Fréttablaðið - 04.12.2009, Síða 31

Fréttablaðið - 04.12.2009, Síða 31
FÖSTUDAGUR 4. desember 2009 náði fram alls 72 undanþágum og fyrir vörum í aðildarsamning. Þar á meðal fengu Maltverjar undan- þágu í einu af grundvallaratrið- um Evrópu samvinnunnar – frelsi til fjárfestinga. Í aðildarsamn- ingi Möltu er ákvæði sem telst varanleg undanþága og felur í sér að aðrir ESB-borgarar verða að hafa verið búsettir á Möltu í a.m.k. fimm ár til að öðlast rétt til að eignast fleiri en eina fast- eign. Þessi undan þága sækir fyr- irmynd sína í undanþágu sem Danir hafa gagnvart fjárfest- ingum annarra ESB-borgara í dönskum sumarbústaðalöndum en ríkis borgarar annarra ESB-þjóða verða að sýna fram á fasta búsetu í Danmörku í a.m.k. fimm ár áður en þeir öðlast rétt til kaupa á sumarbústaðalandi. Sjávarútvegur Annað dæmi um sérákvæði sem Maltverjar náðu fram í aðildar- samning snýr að sjávarútvegs- málum. Malta hefur haft nokkra sérstöðu í sjávarútvegi sem helg- ast af því að snemma á áttunda áratugnum lýsti Malta yfir 25 mílna efnahagslögsögu en erfið- lega hefur gengið að fá lögsöguna viðurkennda á alþjóðavettvangi. Þrátt fyrir það hefur Maltverj- um að mestu tekist að stjórna fiskveiðum innan lögsögunnar en þeim hefur þó ekki tekist með öllu að útiloka sókn erlendra fiskiskipa í stofna innan hennar. Helgast það aðallega af því að flestir stofnar sem fyrirfinnast í lögsögu Malt- verja eru deilistofnar sem þeir deila með Miðjarðarhafsríkjum ESB og Norður-Afríku. Eins og fram hefur komið falla fiskimið utan 12 sjómílna alla jafna undir sameiginlega sjávar- útvegsstefnu ESB. Í samninga- viðræðunum fóru Maltverjar hins vegar fram á að halda 25 mílna lög- sögu. Til að samræma sjónarmið Maltverja að sjávar útvegsstefnu ESB var farin sú leið að veiðar á hafsvæðinu umhverfis Möltu innan 25 mílna takmarkast við skip undir 12 metrum að lengd, en uppistaðan af fiskveiðiflota Maltverja er undir þeim lengdarmörkum. Ljóst er að þetta fyrirkomulag tryggir maltneskum sjómönnum einum aðgang að hefðbundnum heima- miðum þeirra einfaldlega vegna þess að það er alsendis óraunhæft að sækja á miðin úti fyrir strönd- um Möltu frá höfnum nágranna- ríkjanna á 12 metra bátsskeljum. Sjávar útvegshagsmunir Malt- verja voru með þessu varðir með 25 mílna verndarsvæði þar sem einungis eru leyfðar strandveiðar á fleytum undir 12 metrum. Hér er því um skýra undanþágu að ræða og sérákvæði innan sjávarútvegs- stefnu ESB. Samantekt Aðildarsamningur Maltverja og Norðmanna getur einungis gefið okkur óljósa mynd af því sem Íslendingar gætu hugsan- lega upplifað í aðildarviðræð- um. Sjávarútvegur Maltverja er í mýflugumynd í samanburði við íslenskan sjávarútveg og efna- hagslegt mikilvægi sjávarútvegs og landfræðilegar aðstæður Norð- manna eru ólíkar því sem hér ger- ist. Þjóð með ríkjandi hagsmuni í sjávarútvegi hefur aldrei sótt um aðild að ESB og því má segja að það hafi aldrei reynt á þennan málaflokk fyrir alvöru í aðildar- viðræðum. Reynsla Maltverja og Norðmanna af aðildarviðræðum getur þó varpað ákveðnu ljósi á hugsanlega stöðu okkar og hún segir okkur að ávallt er reynt að finna lausnir og leiðir til koma til móts við sérþarfir umsóknarríkis. Í næstu grein verður lagt mat á stöðu Íslands á sviði sjávarútvegs í aðildarviðræðum. Höfundur er stjórnmálafræð- ingur og vélstjóri á Sólbaki EA- 1. Greinin byggir á rannsókn höfundar sem birtist í bókinni Gert út frá Brussel? árið 2002. Jafnframt er stuðst við grein höf- undar „Hvalreki eða skipbrot“ sem birtist í bókinni Ný staða Íslands í utanríkismálum frá 2007. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • Icelandair er í fyrsta sæti meðal evrópskra flugfélaga það sem af er árinu 2009 fyrir stundvísi á flugleiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna. • Í september var Icelandair í fyrsta sæti þegar skoðuð var stundvísi flugfélaga sem fljúga á stuttum og meðallöngum flugleiðum innan Evrópu. • Icelandair hefur á þessu ári verið í fyrsta sæti þegar litið er til áreiðanleika flugfélaga í Evrópusambandi flugfélaga, þ.e. Icelandair hefur aflýst flugi sjaldnar en allir aðrir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.