Fréttablaðið - 04.12.2009, Page 36

Fréttablaðið - 04.12.2009, Page 36
2 föstudagur 4. desember S tefán Svan Aðalheiðarson, starfsmaður í GK Reykja- vík, spurði hvort ég vildi vera með í að skreyta verslunina fyrir jólin. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek svona verkefni að mér en mér fannst það mjög gaman og er ánægð með útkomuna,“ segir Oddný Magnea Arnbjörnsdóttir vöruhönnuður en handsaumaðir bangsar og dúkkur úr hennar smiðju prýða nú glugga verslunar- innar GK Reykjavík. Oddný Magnea segir jóla- skreytinguna ekki hefð- bundna í þeim skilningi en þó sé yfir henni einhver krúttlegur jólaandi. „Þegar ég horfi á skreytinguna þá finnst mér hún svolítið barnslega jóla- leg.“ Oddný Magnea segir bangs- ana hafa orðið til eftir pöntun frá yngri dóttur sinni, en áður hafði hún verið að hanna svokallaðar mömmudúkkur. „Yngri dóttir mín bað mig um að gera handa sér bangsa og ekki gat maður sagt nei við því,“ segir hún og hlær. Þessa dagana vinnur Oddný Magnea hörðum höndum að því að sauma nýja bangsa og dúkkur fyrir væntanlegan Pop Up jóla- markað sem haldinn verður 12. desember. „Flestir bangsarnir sem ég átti til fóru í gluggann á GK Reykjavík þannig að núna er ég að sauma nýjan lager fyrir jólamarkað sem ég tek þátt í. Mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að enda á þessari braut þegar ég út- skrifaðist, en þetta er skemmti- leg þróun,“ segir Oddný Magnea en hún hefur einnig vakið mikla athygli fyrir nýstárlegt konfekt. Þar eru á ferðinni litlar barnatær úr súkkulaði. - sm núna ✽ nýtt og spennandi þetta HELST Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnars- dóttir Ritstjórn Anna M.Björnsson Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridur- dagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Undanfarna mánuði hafa svokallaðar Pop-Up versl-anir notið mikilla vinsælda. Margir íslenskir hönn- uðir hafa selt hönnun sína í þessum verslunum en þær eru starfræktar í aðeins stuttan tíma í senn. Nú geta íbúar höfuðborgar norðursins tekið gleði sína því í dag verður opnuð Pop-Up verslun á Akureyri með virkilega flottum vetrarfötum. Um er að ræða hönnun frá Ein- veru, Nakta apanum og Birnu en þar verður að finna flotta boli, kjóla, hlýja angórukjóla, glæsileg partídress og svalt skótau. Opnunarteiti verður í dag milli klukk- an 16 og 19 en búðin verður starfrækt þar til 9. janúar. Það er því engin hætta á því að einhver fari í jólakött- inn fyrir norðan. - amb Einvera, Birna Design og Nakti apinn: Pop-Up verslun á Akureyri GUINNESS erfinginn og tísku- drottningin Daphne Guinness mætir til teitis í New York klædd í nýjustu hönnun Alexanders McQueen. augnablikið Vöruhönnuður kemur með jólaandann í GK: BARNSLEGUR JÓLAANDI Yngri dóttir mín bað mig um að gera handa sér bangsa og ekki gat maður sagt nei við því. Barnslega jólalegt Oddný Magnea Arnbjörnsdóttir skreytti glugga GK Reykjavík með fallegum böngsum. FR É TT A B LA Ð IÐ /V IL H E LM Flott hönnun Þessi fjaðurkragi er frá Einveru. ELÍSABET ALMA SVENDSEN STÍLISTI Á föstudaginn ætla ég að kíkja á opnun í Crymo galleríi og fara á tónleika á Kaffibarnum þar sem vinir mínir verða að spila. Á laugardaginn er ég að vinna í Rokki og rósum. Um kvöldið ætlum við í vinnunni að hittast og drekka jólaglögg og borða sushi saman. Menningar- og afþreyingarmiðillinn Miðjan virðist fara vel í fólk ef marka má fyrstu vikuna í lífi hans. „Við erum kampakát með viðbrögðin. Þetta hefur verið nett brjálæði en bara gaman,“ segir Bryndís. Áhugablaðamenn geta sent Miðj- unni greinar til birtingar. „Við birtum ekki hvað sem er, en ef efnið er vandað og fellur að umfjöllunarefni Miðjunnar, þá birtum við það.“ Fjöldi landskunnra einstaklinga heldur úti bloggi á vefnum. Þar á meðal drottning matargerðarlistar- innar, Nanna Rögnvaldardóttir, og Árni í FM Belfast, sem jafnframt er einn eig- enda Miðjunnar. Í dag bætist svo í hóp Miðjubloggara einn vinsælasti matar- bloggari landsins, Ragnar Freyr Ingvars- son. - hhs Kampakát með viðbrögðin Berjast fyrir Ben Hópur listamanna hyggst skipu- leggja tónleika til að mótmæla synj- un á ótímabundnu dvalarleyfi tón- listarmannsins Bens Frost. Synjun- in hefur farið fyrir brjóstið á vinum hans og velgjörðarmönnum, enda á hann hér konu og barn og á sér fastan sess í íslensku tónlistar- lífi. Eins og gildir um flest önnur hitamál í dag fer baráttan fram á Facebook. Á meðal þeirra sem hafa rætt um mótmæla tónleikana eru Árni Einarsson hjá Herra Örlygi, söngkonan Vera Sölvadóttir, mynd- listarmaðurinn Davíð Örn Halldórs- son, Gylfi Blöndal, gítarleikari í Kimono, og Eldar Ástþórsson, kynningar fulltrúi Gogo- yoko. Allt blóðugt í Crymo Myndlistarkonan Sólveig Pálsdóttir heldur sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Crymogeu í kvöld. Sólveig vakti mikla athygli fyrir altaristöflur sínar á útskriftarsýningu LHÍ síðast- liðið vor og hún opnaði svo Gall- erí Crymogeu á Laugavegi í sumar ásamt nokkrum samnemendum sínum. Sýning Sólveigar nefnist Þetta er blóðugt og stendur yfir til 11. desember. Á efri hæð gall- erísins verður svo myndlistar- maðurinn Sigurður Atli með sýningu sem kallast Værð og veggjakrot. Á opnuninni spila Johnny Stronghands og Elín Ey og hefst hún klukkan 20.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.