Fréttablaðið - 04.12.2009, Side 86

Fréttablaðið - 04.12.2009, Side 86
62 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. dylja, 6. guð, 8. magi, 9. loga, 11. verslun, 12. krafsa, 14. tappi, 16. í röð, 17. ot, 18. besti árangur, 20. ekki heldur, 21. arða. LÓÐRÉTT 1. afl, 3. skammstöfun, 4. land í Suðvestur-Asíu, 5. sigað, 7. kviknakinn, 10. eiturlyf, 13. hljóð rjúpunar, 15. baklaf á flík, 16. kerald, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. fela, 6. ra, 8. hít, 9. eld, 11. bt, 12. klóra, 14. spons, 16. áb, 17. pot, 18. met, 20. né, 21. arta. LÓÐRÉTT: 1. þrek, 3. eh, 4. líbanon, 5. att, 7. allsber, 10. dóp, 13. rop, 15. stél, 16. áma, 19. tt. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1. Meira en 350 milljónir manna. 2. Þorsteinn Þorsteinsson. 3. Marvin Valdimarsson, Hamri. „Alvöru 101 beikonslorborgari í Drekanum. Fráhrindandi sjoppa, en best geymda leyndar- mál hamborgaramenningar Reykjavíkur.“ Ómar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Smart DVD. „Það er lagt upp með að þeir séu komnir á fullt í heilsugeiranum og ætli að hasla sér völl í heilsu- rækt,“ segir leikarinn og bókaútgefandinn Karl Ágúst Úlfsson. Á teikniborðinu er nú loks kominn vísir að handriti fyrir næstu Líf-mynd og hefur því verið gefið vinnuheitið Heilbrigt líf. Karl mun skrifa handritið ásamt þingmanninum Þráni Bertelssyni en Gísli Örn Garðarsson verður að öllum líkindum framleiðandi myndar- innar. Karl og Eggert Þorleifsson verða síðan að sjálfsögðu í hlutverk- um hinna geðþekku og seinheppnu félaga, Danna og Þórs, en ekki er enn ákveðið hver mun setjast í leik- stjórastólinn. Hinar myndirnar þrjár, Nýtt líf, Dalalíf og Löggu- líf, nutu allar mikilla vinsælda á níunda áratug síðustu aldar en þær fjölluðu um þá Þór og Danna sem áttu fremur auðvelt með að koma sér í klandur hvar sem þeir drápu niður fæti, meðal annars í fiskvinnslu í Eyjum. Fréttablaðið greindi frá því í nóvember í fyrra að fjórmenningarnir Þráinn, Karl, Eggert og Gísli hefðu hist á fundi og rætt um hugsanlega endurkomu þessa tvíeykis. Þá lá ekki fyrir söguþráður og allt virtist í fremur lausu lofti. Karl útilokar ekki að þekktu fólki úr heilsuræktar- bransanum bregði fyrir í kvikmyndinni og er þar af nógu að taka: Jónína Ben, Björn Leifs í World Class, Gillzenegger og Ágústa Johnson að ógleymdri Lindu Pé.„Fólk hefur náð miklum hæðum í þessu fagi og það er vel líklegt að einhver þeirra komi við sögu í eigin persónu.“ - fgg Þór og Danni í heilsuræktina FJÓRÐA MYNDIN VERÐUR TIL Karl Ágúst Úlfsson og Þráinn Bertelsson skrifa handritið að fjórðu Líf-myndinni sem að öllum líkindum mun gerast innan heilsuræktarbransans. Gísli Örn Garðarsson verður fram- leiðandi en Karl og Eggert Þorleifsson verða að sjálf- sögðu Danni og Þór. „Það er alveg geðveikt að fá að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Halldór Gunnar Páls- son í karlakórnum Fjallabræðrum. Kórinn tekur á mánudaginn þátt í risavöxnu, alþjóð- legu (RED) Love-verkefni þar sem fulltrúar frá 196 þjóðum syngja samtímis Bítlalagið All You Need Is Love í beinni útsendingu á netinu. Útsetjari og undirleikari verður kvikmynda- tónskáldið Graeme Revell sem hefur samið tónlist fyrir kvikmyndirnar Sin City og The Saint auk sjónvarpsþáttarins CSI Miami. Bein vefútsending verður send til London þar sem straumur frá öllum þátttökuþjóðunum verður klipptur saman í eitt myndband af auglýsinga- leikstjóranum Chris Palmer. Hægt verður að skoða útkomuna á síðunni Starbuckslove- project.com. Allur ágóði af verkefninu rennur til baráttu AIDS í Afríku. Fjallabræður munu hefja upp raust sína við Tjörnina í Reykjavík, fyrir framan Iðnó á slaginu 13.30 á mánudaginn. „Við erum náttúr- lega bara mýfluga í þessu. Ég ætla að vona að það verði einhver rafvirki frá Pakistan eða múrari frá Úsbekistan sem taki líka þátt. Við erum bara venjulegir kallar,“ segir Halldór. „Strákarnir eru alveg mígandi spenntir yfir þessu. Það var gaman að fara beint frá útgáfu- tónleikunum og öllu sem því fylgdi og svo aftur niður á jörðina, inn í æfingahúsnæði og byrja að taka þátt í einhverju svona skemmtilegu.“ Halldór segir þá félaga ekki þurfa á neinni ráðgjöf að halda fyrir verkefnið. „Ég sagði strákunum að henda textablöðun- um því þetta væri ekki flókið. Það kunna allir þetta lag. Það er eldra en flestir í kórnum,“ segir hann og óttast ekkert að verkefnið sé of stórt fyrir Fjallabræður: „Þetta verður ekkert vesen. Þetta verður minnsta mál í heimi og við munum syngja eins og við eigum lífið að leysa.