Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 26.01.1961, Qupperneq 2

Vikan - 26.01.1961, Qupperneq 2
Til Vikunnar: Blaðið sem húðin finnur ekki fyrir Gillette hefir gert nýja uppgötvun, sem stóreykur þægindin við raksturinn. t*að er nýtt rakblað með ótrúlegum raksturseiginleikum. Skeggið hverfur án pess að pér vitið af. Pegar notað er Blátt Gillette Extra rakblað má naumast trúa pví að nokkuð blað hafi verið í rakvélinni. 5 blöð aðeins Kr. 18.50. þér verðið að reyna það ® Gillette er skráseM vörumerki ViljiÖ þið ekki gera svo vel að senda Vikuna á biðstofur læknanna. Það eru ósköp til þess að vita, livað þessar blaðslitrur þar eru óhrein- ar. Ég snerti aldrei á þeim og þó verð ég oft að bíða á biðstofum. G. S. Hvað skyldu vera margar biðstofur lækna hér í Reykjavik? — Þær skipta áreiðanlega tugum og við tökum undir það að ástandið í þessum efnum er víðast svipað og það má segja, að sá óþrifnaður sé þar sem sízt skyldi. Það væri sjálfsagt sama með Vikuna og önn- ur blöð, væri hún send á biðstofur: Hún lægi þar frammi þar til slitrur einar væru eftir og þar verður engu öðru um kennt en sóðaskap og trassaskap læknanna sjálfra og kannski slælegri framgöngu heilbrigðiseftir- litsins. Of hraður lestur? Kæra Vika! Hvernig er það þegar er verið að Iesa upp- skriftir af kökum í útvarpinu, ég er mjög skúffuð hvað það er farið rangt með það. Svoleiðis er mál með vexti, að um daginn átti nú aldeilis að gefa húsmæðrunum góða upp- skrifa af laufabrauði, ég í flýti og næ í penna og blað og ætla ég nú að ná þessu. Þá er byrjað að lesa í belg og byðu ég næ hveitimjöl, mjólk, búið buntum og basta, næ ekki meiru, það var ekki einu sinni farið aftur yfir það, þetta átti ég að steikja í feiti, hvernig ætli henni mundi bragðast þettað frúnni, ef hún kæmi í kaffi til mín, veri hún velkominn. Svona kemur oft fyrir, þettað er ekkert einsdæmi. Með fyrir fram þökk ef ég fæ svar við þessu. Á. J. Ég er svo aldeilis hissa á þessu! Húsmóðirin í húsinu þar sem ég var þetta kvöld, átti ekki í neinum vandræðum með að skrifa þetta hjá sér. — Ég sneri mér því til hennar, svo þú færir ekki að henda hveiti, smjöri og mjólk í feiti og halda að það væri laufabrauð, en sú ágæta húsmóðir var þá svo mikill sunnlendingur í eðli sínu, að hún var búin að henda uppskriftinni. En hér er önnur uppskrift, sem þú skalt geyma til næstu jóla: 1 kg hveiti, 1 matskeið sykur, 1 teskeið ger, 1 teskeið salt, 35 gr smjör, 5—6 dl mjólk. — Smjörið er látið út í mjólkina og suðan látin koma upp. Síðan látið kólna lítið eitt og af- ganginum hrært saman við og síðan hnoðað í fremur hart deig. Flatt út í þunnar kökur og skorið, t. d. eftir diski. Síðan er þetta látið standa um stund, síðan skorið út eftir smekk og steikt í tólg þar til kökurnar eru orðnar ljósbrúnar. — En víst er það og satt, að það væri góð regla fyrir þá, sem vilja láta skrifa eftir sér úr útvarpi, að vera sjálf- ir með pappír og ritföng og skrifa niður, í stað þess að ætla ósýnilegum hlustendum tímann. Viljið þið gera svo vel að prenta kvæðið „Hjálmar og Hulda“ I Vikunni. — Þið birtuð það m. a. árið 1946. Lesandi. Við höfum ekki rúm fyrir það núna, en ráð- 2 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.