Fréttablaðið - 04.12.2009, Side 40
6 föstudagur 4. desember
núna
✽ heimili og hönnun
Skömmu eftir að franski fata-hönnuðurinn Yves Saint
Laurent lést ákvað sambýlismað-
ur hans til fimmtíu ára, Pierre
Bergé, að selja hið stórfenglega
listasafn og innbú sem þeir áttu
saman. Uppboðshaldarinn Christ-
ie‘s í London hefur nú haldið þrjú
uppboð á hlutum úr innbúinu og
það síðasta var haldið nú í nóv-
ember. „Ég vildi setja lokapunkt á
þetta,“ sagði Bergé sem hélt ein-
ungis eftir tveimur hlutum: Mál-
verki af Saint-Laurent eftir Andy
Warhol og styttu af fugli frá Afr-
íku sem var það fyrsta sem þeir
keyptu saman. Innbúið er eins
konar minnisvarði um fransk-
an smekk og inniheldur meðal
annars fræg art déco-húsgögn,
frönsk 18. aldar húsgögn og verk
eftir Picasso og Miró. Ágóðanum
af allri sölu af safninu er skipt til
helminga, annars vegar til The
Pierre Bergé-Yves Saint-Laurent
Foundation sem er helguð því að
vernda sköpunarverk hönnuðar-
ins og hins vegar til góðgerða-
samtaka sem Bergé hefur stofnað
til þess að styðja við rannsóknir
á eyðni. - amb
Þ órunn Högnadóttur, förðunar-meistari og útlitshönnuð-
ur, er á heimavelli í nýjum sjón-
varpsþætti sem hún stjórnar og
heitir Heim og saman. Hann er
sýndur á miðvikudögum kl. 20.30
á sjónvarpsstöðinni ÍNN. „Ég ætla
að leggja áherslu á hversu mikið
er hægt að gera fyrir lítið fé. Flest
fólk hefur minna milli handanna
nú í kreppunni en áður en lang-
ar engu að síður að lífga upp á
heimili sitt. Þá þarf oft að beita
útsjónarsemi.
Í þáttunum mun ég sýna hvern-
ig breyta megi heildarmynd heim-
ilis og einstakra rýma ásamt hús-
gögnum með litlum tilkostnaði. Ég
fæ fagfólk til mín sem gefur góð
ráð sem og stílista.“
Þórunn segir að þátturinn verði
því mjög fjölbreyttur. „Ég held að
það sé þörf á þætti sem þessum,
þar sem lögð er áhersla á útsjón-
arsemi og að gefa hlutunum nýtt
líf í stað þess að kaupa allt nýtt.
Það eru vissulega enn Íslending-
ar sem hafa efni á því síðarnefnda
og það er smekksatriði hvað fólk
vill gera. En verðmætamat fólks
hefur breyst í kreppunni,“ segir út-
litshönnuðurinn sem hefur langa
reynslu í þessum geira enda var
hún í fimm ár einn af stjórnend-
um lífsstílsþáttarins Innlit/Útlit á
Skjá einum. „Í þættinum legg ég þó
frekar upp úr því að nýta það sem
til er og gera það fallegra. Það vill
svo oft til að eigendunum þykir
oft vænna um þá hluti sem þeir
hafa lagt hönd á plóg við að gera
upp eða breyta og líta þá öðrum
augum en hina nýju. Það er eins og
það myndist einhver tilfinninga-
tengsl,“ segir Þórunn og er þotin í
ný útlitshönnunarverkefni.
Þórunn Högna með nýjan sjónvarpsþátt á ÍNN:
ÚTSJÓNARSEMI KEMUR
HEIM OG SAMAN
Útsjónarsöm Þórunn Högna er byrjuð með nýjan sjónvarpsþátt á ÍNN þar sem áherslan er lögð á nýtni og útsjónarsemi.
Íbúð Saint Laurents Hér sést inn í stofuna en þar hangir meðal annars verk eftir
Miró. NORDICPHOTOS/AFP
Uppboð á munum Yves Saint Laurent rakar inn milljónum
INNBÚ MEISTARANS
Frá Clinique eru komnar spennandi nýjungar sem vert er að prófa. Annars vegar er Even better-andlitskremið, en það er gætt þeim
eiginleikum að jafna húðlitinn. Kremið er létt,
rakagefandi og inniheldur sólvörn SPF 20. Krem-
ið dregur úr dökkum blettum og örum og kemur í
veg fyrir myndun nýrra bletta og litamisfella.
Hins vegar er handáburðurinn Deep comfort hand
& cuticle cream. Handkremið veitir langvarandi
raka og hjálpar til við að bæta ástand húðar og
nagla. Til að ná sem bestum árangri er gott að bera
kremið á fyrir nóttina, en kremið er tilvalið í ferða-
lagið eða til að hafa í veskinu til daglegrar notkunar.
Nærandi krem fyrir
andlit og hendur
FRUMLEGT JÓLAKERTI Þessi fallegi og stæði-
legi geirfugl er næstum því of mikið listaverk til þess að
kveikja nokkurn tímann í honum. Æðisleg jólagjöf fyrir
fagurkera. Fæst á Landnámssýningunni, Aðalstræti.
FR
É
TT
A
B
LA
Ð
IÐ
/V
A
LL
I