“ - fb Fjallabræður syngja fyrir heimsbyggðina FJALLABRÆÐUR Fjallabræður syngja All You Need Is Love í beinni útsendingu á netinu á mánudaginn. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Eins og Fréttablaðið greindi frá í sumar hlaut Þorvaldur Davíð Kristjánsson, nemi við leiklistar- deild Juilliard-listaháskólans í New York, styrk úr The Robin Williams Scholarship upp á sjö og hálfa milljón íslenskra króna, eða 60 þúsund dollara. Þorvaldur hafði aldrei hitt leikarann þegar hann hlaut styrkinn. Nú hefur hins vegar orðið breyting þar á því samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins eyddi Þorvaldur síðastliðnum miðviku- dagsmorgni með bandarísku stórstjörn- unni. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst fór ákaflega vel á með þeim félögum enda Williams þekktur fyrir að vera bæði flippaður og fremur klikkaður náungi sem lætur allt gossa þegar síst skyldi. Svo vel náðu Hollywood-stjarnan og Þorvaldur saman að Íslendingurinn stóðst ekki mátið og bauð honum í mat. Ekki þó í New York, enda yrði það eflaust heldur fátæklegur námsmanna- matur, heldur á Íslandi ef Robin skyldi einhvern tímann eiga hér leið um. Og Robin fór auðvitað ekki tómhentur heim því Þorvaldur gaf honum Icelandic Folktales eða Íslenskar þjóðsögur sem ættu að vekja áhuga Robins Williams á þessari furðuþjóð sem trúir víst öll á álfa ef marka má erlenda fjölmiðla. Og til að fullvissa sig um að Robin myndi ekki týnast í óbyggðum landsins fékk leikarinn Ferða- handbók eftir Ara Trausta. - ag FRÉTTIR AF FÓLKI Eva María Daniels er annar fram- leiðandi myndarinnar The Romant- ics með leikkonunni Katie Holmes í aðalhlutverki. Holmes kemur einn- ig að framleiðslu myndarinnar með Evu Maríu en auk hennar leika þau Elijah Wood, Josh Duhamel og Anna Paquin úr True Blood í myndinni. „Þetta er fyrsta bíómyndin sem ég framleiði, en hingað til hef ég eingöngu haft yfirumsjón með eftir- vinnslu kvikmynda. Þessa dagana er ég að ljúka við Lísu í Undralandi með Tim Burton. Ég hef áður unnið með honum að Sweeney Todd og það er töfrum líkast að sitja með honum og hlusta á hann,“ segir Eva María sem hefur verið búsett í Bandaríkjunum í tæp þrjú ár. Hún nam kvikmyndagerð í Danmörku og flutti þaðan til London þar sem hún starfaði í fimm ár að eftir- vinnslu á auglýsingum og kvik- myndum. The Romantics fjallar um hóp vina sem hittast í fyrsta sinn í tíu ár í brúðkaupi. Brúðguminn er að fara að giftast bestu vinkonu fyrr- verandi kærustu sinnar og á brúð- kaupsdaginn koma upp ýmis óleyst mál sem vinahópurinn þarf að tak- ast á við. Eva segist lengi hafa sett stefnuna á að framleiða kvikmynd- ir sjálf en hún hafi ákveðið að taka þetta verkefni að sér þar sem hún hafi heillast af konunum sem stóðu á bak við hana. „Það er mjög sjald- gæft að kvikmyndir séu framleidd- ar einungis af konum,“ segir Eva María og bætir því við að kvik- myndin sé framleidd utan hinna stóru kvikmyndavera og því hluti af hinum sjálfstæða kvikmyndageira. „Það þýðir að það er lítið um fjár- magn. Við fengum Katie Holmes til að taka að sér aðalhlutverkið en það var ekki til nægur peningur til að borga henni fyrirfram þannig í staðinn eignast hún hluta af mynd- inni og er titlaður framleiðandi,“ útskýrir Eva María. Aðspurð segir hún mikinn mun vera á því að starfa í eftirvinnslu kvikmynda og því að framleiða þær. Starf eftirvinnslumanns- ins sé erfitt en vanþakklátt starf. „Ég funda með leikstjóranum og tökumanninum rétt áður en tökur hefjast til að finna ákveðið útlit á myndina. Það sem gerir starfið erfitt er að þessir tveir aðilar geta haft mjög ólíka sýn á tökurn- ar og þá þurfa eftirvinnslumenn- irnir að reyna að koma á sáttum. Maður þarf að hafa góðar taugar í þetta starf. Það vegur upp á móti að maður kynnist fullt af skemmti- legu fólki. Ég kynntist til að mynda Jack Nicholson nýlega og fylgdist með honum að störfum í mynd sem ég var að eftirvinna.“ Stefnt er á að The Romantics verði frumsýnd á Íslandi í vor. sara@frettabladid.is EVA MARÍA DANIELS: UMKRINGD STJÖRNUM Í NEW YORK FRAMLEIÐIR MYND MEÐ KATIE HOLMES RÓMANTÍSK MYND Eva María Daniels framleiðir kvikmyndina The Romantics. Með aðalhlutverk fara Katie Holmes og Anna Paquin úr sjónvarps- þáttunum True Blood. Myndin gerist í brúðkaupi og segir frá hópi gamalla vina sem þurfa að gera upp gamlar syndir. Elijah Wood og Josh Duhamel fara einnig með stór hlutverk í myndinni sem er eingöngu framleidd af konum. Myndin verður væntanlega frum- sýnd á Íslandi í vor. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.