Fréttablaðið - 04.12.2009, Blaðsíða 26
26 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Í öldungadeild Bandaríkjaþings þarf þrjá fimmtu atkvæða til
að koma í veg fyrir málþóf. Á
seinustu árum er raunin reyndar
orðin sú að eiginlegu málþófi er
sjaldan beitt, hótunin ein dugar.
Mál eru einfaldlega ekki tekin
fyrir ef þau njóta ekki þessa
aukna meirihluta atkvæða.
Þannig er málþóf eiginlega orðið
lagatæknilegt þingskaparatriði.
Menn þurfa ekki í alvörunni að
fara upp í pontu og tala klukku-
stundum saman. Það að menn
segist ætla að tefja er látið duga.
Kannski væri það fyrirkomulag
að einhverju leyti þægilegra.
Þingmennirnir gætu þá sleppt
því að halda ræður um miðja
nótt fyrir syfjulegan þingforset-
ann, enginn starfsmaður þings-
ins þyrfti að slá þær inn og þing-
menn gætu fengið kvöldmatinn
sinn á réttum tíma.
Það er raunar fremur erfitt
að vorkenna þeim Steingrími og
Jóhönnu, sem seint geta talist
meistarar hins skarpa ræðu-
forms, fyrir að hafa nú fengið að
kenna á eigin meðölum. Stein-
grímur hefur á undanförnum
árum verið sá þingmaður sem
lengst hefur dvalið uppi í pontu.
Jóhanna setti sjálf glæsilegt
Íslandsmet í ræðulengd á
Alþingi þegar hún talaði í yfir
10 klukkutíma gegn hinu löngu
gleymda húsnæðisfrumvarpi
hins löngu gleymda félagsmála-
ráðherra, Páls Péturssonar. Nú
er búið að takmarka ræðutíma
þingmanna svo metið verður
vart slegið úr þessu, enda ólík-
legt að nokkur ríkisstjórn geri
það sjálfri sér að snúa þeirri
ákvörðun við.
Umrædd breyting hafði
raunar alls ekki þau tilætluðu
áhrif að gera málþófsvopnið
veikara, enda var samhliða
ákveðið að takmarka ekki lengur
þann fjölda ræða sem þingmaður
getur haldið um hvert mál.
Fræðileg efri mörk málþófs
voru því eitt sinn tengd þeirri
líffræðilegu staðreynd að allir
þurfa einhvern tímann að
sofa, en eru nú einungis háð
staðfestu minnihlutans. Með
síendurteknum ræðum og and-
svörum er í raun hægt að halda
umræðum áfram endalaust.
Í flestum öðrum löndum erum
þingfundir bæði færri, styttri
og hnitmiðaðri en hér á landi.
Undan málgleði íslenskra þing-
manna er ekki hægt að kvarta
en vitanlega kemur þetta niður
á störfum þingsins enda gefst þá
minni tími til að taka fyrir mál í
nefndum auk þess sem fjölmörg
athyglisverð frumvörp komast
aldrei á dagskrá þingsins. Út
frá lýðræðissjónarmiðum væri
mun heppilegra ef sem flest mál
væru tekin fyrir og afgreidd
af Alþingi, þeim yrði þá annað-
hvort vísað frá strax eða þau
felld eftir lok seinustu umræðu,
væri andstaða við þau á þinginu.
Fyrir nokkrum árum munaði til
dæmis minnstu að ágætt frum-
varp um sölu á bjór og léttvínum
í matvöruverslunum næði fram
að ganga en það var ekki tekið
til umræðu eftir málþófshótun
vinstri grænna. Hefði ekki verið
eðlilegra, og lýðræðislegra, að
láta reyna á hvort meirihluti
væri fyrir því meðal þingmanna
eður ei?
Manni segir raunar svo hugur
að í hvert skipti sem málþófs-
vopni sé beitt aukist líkur á því
að þingsköpum verði breytt á ný
og ræðutími takmarkaður enn
frekar. Sé litið til nágrannaríkja
okkar í Evrópu eru í flestum
tilfellum settar mun þrengri
skorður á það hve oft og hve
lengi þingmaður megi tala. Á
þýska sambandsþinginu má hver
þingmaður til að mynda tala í
korter en fulltrúar þingflokka
og flutningsmenn tillagna geta
talað þrefalt lengur. Þar, sem
á mörgum öðrum þingum, eru
ræður í þingsal hugsaðar sem
tækifæri fyrir þingmenn og
þingflokka til að lýsa skoðun
sinni á þing málum en ekki sem
hálfgildingsneitunarvald á til-
lögur sem þeim eru á móti skapi.
