Fréttablaðið - 04.12.2009, Page 80
56 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Allt útlit er fyrir að
Kristján Gauti Emilsson, sex-
tán ára Hafnfirðingur, semji við
enska úrvalsdeildarfélagið Liver-
pool í næstu viku. Hann æfði með
félaginu fyrr í mánuðinum og var
í kjölfarið ákveðið að bjóða honum
samning.
„Það voru útsendarar frá Liver-
pool sem sáu mig spila með lands-
liðinu í sumar og var óskað eftir
því að ég kæmi og æfði með félag-
inu,“ segir Kristján Gauti í sam-
tali við Fréttablaðið. „Ég dvaldi
hjá Liverpool í viku og æfði með
U-18 ára liðinu. Það gekk vel og
þeir vildu fá mig.“
Kristján Gauti hefur vakið
mikla athygli erlendra félaga að
undanförnu. Hann fór til reynslu
hjá bæði IFK Gautaborg í Svíþjóð
og Glasgow Rangers í Skotlandi
í haust og þá lýsti til að mynda
Manchester United yfir áhuga á
að fá hann til æfinga.
Þrátt fyrir mikinn áhuga að
utan segist Kristján Gauti ávallt
hafa stefnt að því að spila með sínu
uppeldisfélagi, FH, í nokkur ár til
viðbótar. Hann spilaði þó með FH
í sumar í þremur leikjum í Pepsi-
deildinni.
„En svo kom tilboð frá Liver-
pool sem ég get ekki hafnað. Það
er bara of ljúft,“ sagði hann og
brosti. „Aðstæður hjá félaginu eru
eins og best verður á kosið. Mitt
helsta markmið hjá Liverpool verð-
ur að bæta mig sem knattspyrnu-
mann og þarna fæ ég gott tækfæri
til þess. Þar gefst mér kostur til
að æfa á hverjum degi við bestu
mögulegu aðstæður.“
Kristján Gauti er þriðji
Íslendingurinn sem semur við
Liverpool. Haukur Ingi Guðnason
fór fyrstur til félagsins árið 1997
og Guðlaugur Victor Pálsson hefur
verið hjá Liverpool undanfarið ár.
„Ég hitti hann reyndar ekki
þegar ég var úti en ég hef talað
við hann í síma,“ sagði Kristján
Gauti um Guðlaug Victor. „Hann
sagði að það væri frábært að vera
þarna enda mjög gott félag. Það
skemmir heldur ekki fyrir að vera
með annan Íslending í félaginu.“
Kristján Gauti hefur alla tíð
verið mikill stuðningsmaður
Liverpool og hann neitar því ekki
að hans draumur er að spila með
liðinu á Anfield. „Fyrst og fremst
stefni ég þó að því að bæta mig og
vinna í því sem ég þarf að vinna
í. Svo kannski kemst ég eitthvað
lengra en tíminn verður bara að
leiða það í ljós.“
Hann segir erfitt að yfirgefa
Hafnarfjörðinn og ekki síst FH.
„Það var líka alltaf draumur hjá
mér að komast í meistaraflokk-
inn hjá FH – fá að æfa með liðinu
og komast í leikmannahópinn. En
ég er líka mjög þakklátur félaginu
enda er unglingastarfið mjög öfl-
ugt hjá FH. Það er því að þakka að
ég er orðinn svo góður leikmaður.
Það verður auðvitað líka erfitt að
fara frá vinum og fjölskyldu. En
svona þróaðist þetta og ég er mjög
ánægður með þessa niðurstöðu.“
Kristján Gauti hefur þó ekki
áhyggjur af því að vera í kringum
stórstjörnurnar hjá Liverpool.
„Ætli maður venjist því ekki fyrir
rest. Ég er allavega ekki hræddur
við þá tilhugsun.“
eirikur@frettabladid.is
Ekki hægt að hafna Liverpool
Hinn sextán ára gamli Kristján Gauti Emilsson heldur til Englands í næstu viku þar sem hann mun
væntanlega skrifa undir þriggja ára samning við Liverpool. Hann segir erfitt að þurfa að yfirgefa FH nú.
KRISTJÁN GAUTI EMILSSON Gengur væntanlega frá þriggja ára samningi við Liverpool
í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Arnór Smárason hefur nú verið frá vegna meiðsla í tæpt hálft ár
en hann þurfti að fara í tvær aðgerðir í sumar. Hann fann fyrst fyrir
eymslum í vöðva aftan í læri í landsleik Íslands og Makedóníu
í byrjun júní síðastliðins og segir hann að það hafi svo
farið stigversnandi.
„Það versta við þetta er að menn vita ekki
almennilega hvernig meiðsli þetta eru nákvæm-
lega,“ sagði Arnór við Fréttablaðið í gær.
Í fyrri uppskurðinum kom í ljós líklega með-
fæddur galli sem gerði það að verkum að ákveðið var að hin
löppin yrði einnig löguð.
„Þessir uppskurðir heppnuðust vel en batinn gengur voða-
lega hægt. Það hefur ýmislegt annað verið að hrjá mig en ég
er nú að vinna í því á fullu að ná mér góðum.“
Óhætt er að segja að Arnór liggi ekki allan daginn uppi
í sófa með tærnar upp í loftið. „Ég þarf að mæta tvisvar í
endurhæfingu á dag, fimm daga vikunnar. Ég þarf að hjóla
og styrkja mig enda nauðsynlegt fyrir mig að halda mér í
góðu formi. Enda held ég að líkaminn sé í ágætu standi.
Þegar ég verð loksins búinn að losna við þessi meiðsli verð ég
bara klár í slaginn.“
Arnór segir að hann hafi fengið þau skilaboð frá sínum lækn-
um að sennilega gæti hann byrjað að æfa upp úr áramótum.
