Fréttablaðið - 04.12.2009, Blaðsíða 33
Rithöfundurinn, myndlistar-
maðurinn og listgagnrýnand-
inn Ragna Sigurðardóttir komst
yfir dönsku uppskriftabókina
„Et ordentligt bröd“ á flóamark-
aði í Danmörku þar sem hún bjó
um nokkurra ára skeið. „Hún er
full af gömlum og góðum brauð-
uppskriftum og þar á meðal er
bolluuppskrift sem hefur notið
sérstakra vinsælda á mínu heim-
ili. Hún er dregin fram við öll
möguleg tækifæri og passar vel
hvort sem er með súpunni eða á
kaffihlaðborðið.“
Í bollunum, sem Ragna segir
sérlega mjúkar, er meðal annars
mjólk, smjör og ostur og segir hún
hreinlega drjúpa af þeim.
Ragna á fleiri gersemar sem
hafa verið keyptar á dönskum
flóamörkuðum en þaðan er meðal
annars skenkurinn sem hún situr
við. „Í Glostrup, þar sem við fjöl-
skyldan bjuggum, var alltaf hald-
inn flóamarkaður fyrsta sunnu-
dag í mánuði og einn daginn fór
eiginmaður minn, Hilmar Örn
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR býður gestum að
ganga með sér um sýninguna Steinunn á Kjarvalsstöðum
á morgun klukkan 14. Hún ræðir feril sinn, efnistök og ráð-
andi áhrifavalda í hönnun sinni. Aðgangur er ókeypis og
öllum opinn. www.listasafnreykjavikur.is
Bollur sem drýpur af
Ragna Sigurðardóttir átti góð ár í Danmörku undir lok síðustu aldar og þaðan á hún ýmsa muni sem eru
henni kærir. Þar á meðal er uppskriftabók sem hefur að geyma sívinsæla bolluuppskrift.
1 pakki þurrger
3 dl mjólk
100 g smjör
2 tsk. salt
1 msk. óreganó
75 g rifinn ostur (sterkur
er betri)
5-600 g hveiti og
heilhveiti, eða spelt, eftir
smekk
1 egg til að pensla með
Hellið mjólkinni yfir
bráðið smjör í potti og
hitið vel volgt. Hellið í
skál og blandið gerinu
vel saman við. Hrærið
salti, óreganó og
rifnum osti út í. Setjið
hveitið saman við, fyrst
með sleif og síðan
smátt og smátt þar
til hægt er að hnoða
deigið og það sleppir
skálinni. Setjið visku-
stykki eða álpappír yfir
skálina sem á að vera
vel rúm. Látið hefast
á hlýjum stað í um
klukkutíma. Búið til um
20 bollur og setjið á
plötur. Hefið aftur svo-
litla stund. Penslið með
eggi og bakið við 220
gráður í 12-15 mínútur.
Bollurnar passa vel
með öllum súpum og
salötum og eru upp-
lagðar í nestisbox.
DÁSAMLEGAR DANSKAR BOLLUR
um það bil 20 stk.
Ragna segir bollurnar bakaðar við öll möguleg tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hilmarsson, tónskáld og allsherjar-
goði, út í bakarí en kom heim með
skenk. Á þessum sama markaði
keyptum við síðan sparistellið og
kaffibollana og varðveitum við
minninguna um þau góðu ár sem
við áttum í Danmörku í þessum
gömlu munum matarhefðum.“
Ragna gaf út bókina Hið full-
komna landslag fyrir skemmstu.
Bókin er hennar fjórða skáldsaga
en áður hafa bækurnar Borg,
Skot og Strengir komið út. „Hið
fullkomna landslag fjallar ekki
um listaverk heldur um persón-
urnar á bak við þau. Persónur sem
skapa list, sýna list, kaupa list – og
falsa list. Hún fjallar um mann-
lega þáttinn og það sem gerist á
bak við tjöldin.“ vera@frettabladid.is
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Snitzel
samloka
Kaffi tería Perlunnar á 4. hæð
Snitzel samloka með súrsuðum rauðlauk,
fersku káli og piparrótarsósu
Jólahlaðborð Perlunnar hefst 19. nóvember
Tilboð mán.-þri. 6.890 kr. — Verð: 7.890 kr.
Villibráðarhlaðborðinu lýkur 18. nóvember
Tilboð mán.-þri. 7.290 kr. — Verð: 8.290 kr.
Aðeins
790 kr.