Á þessum mörg hundruð
manna þingum er að sjálfsögðu
nauðsynlegt að setja allt þing-
hald í fastar skorður svo minni
hópar þingmanna geti ekki tekið
þingstörfin í gíslingu. Þar er
því gengið út frá þeirri eðlilegu
grunnhugsun að þingsköpin eigi
að tryggja rétt minnihluta til að
koma skoðunum sínum á fram-
færi, en ekki að tryggja að þær
skoðanir verði ofan á. Hvað sem
mönnum fannst um fjölmiðla-
frumvarpið, frumvarp um
rekstrarfyrirkomulag RÚV, eða
önnur umdeild frumvörp, þá er
það nefnilega einfaldlega óeðli-
legt að Alþingi geti ekki afgreitt
umdeilt þingmál með eðlilegum
hætti, bara út af því að hluti
þingmanna sé alveg rosalega,
rosalega mikið á móti því.
Talþingi
PAWEL BARTOSZEK
Í DAG | Málþóf
S
íðustu daga hefur gætt efasemda um að allar upplýsingar
sem varða hrunið síðastliðið haust verði gerðar opinberar.
Virðist sem fólk haldi að mikilvægum upplýsingum verði
leynt, eytt eða aðgangur að þeim torveldaður með öllum
mögulegum hætti. Rangtúlkanir á frumvarpi forsætis-
nefndar Alþingis til breytinga á lögum um rannsókn á hruninu
er kveikjan að þeim efasemdum. Ekki er gott að segja hvort þær
rangtúlkanir hafa hlotist af misskilningi eða ásetningi. Hvort
sem er, eru rangtúlkanirnar kjánalegar vegna þess að frumvarpið
gerir ráð fyrir að lög um aðgang að upplýsingum verði rýmkuð
frá því sem nú er.
Rétt er að rifja upp hlutverk rannsóknarnefndar Alþingis um
hrunið. Hún á að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls
bankanna og tengdra atburða. Þá á hún að leggja mat á hvort um
mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga
og reglna um fjármálastarfsemi og eftirlit með henni, og hverjir
kunni að bera ábyrgð á því. Til að nefndin gæti rækt skyldur sínar
var nánast öllum lögum sem annars gilda um trúnað, þagnar-
skyldu, persónuvernd og gagnaförgun vikið til hliðar. Hún hefur
ótvíræðan rétt til að krefjast allra gagna og kalla alla til yfir-
heyrslna. Hún getur hlíft fólki við ákærum ef það hefur frum-
kvæði að því að upplýsa nefndina um mikilvæg mál. Þetta sýnir
að Alþingi var og er alvara. Nefndinni voru fengnar allar þessar
heimildir svo hún gæti leitað sannleikans um hrunið og upplýst
þjóðina um hvað raunverulega varð til þess að hér fór allt á hliðina.
Skýrslan verður opinberuð öllum – þingi og þjóð – samtímis.
Við störf sín hefur rannsóknarnefndin aflað ógrynni gagna
úr föllnu bönkunum. Innan um mikilvægar upplýsingar sem
með öðru varpa ljósi á aðdraganda hrunsins og skipta því máli
eru upplýsingar sem engu máli skipta. Upplýsingar um banka-
viðskipti venjulegs fólks. Ætlar einhver að halda því fram að
slíkar upp lýsingar eigi að vera aðgengilegar öllum? Til þess eru
engin rök.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem staðreyndir um rannsóknar-
nefndina eru rangtúlkaðar. Þegar hún óskaði eftir fresti til
að skila skýrslu sinni sáu einhverjir sér hag í að koma á kreik
kenningu um að frestinn ætti að nota til að fela upplýsingar.
Pappírstætararnir hefðu ekki undan. Tíminn sem nefndinni
var fenginn í upphafi reyndist einfaldlega of knappur miðað við
umfang verksins. Þó að vissulega sé slæmt að það tefjist hljótum
við á móti að fá betri skýrslu.
Í frumvarpi forsætisnefndar er líka fjallað um meðferð
Alþingis á skýrslunni. Níu manna þingnefnd á að fjalla um hana
og móta tillögur að viðbrögðum þingsins við niðurstöðunum.
Þetta hefur líka verið gagnrýnt. Að baki búa málefnaleg rök
öfugt við leynimakkskenningar. Það má draga í efa að rétt sé að
það fólk sem að líkindum er fjallað um í skýrslunni ákveði hvað
Alþingi eigi að gera við hana. Á hinn bóginn var það jú Alþingi
sem ákvað að málið skyldi rannsakað og setti alveg hreint ágæt
lög þar um.
Í öllu þessu er mikilvægt að halda því til haga að sérstakur
saksóknari um efnahagshrunið er að störfum. Hans verkefni er
að leita uppi glæpi sem kunna að hafa verið framdir og sækja
grunaða til saka. Alþingi hefur ekkert um störf hans að segja.
Efasemdir um rannsóknarnefndina um hrunið:
Engu leynt
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON SKRIFAR
Réttmæt gagnrýni í Magmatilboð
UMRÆÐAN
Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um
orkumál
Fólk sem situr í stjórnum fyrirtækja þarf að geta treyst því að það fái
nauðsynlegar og réttar upplýsingar við
ákvarðanatöku. Í REI-málinu fengu þeir
sem ákvarðanir áttu að taka villandi upp-
lýsingar. Ég tók þátt í því að fletta ofan af
þeim ósköpum m.a. í stýrihópi Svandísar
Svavarsdóttur og mun seint gleyma þeirri reynslu.
