Fréttablaðið - 04.12.2009, Page 74

Fréttablaðið - 04.12.2009, Page 74
 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR VÍNLANDSLEIÐ 6 - S: 533 3109 ARCTIC TRAIL Sendum í póstkröfu OPIÐ MÁN.-FÖS. 11 - 18 · LAU. 11 - 16 · SUN. 12 - 16 Svartur Stærðir 21 -39 Áður: 6.995kr.- 4.895kr.-Nú: rostþolin oðfóðruð stígvél tyrking á tá og hæl Bleikur Stærðir 21 -33 Áður: 6.995kr.- 4.895kr.-Nú: stþolin ðfóðruð stígvél rking á tá og hæl Söngkonan Beyoncé fékk flest- ar tilnefningar til bandarísku Grammy-verðlaunanna á næsta ári, tíu talsins. Næst á eftir henni var sveitasöngkonan Taylor Swift með átta. Black Eyed Peas, Maxwell og Kanye West hlutu sex tilnefningar hver. Í stærsta flokknum þar sem keppt verður um bestu plötuna munu Beyoncé, Black Eyed Peas, Lady Gaga og Dave Matthews Band etja kappi. Grammy-verðlaunahátíðin verður haldin í 52. sinn hinn 31. janúar í Los Angeles. Á síðustu hátíð í febrúar urðu Robert Plant og Alison Krauss hlutskörpust með fimm Grammy-verðlaun. Tíu Grammy- tilnefningar BEYONCÉ Beyoncé fékk tíu tilnefningar til Grammy-verðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 4. desember 2009 ➜ Tónleikar 12.05 Söngkonan Margrét Sigurðar- dóttir og gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson flytja jóla- og aðventu- tónlist á hádegistónleikum í Víðistaðakirkju við Hraunbrún í Hafnarfirði. 20.30 Megas heldur aðventu- tónleika í Bústaðakirkju við Tunguveg. Húsið verður opnað kl. 19.30. 21.00 Brasilíska söngkona Jussanam Dejah og píanóleik- arinn Agnar Már Magnússon verða með tónleika á Brasilía Restaurant við Skólavörðustíg 14. 22.00 Baggalútur verður með jóla- tónleika á Græna hattinum við Hafnar- stræti á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 21. 23.00 Dikta, XIII, Cliff Clavin og The 59ers koma fram á tónleikum á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Opnanir 17.00 Nemendur Mótunardeildar Myndlistaskólans í Reykjavík opna sýningu á keramikverkum í versluninni Kirsuberjatrénu að Vesturgötu 4. Opið mán.-fös. kl. 10-16, lau. kl. 11-17 og sun kl. 13-17. 20.00 Solveig Pálsdóttir og Þorgerð- ur Ólafsdóttor opna sýningu í neðra rými Gallerý Crymo að Laugavegi 41a. Sigurður Atli Sigurðsson opnar sýningu á efri hæðinni. ➜ Síðustu forvöð Í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur hefur verið opnuð sýning á verkum 40 ljós- myndara til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Sýningu lýkur 6. des. og er opin virka daga kl. 8-19 og um helgar kl. 12-18. ➜ Markaðir Jólaþorpið við Thorsplan í Hafnarfirði verður opnað kl. 19 og verður opið allar helgar klukkan 13-18 og á Þorláksmessu kl. 18-22. Skálafélagið stendur fyrir markaði í Tryggvaskála, Tryggvatorgi 1 á Selfossi. Opið í dag og laugardag kl. 13-18. Nemendur Listaháskólans halda jólamarkað í í húsnæði skólans að Sölvhólsgötu. Opið í dag kl. 15-18 og laugardag kl. 14-18. ➜ Fræðslufundir 20.00 Fræðslumiðstöð stendur fyrir forvarnar- og fræðslukvöldi á Kaffi Rót við Hafnarstræti 17. Dagskrá í formi lifandi tónlistar og söngs ásamt vitnis- burðum og fræðslu. ➜ Uppákomur 12.34 Í Norræna húsinu við Sturlugötu koma listamenn í heimsókn í hádeginu alla daga fram að jólum og verða með uppákomur. ➜ Dansleikir Boogienights á skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. Valli Sport sér um tónlistina. Dúettinn Glymur verður á Allanum við Aðalgötu á Siglufirði. Skipið eftir rithöfundinn Stefán Mána er spennusaga ársins að mati gagnrýnanda Kristianstadsbladet í Svíþjóð. „Hann fær bækur okkar besta rit- höfundar, Stiegs Larsson, til að líta út eins og texti í sunnudagaskóla,“ segir gagnrýnandinn. Bætir hann við að bókin hefði verið kjörin bíó- mynd fyrir hinn látna meistara Stanley Kubrick til að leikstýra. Einnig segir hann að Stefán Máni sé Samuel Beckett spennusagn- anna. „Þetta er alveg frábært,“ segir Stefán Máni. „Ég er forfallinn Stanley Kubrick-aðdáandi og það væri draumur í dós ef kannski þrítugur Stanley Kubrick fengi að spreyta sig á þessu. Mér finnst æðislegt hrós að hann sé nefndur í þessu samhengi en Stieg Larsson hef ég ekki lesið ennþá.“ Stefán er einnig sérlega ánægð- ur með samanburðinn við írska Nóbelsverðlaunaskáldið Samuel Beckett. „Ég er einmitt líka mik- ill aðdáandi hans. Mér finnst þetta æðislegt, hvort sem ég stend undir þessu eða ekki. Ég hef alltaf verið með sterka taug í súrrealisma, þannig að ég skil þetta alveg.“ Skipið hefur áður fengið góða dóma í Þýskalandi og í Danmörku, þar sem Jyllands Posten gaf bók- inni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Bókin kemur næst út í Frakklandi strax eftir áramót og nefnist þar Næturfarmur, eða Cargo de nuit. Bók Stefáns, Ódáða- hraun, verður svo að öllum líkind- um gefin út í Danmörku síðar á næsta ári. Hvað varðar kvikmyndaréttinn að Skipinu sem Zik Zak hafði tryggt sér þá er hann aftur kom- inn í hendurnar á Stefáni Mána. „Rétturinn er runninn út og hefur ekki verið endurnýjaður þannig að ég er aftur kominn með boltann í hendurnar,“ segir hann. - fb Svíar elska Skip Stefáns Mána STEFÁN MÁNI Rithöfundurinn snjalli fellur vel í kramið hjá gagnrýnanda Kristianstadsbladet í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.