Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2009, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 04.12.2009, Qupperneq 64
40 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Fyrsta sunnudag í aðventu hefst nýtt starfsár List- vinafélags Hallgrímskirkju sem er nú að hefja sitt 28. starfsár og sem rekur, að öðrum ólöstuðum, kraft- mesta listastarf safnaðar á landinu. Er fram undan fjölbreytt starf en aðventan hefur lengi verið annasöm á Skólavörðuholtinu. Um helgina syngur Mótettukór Hallgrímskirkju en jólatónleikar hans skipa veglegan sess í ríku- legu jólatónleikahaldi í Reykjavík. Á undanförnum árum hefur kórinn flutt aðventu- og jólatónlist með einsöngvurum í fremstu röð og jafnan fengið frábæra dóma fyrir vandaðan flutning. Að þessu sinni verður Björn Steinar Sólbergsson einleikari á tónleikunum og mun hann leika tvö frönsk orgelverk tengd jólum á hið glæsilega Klais- orgel Hallgrímskirkju. Á efnisskrá kórsins eru verk eftir innlenda og erlenda höfunda, bæði vel þekktar perlur svo og minna þekkt kórverk, m.a. nýleg jólaverk eftir höfundana Eric Whit- acre og Ola Gjeilo, grípandi kór- verk þar sem höfundar leika með margradda, blæbrigðaríka hljóma, sem undirstrika tign og fegurð aðventu- og jólaboðskaparins. Auk þess mun kórinn syngja íslenska og erlenda jólasálma, þar á meðal aðventutónlist eftir Giovanni Perluigi da Palestrina, ómissandi jólakórverk eftir Johann Eccard, Betlehemsstjörnuna eftir Áskel Jónsson og Jólagjöfina eftir Hörð Áskelsson. Meðal annarra sálma sem sungnir verða má nefna Nótt- in var sú ágæt ein og Guðs kristni í heimi og er kirkjugestum boðið að taka undir sönginn. Stjórnandi er Hörur Áskelsson. Mótettukórinn hefur frá stofnun sinni árið 1982, glatt tugþúsundir Íslendinga á aðventu. Að þessu sinni verða haldnir tvennir tón- leikar í Hallgrímskirkju, á laugar- dag kl. 21 og sunnudag kl. 17. Jóla- tónlistarhátíð býður að þessu sinni upp á kyrrðarstundir á aðventu á fimmtudögum kl. 12. Þar koma fram Schola cantorum (10. desem- ber) og Hörður Áskelsson ( 17. desember) og flytja aðventu- og jólatónlist, gestakórarnir Karla- kór Reykjavíkur og Kvennakór Háskóla Íslands syngja í messum sunnudaganna 6. og 13. desember og börn flytja kafla tengda aðventu og jólum úr bókinni Af hverju afi? eftir Sigurbjörn Einarsson í leik- gerð Jóns Hjartarsonar á sunnu- daginn kl. 11 undir handleiðslu sr. Bernharðs Guðmundssonar. Lokatónleikarnir verða á gaml- árskvöld kl. 17, þar sem trompet- leikararnir Ásgeir H. Steingríms- son og Eiríkur Örn Pálsson flytja hátíðatónlist ásamt Herði Áskels- syni orgelleikara á síðustu tónleik- um ársins. pbb@frettablaðið.is Aðventan í Hallgrímskirkju TÓNLIST Hörður Áskelsson með sínu fólki á æfingu í fyrra en hátíðartónleikar Mótettukórsins eru árlegur viðburður. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI Ath. kl. 10 og 17 í Kúlunni eru sýning- ar á Maríuhænunni, leikriti fyrir yngstu áhorfendurna. Myndrænt og fallegt verk fyrir smáfólkið. Foreldrar eða forráðamenn fylgi með í Þjóðleikhúsið. > Ekki missa af Händeltónleikum í Listasafni Einars Jónssonar, en í tilefni af 150 ára ártíð Georgs Friedrichs Händel (1685-1759) verða haldnir tónleikar í Listasafni Einars Jónssonar á sunnudag kl. 17. Á tónleikunum flytja þau Laufey Sigurðardóttir fiðlu leikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari meðal annars tvær sónötur Händels. Tónleikarnir verða í sal á jarðhæð safnsins. Inngangur frá höggmyndagarðinum við Freyjugötu. Aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmón- íu verða í Langholtskirkju sunnudaginn 6. og miðvikudaginn 9. desember, klukkan 20 báða daga, undir yfirskriftinni „Með gleðiraust og helgum hljóm”. Kórinn fagnar 50 ára afmæli á þessu starfsári en aðventutónleikarnir hafa verið fastur liður á jólaföstu um áratuga skeið og ómissandi meðal unnenda kórsins. Í fyrri hluta tónleikanna eru flutt íslensk lög frá ýmsum tímum, bæði minna þekkt og þekkt jólalög en í síðari hlutanum eru sungin lög úr ólíkum áttum, meðal annars frá Norður- löndum, Rússlandi, Katalóníu og Bretlandi. Frumflutt verður ný tónsmíð eftir stjórnanda kórsins, Magnús Ragnarsson, Athvarf frá kyni til kyns, sem er samin við texta úr 90. Davíðs- sálmi, en lagið er gjöf Magnúsar til kórsins á hálfrar aldar afmælinu. Kórinn hefur einnig á fyrri aðventutónleikum frumflutt lög eftir Magnús, sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Ágúst Ólafsson, baríton, syngur einsöng á tónleikunum og þá leikur Guðný Einarsdóttir organisti á orgel. Miðar eru seldir hjá kórfélögum, í verslun inni 12 Tónum á Skólavörðustíg og við innganginn. Söngsveitin Fílharmonía á sunnudag TÓNLIST Ágúst Ólafsson barítón syngur með Fíl- harmóníunni. MYND/FÍLHARMÓNÍA Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf prófessors í arkitektúr Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf prófessors í arkitektúr við hönnunar- og arkitektúrdeild skólans. Um er að ræða 50% starfshlutfall. Umsækjandi skal vera starfandi arkitekt, hafa sterka faglega sýn og búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á almennri hönnun mannvirkja og skipulagi byggðar. Við ráðningu er lagt til grundvallar að umsækjandi hafi hannað og fengið byggð stór mannvirki sem endurspegla sjálfstæða listsköpun hans og færni. Umsækjandi skal hafa látið að sér kveða í almennri umræðu um arkitektúr og skipulag, þ.m.t. með þátttöku í samkeppnum um byggingar og skipulag. Gerð er krafa um meistaragráðu í arkitektúr, eða sambærilega háskólagráðu, og fullgild starfsréttindi. Umsóknum og meðfylgjandi gögnum skal skila ekki síðar en mánudaginn 4. janúar næstkomandi til Listaháskóla Íslands, aðalskrifstofu, Skipholti 1, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.lhi.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.