Fréttablaðið - 04.12.2009, Side 42
8 föstudagur 4. desember
Skólínan kron by
kronkron hefur slegið í
gegn um allan heim og
er nú fáanleg í meira
en þrjátíu löndum.
Hönnuðir línunnar eru
kærustuparið Hugrún
Dögg Árnadóttir og
Magni Þorsteins-
son sem bera þónokkra
ábyrgð á tískumótun
landans undanfarinn
áratug.
Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir
Ljósmyndir: Valgarður Gíslason
H
ugrún og Magni
e r u ný b ú i n a ð
skila af sér fimmtu
skólínunni, fyrir
veturinn 2010. Um
45 pör eru í hverri línu, sem þýðir
að þau hafa hannað í kringum tvö
hundruð gullfalleg litrík skópör
sem fá ótrúlegustu konur til að
velta því fyrir sér hvenær næsta
Visa-tímabil hefjist. Eru miklar
breytingar á milli lína eða halda
þau sömu stefnu?
„Við höldum okkar karakter en
verðum kannski svolítið fjölbreytt-
ari,“ segir Magni. „Eftir mikinn um-
hugsunartíma ákváðum við að
halda bara okkar striki, enda hefur
þetta gengið svo vel hjá okkur. Við
látum það bara koma næst sem
okkur finnst vera rétt. Ein helsta
breytingin er að við verðum með
meira af lægri hælum en hingað til
og það kemur strax í sumarlínunni
2010.“
TÍSKUBLOGGIÐ VIRKAR
Vinsældum kron by kronkron er
ekki síst að þakka tískubloggurum
um allar trissur, sem margir hverjir
hafa farið fögrum orðum um hönn-
un þeirra Hugrúnar og Magna. Ein
þeirra er Susanna Lau, sem heldur
úti tískublogginu Style Bubble og
er eitt mest lesna blogg af því tagi
í heimi. „Netmiðillinn er rosalega
sterkur og er að gera góða hluti
fyrir okkur. Hlutirnir gerast hrað-
ast þar,“ segir Magni og Hugrún
tekur undir það. „Við höfum verið
í ótrúlega mörgum viðtölum úti,“
segir hún. „Bæði í tískublöðum en
líka á mörgum netsíðum tengdum
tískum. Í nokkrar vikur var það
bara eitt viðtal á dag. Þetta er búið
að vera mjög sérstakt.“
SNIÐ Í HAUS
Skór voru svo sem ekki ókunnugir
þeim Hugrúnu og Magna áður en
þau fóru út í að hanna þá sjálf. Þau
hafa rekið skóverslunina Kron í níu
ár og reka jafnframt tískuverslun-
ina Kronkron. Hugrún segir það
hafa verið eðlilegt framhald fyrir
þau að fara út í að hanna skó sjálf.
„Ég hef alltaf verið mikil skómann-
eskja, alveg frá því ég var lítil. Við
byrjuðum í skóm og mitt passjón
er í skóm. Þannig að þetta var bara
tímaspursmál fyrir okkur,“ segir
hún.
Hugrún lærði fatahönnun í
París en Magni er hins vegar hár-
greiðslumaður og vinnur sem slík-
ur tvo daga vikunnar hjá Rauð-
hettu og úlfinum. Hallar ekkert á
hann í hönnunarsamkeppninni
þeirra á milli?
„Nei, nei, það er nefnilega svipuð
hugsun á bak við þetta. Við erum
að búa til snið í haus alla daga.
Þannig að það var ekkert mjög
flókið fyrir mig að fara út í þetta,“
segir Magni. Hugrún segir að sér
finnist það vanmetið starf að vera
hárgreiðslumaður. „Þú færð bara
einn haus og á tuttugu mínútum
áttu að vera búinn að lesa hausinn.
Svo þarftu að gera margskipt snið í
þennan eina haus og manneskjan
á að bera það næstu þrjá mánuð-
ina. Og þetta áttu að gera á tveimur
tímum! Þannig að það er mikil
þjálfun í huga Magna sem kemur
að góðum notun í hönnuninni.“
Gott dæmi um hversu liðtæk-
ur Magni er með sníðaskærin er
jólagjöf hans til Hugrúnar á þeirra
öðrum jólum saman. „Hann gaf
mér fullkomlega gerð nærföt,
brjóstahaldara með spöngum og
allan pakkann. Maðurinn hafði
aldrei snert saumavél áður en bjó
þetta til handa mér fyrir jólin!“
segir Hugrún og dáist að sínum
manni.
ENGIN SAMKEPPNI
Af því að dæma hvernig þau Hug-
rún og Magni tala saman virðist
satt best að segja ekki um mikla
samkeppni þeirra á milli að ræða,
heldur samvinnu í mesta bróð-
erni. Sem er kannski eins gott,
þar sem þau vinna saman flesta
daga og á kvöldin líka. „Við sitjum
yfirleitt hérna hvort sínu megin
við eldhúsborðið og teiknum,“
lýsir Magni. „Við byrjum yfirleitt í
hvort í sínu lagi en förum svo að
krassa ofan í hjá hvort öðru þegar
á líður. Hausarnir á okkur fúnkera
vel saman.“ Hugrún kinkar kolli
og heldur áfram. „Við erum ótrú-
lega samtaka í öllu. Kannski af
því að við erum búin að vera með
Kron í níu ár, við erum orðin vön
því að vera samstillt og vita hvað
við viljum. Stundum höfum við til
dæmis kannski val um þúsund liti.
