Fréttablaðið - 04.12.2009, Page 66

Fréttablaðið - 04.12.2009, Page 66
42 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR Bókmenntir ★★★★★ ÞÞ í forheimskunarlandi Skáldfræðisaga Pétur Gunnarsson JPV Annað bindið af greiningu Péturs Gunnarssonar á ferli og hugmyndaheimi, persónu og samtíma Þór- bergs Þórðarsonar var ein þeirra bóka sem beðið var með nokkurri eftirvæntingu þegar ljóst var að hún rynni hjá í jólaflóðinu. Þar kom ýmislegt til: fyrra bindið vakti forvitni um hvernig Pétur leysti úr hinum stóru mótsögnum í lífi og starfi meistarans þegar upphafsár hans, sár fátæktin í Reykjavík, mótbyrinn fyrsti var að baki; heimalagaðar tilraunir hans í form- byltingu ljóðabókanna og uppreisn engilsins með Bréfi til Láru, kvennamálin öll og dóttirin unga sem hann sannlega yfirgaf. Þá voru fram undan stóru málin: kommúnisminn, sovéttrúin, inngróinn áhugi hans á hinu andlega, baráttan fyrir esperanto og loks það mikilvægasta, þróun ÞÞ sem höfundar. Pétri tekst vel að greina og skýra örlög þess hóps sem ÞÞ tilheyrði í stríði, baráttunni gegn fasismanum, og svo kalda- stríðinu með sínu grimmilega uppgjöri. Pétur var rétt byrjaður þar sem hann skildi við Þórberg, stóri partur- inn var eftir að fyrra bindinu loknu. Og viti menn, nýsloppin úr þurrki bókbandsins og plöstun er bókin komin, datt í fang lesandans á full- veldisdaginn sjálfan: með skýringargreinum, nafna- skrám og myndasíðum er verkið 310 síður af yndis- lega skemmtilegum texta þar sem Pétur með sína kviku og íhugulu stílgáfu fer í göngutúr með meistara Þórbergi um árin mikilvægu frá 1934 til dauðadags. Í förina slást félagar úr Mjólkurfélagi andans, Þóra Vigfúsdóttir, nokkrir helstu hugsuðir liðinnar aldar, sagnfræðingar og múgamenn. það er miklu efni safn- að í þessa fléttu samtímasagna, persónulegra bréfa, viðtalsefna eftirlifenda og gerir Pétur úr þessu efni einkar læsilegt og lifandi ferðabréf. Og við förum víða. Frásögnin hefst á hótelherbergi í Stokkhólmi þar sem meistarinn nýr konu sína nivea-kremi á sólbjörtu sumri. Sagan í þessu síðara bindi er ekki minnst löng og hreinskilin greining á hjónabandi, ástarsaga með átökum og fórn. Pétur kýs að kalla verk sitt skáldfræðisögu. Víst er svo verseruðum manni sem honum auðvelt að grípa til verka skörpustu sam- tímahugsuða svo við skiljum tíðarandann, bæði meðan hann er og eftiráaðhyggja. En Pétur gerir annað og meira í leiðinni. Hann bregður skörpu ljósi á kjarnann í íslensku int- elligensíunni og hvernig vogirnar voru að lokum stilltar í hinum seig- drepandi mannjöfnuði Halldórs Laxness og Þórbergs. Og í leiðinni vinnur hann fyrir sitt leyti, rétt eins og hann óskaði eftir fyrir nær þremur áratugum í lít- illi grein í TMM, hreingerningu í fáförnum vistar- verum íslenskra kommúnista, sópar úr hornum, skilur og skýrir tímana, hugsjónir, vonir, kröfur og ósigur. Verk hans verður því mikilvægur kafli í greiningu á íslenskri hugmyndasögu. Sagan rennur eins og reyfari, létt og björt, kröfu- harka hennar mild því hugurinn sem raðar brotunum er svo klár, mannskilningurinn svo skír. Pétur hefur frá upphafi tamið sér ljósan og gegnsæjan stíl sem nú gerir honum kleift að koma flóknum viðfangsefnum áfram svo þau renna niður eins og drukkið sé vatn. Hann er ekkert hættur að nota málið af sama síunga strákskapnum sem hoppaði inn í íslenskar bókmenntir í Splúnkunýjum degi: „skiptiborð“ getur að sjálfsögðu þýtt meira en mubbla í barnaherbergi, þar má skipta um margt. Það er þessi frjóa og alltaf fallega hugsun sem Pétur miðlar af svo einstakri smekkvísi. ÞÞ-bindin tvö munu vonandi verða mörgum lesendum sami gleðigjafi og þau reyndust mér; það er þakkarvert að Pétur gaf þessu flókna verki gaum og að hann skyldi komast svo vel frá þeim smíðatíma sem hefur klárlega kennt honum margt í nostrinu og gefur honum nú rúm til að setjast aftur við. Erindisbréfið er afgreitt og kemur öllum sem vilja aftur á byrjunar- reitinn í nýjum lestri á verkum meistarans: við þökkum fyrir okkur. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Ítarleg og skýr, falleg og frábærlega hugsuð ævi- og hugmyndasaga ofvitans úr Suðursveit – Þórbergs Þórðarsonar. Sá leyndi harmleikur tímans Fátt er betur til þess fallið en hátíðleg tónlist til að koma manni í jólaskap. Á aðventutónleikum Sinfóníuhjómsveitar Íslands hljómar hátíðleg jólatónlist frá ýmsum tímum í fl utningi tveggja af okkar fremstu söngvurum; og . Bach, Handel, Corelli, Mozart, Adolphe Adam og Sigvaldi Kaldalóns eiga allir sinn skerf á þessari hátíðlegu og jólalegu efnisskrá. Hljóm- sveitarstjóri er . Miðaverð: 3.700/3.300 kr. Tryggðu þér miða á www.sinfonia.is eða í síma 545 2500 „Tónlistin er ekki uppfinning mannanna, heldur gjöf guðs.“ Marteinn Lúther Einar H. Kvaran skáldið og brautryðjandinn Dagskrá um Einar H. Kvaran rithöfund í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 6. desember kl. 14:30 en þann dag eru 150 ár frá fæðingu Einars. Stutt um erindum um Einar verður fl étt að saman við upplestur úr verkum hans og fl utt verður nýtt lag við ljóð Einars. Aðgangur er ókeypis. Dagskrá Brautryðjandinn: Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra. Rithöfundurinn og ljóðskálið: Guðrún Kvaran, prófessor við HÍ. Bréf ti l föður: Gunnar Eyjólfsson, leikari. Blaðamaðurinn: Birgir Guðmundsson, lektor við HA. Kaffi hlé Leikhúsmaðurinn: Sveinn Einarsson, fv. Þjóðleikhússtjóri. Leiklestur: Borgarleikhúsið. Spíriti sti nn: Pétur Pétursson, prófessor við HÍ. Jólasólin: Ólöf Arnalds frumfl ytur lag við ljóð Einars.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.