Fréttablaðið - 04.12.2009, Síða 62
BAKÞANKAR
Brynhildar
Björnsdóttur
38 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Við getum forðast
svona „nær
dauða en lífi“-
upplifun með því
að staðnæmast
við rautt ljós.
Rautt ljós, Elsa,
þýðir stopp.
Hvað
ertu búin
að fara
í marga
ökutíma,
Elsa?
250 í næstu
viku. Og
þá kem ég
með köku.
Hefurðu velt því fyrir þér að
kannski eigi bensínknúin
ökutæki ekki við þig? Að þú
ættir í raun að halda þig frá
öllum slíkum tækjum af því
að þú stofnar lífi þínu og
annarra vegfarenda í hættu
í hvert skipti sem þú sest
undir stýri?
Jæja,
beygðu
til hægri
hér.
Allt í
lagi!
Jæja, á
ég að
keyra þig
í skólann,
Palli?
Nei, Sara
ætlar að
fylgja mér.
Og
ætlarðu
að fara
svona?
Af hverju
ekki?
Ég er nógu sjálfsöruggur
til þess að fara ekki í
kleinu ef einhver gerir
athugasemdir við ástand
mitt.
Sagði
drengur inn
sem vill ekki
láta sjást á
opinberum
vettvangi
með foreldr-
um sínum..
Það er líka
stór munur
á því að vera
vandræðalegur
og að vera
niðurlægður.
Í hverju
á ég að
vera í
dag?
Hvað með
gallabuxur og peysu? Hvaða
gallabuxur
og hvaða
peysu?
Á ég að fara í sígildu gallabux-
unum, venjulegu gallabuxunum,
þröngu gallabuxunum, víðu galla-
buxunum eða gallabuxunum sem
eru með blómum við vasana?
Þegar þú kemur heim tökum við
til í fataskápnum þínum.
Ekki gefast
upp, við erum
alveg að fara
taka ákvörðun.
Jæja, Arnaldur,
segðu mér,
finnst þér þessi
kjóll gera mig
feita?
LYGAPRÓF
Mikið
er það
nú vit-
laust!
Viltu ekki bara velja
sjálf hvaða fötum
þú verður í?
JÓLAGJÖFIN FÆST
Í ELLINGSEN
FULLT HÚS JÓLAGJAFA
REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími 580 8500 Opið mán.–fös. 10–18, lau. 10–16
AKUREYRI Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630 Opið mán.–fös. 8–18, lau. 10–16
18.990 kr.
6.900 kr.
24.990 kr.
34.990 kr.
Rauður er litur jólanna. Rauð kerti, rauð epli og rauðir vasaklútar voru
aðalmálið á jólunum í gamla daga,
ef marka má langömmur og langafa.
Rauðar skotthúfur skinu í skuggunum
og rauðklæddir jólasveinar stukku milli
útihúsa í leit að varnarlausum húsdýrum
eða dýrmætum mat sem ekki var undir
smásjá eigandans akkúrat það augna-
blikið.
RAUÐ jól eiga samt ekki upp á pall-
borðið, að minnsta kosti ekki í jóla-
lagatextum. Þar er alltaf beðið um
meiri snjó á mjall- og fannhvíta
jörð, jólasnjór sindrandi umlykur
Snæfinn snjókall sem bíður með
sitt steinvölubros eftir að komast
í sleðaferð yfir hjarnið sem jóla-
stjarnan okkar allra stafar geislum
sínum á. Einhvern tíma hljóta rauð
jól nú samt að hafa verið æskileg,
á snjólausum miðvetri er ekki
alveg jafn kalt og auðveldara að
komast leiðar sinnar. Kannski
er rómantíkin í kringum
hvítu jólin fyrst tilkomin
í einhvers konar sátta-
tilraun við umhverfið,
jú víst er betra þegar
er snjór á jólunum, þótt
það sé bæði kaldara og erfiðara, jú víst!
Alltaf allt best á jólunum.
RAUÐA trýnið hans Rúdolfs hreindýrs
reyndist honum mikið happanef. Af
hverju Rúdolf var svona rauðnefjaður
fylgdi ekki sögunni, kannski var hann
með heymæði eða kannski var honum
bara svona kalt á Norðurpólnum þar sem
hann norpaði, aleinn og útundan sunnan
við hjörðina. En rauða trýnið hans varð
til þess að jólasveinninn rataði um heim-
inn eina þokukennda jólanótt. Upp frá því
var Rúdolf aðalhreindýrið og allir vildu
vera vinir hans.
RAUTT nef er merki trúðsins, sennilega
upprunnið í rauðu og þrútnu nefi drykkju-
rútsins Pantalóns í ítalska gamanleikhús-
inu Kómedía dell arte. Í dag getum við
öll skartað rauðu nefi og sýnt þannig
stuðning við gott málefni, börn sem er
stundum kalt þó svo að yfirleitt búi þau í
heitu löndunum og eru alltaf svöng þó að
í kringum þau séu oftast kjöraðstæður til
að rækta mat. Einu sinni var öllum börn-
um á Íslandi kalt um jólaleytið og mörg
þeirra voru svöng. Við megum alveg við
því að rifja það upp og gefa af okkur þótt
við séum kannski aðeins síður aflögufær
en oft áður. Höfum nef fyrir því.
Sjá roðann í nefi