Ef okkur yrði stillt upp bak í bak
og látin velja hvort fyrir sig mynd-
um við líklega velja sama litinn.
Við erum mjög samstiga og það er
alveg frábært.“
BLINT STEFNUMÓT
„Við byrjuðum eiginlega að vinna
saman um leið og við byrjuðum
saman,“ svarar Magni þegar þau
eru spurð hversu lengi þau hafa
verið að vinna saman. Hugrún
heldur sögunni áfram: „Við fórum
á blint stefnumót á laugardags-
kvöldi. Það var mjög skemmtilegt
en mér fannst hann samt svolítið
fullorðinn fyrir mig. En svo rakst
ég á hann á Vegamótum í hádeg-
inu á mánudeginum, gekk upp að
honum á kyssti hann …“
“… og svo flutti hún inn um
kvöldið,“ segir Magni. „Og þrem-
ur mánuðum síðar byrjuðum við
með Kron.“
Þau segja það ákveðna kúnst að
vinna svona mikið saman. Álagið sé
alltaf mikið og alltaf hundrað verk-
efni fram undan sem þau þyrftu að
hella sér í frekar en að slaka á. Þau
nái hins vegar vel að njóta lífsins á
milli stríða og skemmti sér alltaf
vel saman í vinnunni. Nema þegar
kemur að einhvers konar iðnaðar-
mannavinnu, sem búðareigend-
ur þurfa oft að taka að sér. „Það er
einhvern veginn ekki okkar stund,“
segir Hugrún. „En við björgum því
þannig að við ákveðum allt saman.
En svo skiljast leiðir og við byrjum
sitt á hvorum endanum.“
LITRÍKIR PERSÓNULEIKAR
Skórnir frá kron by kronkron eru
til í öllum regnbogans litum og oft
er sama parið samsett úr tveimur
eða þremur litum. Þrátt fyrir lita-
dýrðina eru þeir mjög klassískir og
sóma sér vel á dömulegustu fótum.
„Okkar karakter er svona,“ segir
Magni. „Við höfum bæði ofboðslega
gaman af litum og áferð og viljum
hafa svolítið gaman af þessu.“ Á
sama tíma er þeim umhugað um
að hönnunin sé tímalaus. „Þannig
höfum við alltaf hugsað verslan-
ir okkar líka,“ segir Hugrún. „Við
reynum að elta ekki ákveðin trend
heldur veljum heldur góðar, falleg-
ar og klassískar vörur. Það finnst
okkur sjarmerandi og það skilar
sér beint í okkar hönnun.“
Skórnir eru framleiddir í lítilli
skóverksmiðju á Spáni þar sem
mikil áhersla er lögð á klassíska
framleiðsluhætti. Þar er allt gert
✽
ba
k v
ið
tjö
ldi
n
MEÐ ÁSTRÍÐUNA Í SKÓNUM
Uppáhaldsborgin þín:
Hugrún: Ætli ég segi ekki
París, hún er svo enda-
laus. Annars heilla lítil þorp
og bæir svo mikið.
Magni: París er senni-
lega uppáhaldsborgin
mín; lyktin, söfnin, mat-
armarkaðirnir og fólkið
á götunni er engu líkt.
Fallegasti staður
landsins:
Hugrún: Það
er Þórsmörk,
ekki spurn-
ing, þar vil
ég helst vera
á sumrin.
Magni: Þeir eru svo margir fal-
legir að erfitt er að gera upp á
milli þeirra, Esjan er falleg á sinn
hátt. það eru Jökulsárgljúfrin
líka. Svo hefur miðbærinn alltaf
sinn sjarma.
Hvað er skemmtilegast:
Hugrún: Það er svo margt, en
að vera með Magna og Míó í
fríi er örugglega best. Og svo
finnst mér voða gott að vera
niðri í búð innan um gott fólk.
Magni: Mér finnst langskemmti-
legast að lifa lífinu lifandi.
En leiðinlegast:
Hugrún: Að vera með mikið
óklárað.
Magni: Mér finnst ekki neitt leið-
inlegast.
Mig dreymir um að:
Hugrún: Ó nó, mig dreymir svo
margt. Erfitt að taka það fram,
en annars finnst mér ég vera í
einum góðum draumi.
Magni: Verða glaður gamall karl
sáttur við lífið og tilveruna.
Eftirlætishönnuðurinn:
Hugrún: Ég á nú erfitt
með að svara þessu en
ef ég á að nefna nokkra
þá finnst mér góð
blanda vera Eley Kishim-
oto, Vivienne Westwood
og Sonia Rykiel.
Litrík fjölskylda Hugrún og Magni hafa alltaf hrifist af klassískri og vandaðri hönnun. Það einkennir líka þeirra eigin skóhönnun, sem rennur ljúflega ofan í skódýrkendur um allan
heim. Velgengni foreldranna hefur gert heimsborgara úr syninum Míó, sem hefur ferðast meira en flestir aðrir á sama aldri en hann á þrjátíu flugferðir að baki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Er til betri gjöf en verkjalaus jól !
Sore No More er fáanlegt í heilsubúðum, apótekum og Fjarðarkaup
Sore No
More ná
ttúrlega
hita- og
kæligeli
ð er
áhrifarík
t á líkam
sverki