Vikan - 26.01.1961, Síða 6
Ungfrú Yndisfríð
Hér kemur ungfrú Yndisfríð,
yndislegri en nokkru sinni áð-
ur og léttklædd að vanda. Hún
er alltaf að týna einhverju,
blessunin og þá finnst henni
auðveldast að snúa sér til ykk-
ar, lesendur góðir, enda hafið
þið alltaf brugðist vel við. Nú
hefur hún týnt klukkunni sinni
og hún biður ykkur að finna
hana fyrir sig. — Dregið verð-
ur úr réttum lausnum og verð-
launin eru konfektkassi.
Klukkan er á bls........
Nafn
Heimilisfang
Simi ..........
Hvað notarðu marga sykurmola
i kaffið? Fjórtán. Fjórtán, ham-
ingjan góða. Já, en ég hræri
ekki i því, því að ég þoii ekki
sætt kaffi.
Tveir menn töluðu saman
í boði og annar sagði hrifinn
og ákafur frá konu sem hann
þekkti. — Þú skilur, sagði
hann, hún er ein af þeim
konum sem fær menn til að
kasta sér í vatn eða klifra
upp í tré, hoppa, stökkva
eða ..• I
— Já, ég skil sagði hinn,
hún ekur bíl.
TILLITSSAMUR ÁMINNANDI.
Þegar Elísabet Bretadrottning
var í opinberri heimsókn í Dan-
mörku siðast, var haldin konungleg
athöfn i Hróarskeldu og lagðir
kransar á kisturnar i dómkirkjunni.
Ungur ljósmyndari sem þar var
staddur lagði í flýti tómt mynda-
vélahylki á einn af legsteinunum.
Friðrik konungur benti honum á að
fjarlægja það og til þess að gera
aumingja ljósmyndarann ekki mjög
miður sín hvíslaði hann að honum:
Þér skiljið, þetta er fjölskylda mín.
Karen Johnsen. héraðsdómari í
Danmörku, þurfti dag nokkurn að
fá pípulagningamenn á skrifstofuna
til sín. Pípulagningamaðurinn byrj-
aði að útskýra fyrir aðstoðarmanni
sínum hvernig leggja ætti rörin sam-
kvæmt teikningunni og meðan hann
var að því, heyrðist frá héraðsdóm-
aranum: Ég þyrfti á tveimur hraust-
um mönnum að halda, til að flytja
þennan skáp. Pípulagningamaðurinn
lét sem hann heyrði þetta ekki og
hélt áfram útskýringu sinni. En dóm-
arinn endurtók: Mig vantar nauð-
synlega tvo hrausta menn til að flytja
þennan skáp. Þá fékk pípulagninga-
maðurinn meira en nóg, hann sneri
sér að héraðsdómaranum og sagði:
Heyrið þér mig ungfrú, ef yður vant-
ar hrausta menn, skuluð þér bara
fara niður að almenningsspítalanum
kl. eitt. Þeir sem koma þaðan hafa
vottorð upp á það, að þeir séu
hraustir.
Hver fann eiginlega upp á þvi að
kalla konur stundum gæsir. Var það
vegna þess hve þær geta stundum
verið ótrúlega líkar gæsum og stafa
ÞANNIG ER LÍFIÐ.
Fyrrverandi skipaþema var á
gangi um höfnina og heyröi þá
hrópaö á hjálp úti í sjónum. Hún
kastaöi frá sér tösku sinni og kápu
og stökk út í og henni heppnaöist
aö bjarga dreng frá drukknun.
Þegar hún kom aftur á þurrt
land, sá hún aö einhver haföi stol-
iö þúsund kr. úr tösku hennar á
meöan.
Og mundu það svo, að gera
eitthvað af þér svo að þú
fáir að sitja eftir meðan ég
líkindin af þvi hve báðar eru til-
gerðarlegar og reigðar? 1 rauninni
hefur þetta orðtæki niðrandi merk-
ingu og það kannski vegna tilgangsins
er í saumaldúbb.
sem liggur á bak við Það þegar kon-
Húsmóðir nokkur í New Jers-
ery í Bandaríkjunum ætlaði að
reyna að drepa mölflugu með því
sem hendi var næst og það vildi
svo heppilega til að það var
hamar og með honum sló hún
manninn sinn f rot.
an reigir sig eins og gæs. Það er
Jane Mansfield, sem þarna setur sig
í kroppastellingar með þessum ár-
angri. Munið það stúlkur mínar að
næst Þegar þið setjið ykkur í kroppa-
stellingar eins og Jane Mansfield og
vaggið í göngulagi eins og Marilyn
Monroe, þá eruð þið líkastar ...
