Fréttablaðið - 04.12.2009, Síða 16
4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
JÓLAGJÖFIN FYRIR
VEIÐIMANNINN
REYKJAVÍK Borgarbúum hefur frá því
í fyrradag gefist kostur á að kjósa á
netinu um forgangsröðun fjármuna
til smærri nýframkvæmda og við-
haldsverkefna í hverfum borgarinn-
ar. Kosningin er í tengslum við fjár-
hagsætlun næsta árs og geta íbúar
einungis kosið um þróun mála í
sínum eigin hverfum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri greiddi fyrsta atkvæð-
ið á miðvikudag. Hún segir það hafa
verið sameiginlega ákvörðun borgar-
yfirvalda allt kjörtímabilið að leggja
aukna áherslu á aukið íbúalýðræði
og sé netkosningin mikilvægur liður
í því. Unnið hefur verið með íbúa-
samtökum í borginni ásamt Stofn-
un stjórnsýslufræða og stjórnmála
við stjórnmálafræðideild Háskóla
Íslands að verkefninu frá í haust.
„Með þessu viljum við auka áhrif
íbúa á nærumhverfi þeirra,“ segir
hún.
Kosningin stendur yfir á sama
tíma og umræða um fjárhagsáætlun
borgarinnar stendur yfir. Netkosn-
ingin er bindandi og verður borgar-
stjórn að lúta niðurstöðum hennar.
Lítið hefur farið fyrir kosning-
unni og vissu fáir af henni sem
Fréttablaðið ræddi við í gær. Borgar-
stjóri segir ekki hafa verið blásið til
auglýsingaherferðar til að kynna
kosninguna. Íbúasamtök séu upp-
lýst. Hún segir ekki útilokað að
kosning sem þessi verði endurtek-
in í framtíðinni. „Ég vona að þetta
verði fyrsta skrefið,“ segir hún.
jonab@frettabladid.is
BORGARSTJÓRI SKILAÐI ATKVÆÐINU Hanna Birna segir ekki útilokað að íbúa-
kosning sem nú stendur yfir verði endurtekin í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Einstök íbúakosn-
ing sem fáir vita af
Borgarbúar hafa frá því á miðvikudag getað kosið á netinu um forgangsröðun
smærri framkvæmda á vegum borgarinnar innan hverfa sinna á næsta fjár-
hagsári. Kosningin á engan sinn líka hér, segir prófessor í stjórnmálafræðum.
„Íbúakosningin er ein aðferð til að virkja íbúalýðræðið. Þarna getum við dregið
ýmsar ályktanir. En þetta er náttúrlega tilraun, bæði praktísk og áhugaverð,“
segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Gunnar Helgi bendir á að ýmsar útgáfur af íbúakosningum hafi verið prófaðar
í heiminum, svo sem þar sem íbúar hafi verið virkjaðir á fundum um borgarmál-
in. Hann kannast hins vegar ekki við neitt í líkingu við þá sem Reykjavíkurborg
hafi ýtt úr vör. „Þarna er kosið um raunverulega peninga. Ég þekki ekki nein
dæmi um slíkt,“ segir hann.
EINSTÖK AÐFERÐ
■ Þeir einir geta tekið þátt sem eru
16 ára og eldri.
■ Borgarbúar geta aðeins kosið um
forgangsröðun framkvæmda í
þeim hverfum sem þeir búa í.
■ Kosið er á milli þriggja verkefna-
flokka. Sá flokkur sem hlýtur flest
atkvæði í hverjum flokki verður
settur á fjárhagsáætlun næsta árs.
■ Þetta á einungis við um minni
framkvæmdir, viðhaldsverkefni og
nýframkvæmdir.
■ Kjósa má á slóðinni www.reykja-
vik.is/kjostu.
ÝMISLEGT UM KOSNINGUNA
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið
dæmdur í Héraðsdómi Reykjavík-
ur til þess að greiða eftirstöðvar
bifreiðarláns. Bifreiðina var hann
með á kaupleigu og fjármagnaði
með myntkörfuláni hjá SP-fjár-
mögnun árið 2007. Hann þarf að
greiða myntkörfulán sitt upp á 4,3
milljónir króna, en lánið var upp-
haflega 3,6 milljónir. Um prófmál
er að ræða.
Í dómnum segir að lántakand-
inn hafi vitað að um erlent lán hafi
verið að ræða. Er vitnað í samning
þess efnis að myntkörfulán væru
áhættusamari en önnur lán og að
lántakandi gerði sér fulla grein
fyrir því.
Í dómnum segir: „Gengisþróun
hefur orðið flestum Íslendingum
undanfarið ákaflega óhagfelld.
Á þeirri þróun getur SP-fjár-
mögnun hf. hins vegar ekki borið
ábyrgð. Þá er ósannað að SP-fjár-
mögnun hf. hafi með einhverjum
hætti nýtt sér hugsanlega fákunn-
áttu lántakanda um gjaldeyris-
mál eða stuðlað að því að honum
hafi hugsanlega verið gefnar
rangar eða villandi upplýsingar
um þau efni eða gengistryggingu
leigugreiðslu. Ekki eru því efni
til að víkja frá þeirri meginreglu
íslensks samningsréttar að samn-
ingar séu skuldbindandi fyrir aðila
þeirra.“ - jss
MYNTKARFAN Lánið sem um ræðir var
blandað, bæði í japönskum jenum og
svissneskum frönkum.
Þarf að greiða eftirstöðvar bifreiðar sem tekin var á kaupleigu 2007:
Dæmdur til greiðslu myntláns
HÖNNUN „Það er frábær viðurkenning fyrir okkur að
komast í þennan lokahóp,“ segir Steinþór Kári Kára-
son, arkitekt hjá stofunni Kurt & pí sem varð meðal
25 arkitektafyrirtækja sem náðu í úrslit alþjóðlegrar
samkeppni tímaritsins Architecture Review.
Að sögn Steinþórs bárust um 500 framlög í sam-
keppnina að þessu sinni. Keppnin miðast við arki-
tekta sem eru að koma fram á sjónarsviðið. Þátttak-
endur mega ekki vera eldri en 45 ára.
Kurt & pí sendi hönnun sína á byggingu Mennta-
skóla Borgarfjarðar í Borgarnesi sem lokið var við
að reisa í fyrrahaust. Fyrir þessa byggingu hlutu
þeir Steinþór og Ásmundur Hrafn Sturluson Menn-
ingarverðlaun DV fyrr á þessu ári.
Steinþór og Ásmundur voru í gær á heimleið til
Íslands. Meðferðis höfðu þeir viðurkenningu fyrir
að hafa komist í lokaúrslitin. Steinþór segir að þótt
þeir hafi ekki náð fyrstu verðlaunum sé árangurinn
mikilvægur. „Eftir því sem fleiri vita af okkur er
líklegra að við fáum fleiri verkefni,“ bendir hann á
spurður um áhrif viðurkenningarinnar.
Þeir sem hlutu fyrstu verðlaun að þessu sinni eru
frá Kína, Sviss og Mexíkó. Í fyrra voru fyrstu verð-
laun veitt til Spánar, Chile og Bangladess. - gar
Arkitektar að Menntaskóla Borgarfjarðar ná langt í alþjóðlegri samkeppni:
Íslensk byggingarlist í úrslitum
Í MENNTASKÓLA BORGARFJARÐAR Þessi glæsilega bygging í
Borgarnesi fleytti höfundunum í úrslit alþjóðlegrar samkeppni
virts arkitektatímarits.
M
YN
D
/KU
R
T&
PÍ