„En það er ekkert víst í þeim efnum. Ég get lítið annað gert
en að halda áfram og vona það besta.“
Hann segir að hann hafi fundið fyrir litlum bata til
þessa. „Voðalega litlum og þetta virðist gerast hægt,“ segir
hann. „Ég er opinn fyrir hverju sem er og núna hef ég verið að
prófa nálastungumeðferð. Það er því ýmislegt gert.“
Hið svokallaða legkökunudd hefur vakið mikla athygli en
margir þekktustu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar hafa
leitað til serbnesku konunnar sem hefur beitt þeirri meðferð
með góðum árangri.
„Ég held bara að það sé það næsta sem maður þarf að
prófa,“ sagði hann og hló. „Það virðist þó virka ágætlega en
ég er til í allt sem gæti hjálpað manni. Ég er ekki búinn að
snerta bolta í hálft ár og er orðinn verulega pirraður á þessu
ástandi.“
ARNÓR SMÁRASON: HEFUR VERIÐ FRÁ VEGNA MEIÐSLA Í TÆPT HÁLFT ÁR
Jafnvel kemur til greina að fara í legkökunudd
FÓTBOLTI Það styttist óðum í heims-
meistarakeppnina í Suður-Afríku
sem fer fram næsta sumar en
þetta verður sú fyrsta sem fram
fer í Afríku. Á morgun verða 188
dagar í opnunarleikinn og þá verð-
ur mikil hátíð í Höfðaborg þegar
dregið verður í riðlana átta.
32 þjóðir taka þátt í HM og
hefur þeim þegar verið skipt
niður í fjóra hópa. Gest-
gjafar Suður-Afríku eru í
fyrsta hópnum og munu
leika í A riðli. Hin lönd-
in í hópnum eru Spánn,
Brasilía, Holland, Ítalía,
Þýskaland, Argentína og
England.
Næst er dregið úr öðrum
hópnum þar sem eru Ástralía,
Japan, Norður-Kórea, Suður-
Kórea, Hondúras, Mexíkó,
Bandaríkin og Nýja-Sjáland.
Í þriðja hópnum eru síðan
Alsír, Kamerún, Fílabeins-
ströndin, Gana, Nígería,
Chile, Paragvæ og Úrúgvæ.
Í lokahópnum eru síðan þær Evr-
ópuþjóðir sem komust ekki í efsta
styrkleikaflokk. Þar verður mesta
spennan enda vill enginn lenda
með Frökkum eða Portúgölum í
riðli þar sem þeir eru meðal sjö
bestu knattspyrnuþjóða heims
samkvæmt nýjasta styrkleikalista
FIFA. Í lokahópnum eru Portúgal,
Frakkland, Grikkland, Sviss,
Serbía, Danmörk, Slóvenía og
Slóvakía.
Þjóðir innan sömu
álfu geta aldrei lent í
sama riðli fyrir utan
Evrópuþjóðirnar en þar
gildir sú regla að aldrei
verði fleiri en tvær þjóðir frá
Evrópu í sama riðli. Sjónvarpið
mun sýna beint frá drættin-
um og hefst útsendingin
klukkan fimm. Íþrótta-
fréttamenn Fréttablaðs-
ins settu saman nokkra
möguleika á riðlum og má
finna þá hér til hliðar.
- óój
Dregið verður í riðla í úrslitakeppni HM 2010 í dag:
Enginn vill Frakka
eða Portúgala
> FH mun styrkja sig eftir brotthvarf Davíðs
Fyrirliði FH, Davíð Þór Viðarsson, skrifaði í gær undir
þriggja ára samning við sænska félagið Öster. Davíð var
að klára samning sinn við Íslandsmeistarana og FH fær
því ekki krónu fyrir fyrirliðann sinn. Heimir Guðjónsson,
þjálfari FH, sagði við Fréttablaðið að ljóst væri að liðið
þyrfti að styrkja sig. „Það er ágætt að
það sé komin niðurstaða í málið því nú
munum við fara af stað og líta í kringum
okkur. Við höfum misst nokkra
leikmenn í haust og því
er ljóst að við munum
þurfa að styrkja liðið.
En við óskum þó Davíð alls hins besta
og vonum að honum gangi vel á nýjum
starfsvettvangi.“
FÓTBOLTI Heimir Guðjónsson,
þjálfari FH, þekkir vel til Kristj-
áns Gauta Emilssonar sem mun
ganga til liðs við Liverpool í
næstu viku.
„Kristján Gauti er afar efni-
legur leikmaður og mjög þrosk-
aður miðað við aldur,“ sagði
Heimir. „Ég tók hann á sér-
æfingar með öðrum leikmönnum
síðasta vetur og það er ekki oft
sem maður sér sextán ára strák
sem hefur jafn góðan leikskiln-
ing og hann. Hann er talsvert
á undan jafnöldrum sínum hér
heima og ég tel að leikskilningur
hans og stöðumat á vellinum sé
hans helsti styrkleiki.“
Kristján Gauti mun fyrst um
sinn æfa með U-18 liðinu en mikil
samkeppni ríkir um að komast
áfram hjá stórliðum eins og
Liverpool. „Ég hef trú á að hann
standi sig. Hann fær góða hjálp
frá foreldrum sínum og fær nú
þrjú ár til að sanna sig. Ég tel að
það verði feykinóg. Ég tel víst að
hann geti staðist öllum þessum
strákum snúning.“ - esá
Heimir Guðjónsson:
Hef trú á að
hann standi sig
HEIMIR GUÐJÓNSSON Telur að Kristján
Gauti getur staðið sig vel hjá Liverpool.
Hér ræðir hann við leikmann FH í
sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL