Fréttablaðið - 04.12.2009, Page 13
FÖSTUDAGUR 4. desember 2009
Þjónustuverið er opið kl. 09:00 - 18:00 alla virka daga
og á laugardögum kl. 11:00 - 16:00.
444 7000
Þjónustuver
Arion banka
Hafðu samband
sími
Bestu vinir þínir eru bestu vinir þínir og Síminn elskar alla jafnt.
Í Sex vinir óháð kerfi hjá Símanum velurðu þér sex vini hjá
hvaða farsímafyrirtæki sem er og sendir þeim SMS eða
hringir í þá fyrir núll krónur.*
Skráðu þína sex vini á siminn.is, í næstu verslun Símans
eða í síma 800 7000.
Sex vinir alveg óháð kerfi
Sími
Netið
SjónvarpÞað er800 7000 • siminn.is
Hengjum
okkur ekki í
smáatriði!
Vinátta – alveg
óháð kerfi.
DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands hefur
þyngt dóm yfir kynferðisbrota-
manni, Þorsteini H. Jónssyni. Hér-
aðsdómur Reykjavíkur hafði áður
dæmt manninn í fimmtán mánaða
fangelsi en Hæstiréttur dæmdi
hann í tuttugu mánaða fangelsi.
Maðurinn var sakfelldur fyrir
brot gegn fjórtán ára stúlku. Hann
lét hana hafa við sig munnmök.
Í málinu kom fram að hann hefði
kynnst stúlkunni á netinu er hún
var fjórtán ára. Í spjalli við hana
þar hefði hann sagst vera rúmlega
tvítugur, en hann var þá 61 árs.
Var einnig litið til þess að maður-
inn hefði farið með stúlkuna heim
til sín þar sem hann framdi brot-
ið gegn henni þó að honum hlyti að
hafa verið fullljóst að auk ungs ald-
urs væri hún einnig greindarskert.
Maðurinn hafði borið því fyrir
sig fyrir dómi að sér hafi ekki
verið aldur stúlkunnar ljós þegar
athafnirnar áttu sér stað. Tveir
barna- og unglingageðlæknar lýstu
því báðir fyrir dómi að ekki hefði
átt að dyljast neinum sem við hana
ræddi að hún væri skert í þroska.
Jafnframt að sama gilti um aldur
hennar. Hæstiréttur dæmdi mann-
inn, auk fangelsisrefsingar, til að
greiða henni 700 þúsund krónur í
skaðabætur. - jss
HÆSTIRÉTTUR Þyngdi fangelsisdóminn
um fimm mánuði.
Hæstiréttur þyngdi dóm yfir kynferðisbrotamanni:
Braut gegn þroska-
heftu stúlkubarni
SJÁVARÚTVEGUR Framkvæmdum
við hina nýju fiskmjölsverksmiðju
HB Granda á Vopnafirði miðar
vel og eru þær á áætlun að sögn
Sveinbjörns Sigmundssonar verk-
smiðjustjóra. Þá er í ráði að í vik-
unni verði lokið við steypuvinnu
á gólfi mjölgeymslu sem verið er
að byggja á grunni hinnar gömlu
mjölskemmu fyrirtækisins.
Rúmlega fjörutíu manns, að
meðtöldum starfsmönnum fisk-
mjölsverksmiðjunnar, hafa unnið
við framkvæmdirnar á Vopnafirði
en auk byggingar nýju verksmiðj-
unnar og nýs mjölhúss hefur verið
unnið við að ganga frá í gamla
verksmiðjuhúsinu. Samkvæmt
áætlun á að vera hægt að gangsetja
fiskmjölsverksmiðju HB Granda í
lok janúar. - shá
Reisa fiskimjölsverksmiðju á Vopnafirði:
Vinnslan hefst í janúar
FRÁ VOPNAFIRÐI Vinnsla í nýrri verk-
smiðju hefst eftir áramótin.
MYND/HG GRANDI