En meirihlutinn í Reykjavík virðist ekkert hafa
lært og heldur áfram að fegra upplýsingar og hafa
rangt við í OR.
Í Magma-málinu snerust deilurnar m.a. um virði
tilboðs Magma.
Meirihlutinn hélt því fram fullum fetum að virði
tilboðs Magma væri 6,31 á hlut, þetta gagnrýndum
við í minnihlutanum harðlega og töldum einsýnt
að virðið væri mun lægra enda 70% greiðslunnar
kúlulán til sjö ára á 1% vöxtum í formi skuldabréfs
sem Magma gefur út með veði í hinum seldu
bréfum.
Níu mánaða árshlutareikningur sem lagður
var fram í stjórn OR sl. föstudag, staðfestir að
þessi gagnrýni var rétt. Enda bókfært
virði þessa eignarhluta félagsins fært
niður þannig að það samsvari genginu 5,4.
Þannig er ljóst að stjórnarmenn í OR og
almenningur fengu rangar upplýsingar við
ákvarðanatöku í Magmamálinu.
Í skýringum með árshlutareikningnum
kemur einnig fram að gangi samningurinn
við Magma eftir komi einnig til afskriftir
upp á 2.272 milljónir vegna taps Orku-
veitunnar á viðskiptum með bréf Hafnar-
fjarðarbæjar í HS Orku. Þessu til viðbótar
var hlutur Orkuveitunnar í HS orku færður niður
um u.þ.b. 700 milljónir í sex mánaða uppgjöri OR.
Samkvæmt þessu er bókfært tap á viðskiptum með
bréf í HS Orku, gangi samningurinn eftir, um 4
milljarðar.
Þrátt fyrir þessa verulegu niðurfærslu sem er
þvert á fullyrðingar meirihlutans um virði tilboðs
Magma er ástæða til að ætla að niðurfærslan sé
of lág og virði Magmabréfsins sé enn lægra en
gengið er út frá. Hitt er ljóst að stjórnarmenn,
borgarfulltrúar minnihlutans og almenningur
fengu rangar upplýsing um virði tilboðsins og það
er óþolandi.
Höfundur er borgarfulltrúi.
SIGRÚN ELSA
SMÁRADÓTTIR
Ljótur leki
Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Hreyf-
ingarinnar, var ekki skemmt í gær. Þá
kom í ljós að stundataflan hennar var
horfin. Þeir sem til þekkja vita að vont
er að vera í óvissu um hvar á að mæta
í næsta tíma, en á þessari stunda-
töflu var að finna plan um hvenær
hún, og aðrir stjórnarandstæðingar,
ættu að standa í pontu og tala
gegn Icesave, hvenær þau
ættu að andmæla og þá
hverjum. Birgittu þótti
ósvífið að stundataflan
væri horfin; hún ætti að
geta treyst því að jafn
viðkvæmar upplýs-
ingar og málþófs-
taflan fengju
að vera í friði á
borðinu hennar.
Hún ætlar þó ekki að setja af stað
rannsókn á málinu, sá sem tók blaðið
viti upp á sig sökina.
Góður leki
Að allt öðru. Birgitta Jónsdóttir, þing-
maður Hreyfingarinnar, er ein þeirra
sem hafa fagnað komu aðstandenda
síðunnar WikiLeaks. Á fundi með
þeim í Friðarhúsi tjáði Birgitta aðdáun
sína á framtaki þeirra. Á síðunni eru
birtar upplýsingar sem ekki er ann-
ars staðar að finna, gögn sem aðrir
vilja halda leyndum og minnisblöð
sem sumir vilja ekki að aðrir sjái.
Fitulagið
Gísli Marteinn Baldursson
borgarfulltrúi er ánægður
með fjárhagsáætlun Reykja-
víkur fyrir næsta ár. Skyldi
engan undra, Gísli er jú í meirihlut-
anum sem stendur að áætluninni. Í
nýlegum pistli á heimasíðu sinni ber
hann saman stjórnvöld í Ráðhúsinu
annars vegar og Alþingishúsinu hins
vegar. Skemmst er frá því að segja
að þau síðarnefndu fá falleinkunn,
einkum fyrir meinta tregðu til að skera
niður ríkisútgjöld. Það finnst Gísla
ótækt því: „Þar hefur safnast saman
fita sem hægt er að skera burt.“
Þetta er óvenjulega hreinskilin
gagnrýni sjálfstæðismanns á
eigin flokk. Varla heldur Gísli
Marteinn að fitulagið hafi
safnast saman eftir hrun og því
er hressilegt að heyra hann
gagnrýna átján ára valdatíð
Sjálfstæðisflokkinn og
þenslu á ríkisgeiranum.
kolbeinn@frettabladid.is
Frábært tilboð
á ilmkertum
TI
LB
OÐ
Fullt verð 1.590 kr.
0 kr.
auk 800 punkta
x2
Ilmkerti í hæsta gæðaflokki sem brenna
vel og lengi. Ýmsar ilmtegundir í boði.