur nú 615,5 milljónum danskra á ári og ríkisstjórnin vill halda honum þannig. Þó hefur hún samið um að styrkurinn minnki eitthvað eftir árið 2010, svo Færeyjar geti ein- hvern tímann orðið sjálfbærar. Þjóðveldisflokkurinn gengur mun lengra og vill að styrkurinn lækki strax á næsta ári í 492,4 milljónir og svo stig af stigi. - kóþ Þjóðveldisflokkur Færeyja: Vill þurrka út stuðning Dana SAMGÖNGUR. Fjögur snjóflóð féllu á veginn við Sauðanes, milli Dal- víkur og Ólafsfjarðarganga, á mið- vikudag og í fyrrinótt. Eitt þeirra var sýnu stærst; krapaflóð sem féll snemma í gærmorgun og tók þá þrjár klukkustundir að opna veg- inn að nýju, að sögn Felix Jósafats- sonar, lögregluvarðstjóra á Dalvík. Engir bílar voru á ferð um veginn þegar flóðin féllu. „Það er ekkert grín ef það fara bílar með þessu fram af veginum,“ sagði Sveinn Brynjólfsson, hjá Veður stofu Íslands, við Frétta- blaðið. Hann sagði að í fyrravetur hefðu snjóflóð tuttugu sinnum lokað veginum á þessum stutta kafla við Sauðanes, þar sem vegur- inn liggur hæst milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Sveinn taldi síðdegis í gær ekki teljandi hættu á að snjóflóð mundu halda áfram að falla á veginn enda var spáð hlýrra og stilltara veðri. Snjóflóð féll einnig í Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, seint í fyrrakvöld og lokaði veginum þar um tíma. Eins féll spýja úr Súða- víkurhlíð. - pg Stórt krapaflóð lokaði veginum milli Dalvíkur og Ólafsvíkur: Fjögur flóð féllu á sama stað SAUÐANES Fjögur flóð féllu á sama vegarkafla á miðvikudag og fram á fimmtudagsmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.