DAGURINN var honum óvenju-
erfiður. Hann átti bágt með að
sitja kyrr. Einhver órói var I
hopum. Það var eitthvað svo óvenju-
erfitt að sitja svona og telja þessi
blöð, flokka þau og bunka, þetta sama
nudd upp aftur og aftur. Bara, að
hann mætti fara út og gera eitthvaö
annað, —• vinna.
Jafnvel tilbreytingarlaust pikk rit-
vélarinnar æsti hann. Stúlkan, sem
sat við að vélrita, minnti hann svo
mikið á Rúnu, — lítil, þybbin, með
stóran munn. Hann langaði að segja
þessu öllu í helvíti, en hann hafði
heitið því að sitja á sér, láta sem
ekkert væri, vera rólegur, ekki æðr-
ast. Hann skyldi líka hafa það af.
En þessi dagur var óvenjuerfiður.
Kannski var Það af því veðrið var
svo gott. Strax í morgun var allt
leiðinlegt: að vakna eftir örstuttan
svefn, útsofinn, óþreyttur, aldrei
líkamlega þreyttur, langa aldrei til
að sofa lengur og hvíla sig betur.
Kannski dálítill verkur i bakinu,
stingur, þegar hann rétti úr bæklaða
fætinum, engin þreyta, aðeins verk-
urinn, það var helviti. Og sjá hana,
konuna, heyra hana anda létt og
áhyggjulaust. Hann leit yfir í rúm
hennar. Hún vildi endilega sofa inni
hjá honum, eins og það væri einhver
nauðsyn. Hann vissi, að hún hélt fram
hjá honum. Hann hafði fljótlega skil-
ið þessi löngu kvöldpartí. En það
ergði hann ekki, það varð að vera.
I morgun, — sængin hafði færzt
ofan af henni, hún lá hálf á bakið,
og hann sá fagran vöxt hennar gegn-
um þunnan náttkjólinn, fagurmótað-
ar mjaðmirnar, sléttan magann, stór,
mjúk brjóstin, ávalar axlirnar, húðin
mjólkurhvít, munnurinn nettur, hvít-
ar, þéttar tennur, bráhárin dökk og
löng, ennið hátt, hárið þykkt og
dökkt. Falleg kona, konan hans. Og
hann vissi, að hún hafði notað nótt-
ina til ásta, vissi, að hún læddist inn
undir morguninn, syfjuð, þreytt, en
þó sæl, gáð að, hvort hann svæfi,
afklæðzt hljóðlega í myrkrinu, sofn-
að strax, líklega dreymt skemmtileg-
heit kvöldsins, — sennilega var hana
enn að dreyma það. En það kom
honum ekki við. Hann var henni
dauður, verra en dauður, lifandi lík
— ófær. Stundum langaði hann þó
til að vita, hver það væri, sjá hana
tala við hann. Nei, það var ekki til
neins. Ekkert kom við hann framar.
Kannski var það ekki alltaf hinn
sami, hún hlaut að vera eftirsótt.
Honum var sama, bara láta sem hann
vissi ekkert.
Og hann hafði geispað, ræskt sig,
og hún vaknaði, breiddi ofan á sig
sængina, teygði sig og geispaði. „Ah,
er virkilega orðið svona framorðið?
Ó, ég er svo syfjuð. Við vorum svo
lengi að spila, klukkan var víst fjög-
ur, þegar við hættum.“
„Jæja, já.“ — Hann hlustaði ekki
á hana, vissi, hvernig hún var vön
að afsaka sig. Skyldi hún halda, að
hann vissi ekkert? Kannski.
„Jæja," sagði hún, geispaði enn,
reis upp, smeygði sér í morgun-
sloppinn að ofan, teygði fæturna fram
úr, stóð snöggt upp og kippti sloppn-
um saman, snöggt, eins og til að hylja
nekt sína sem fljótast. Svona var það
alltaf. Síðan fram i eldhús að hita
kaffið. Hann að bjástra við að klæða
sig, var oft lengi að því, vildi ekki,
að hún hjálpaði honum nema stund-
um, ef hann var eitthvað verri. Síð-
an hann að raka sig, drekka kaffið,
líta i blaðið, hún að klæða sig á með-
an. Svo þau á leiðinni í vinnuna, í
bílnum, hún með hugann við bílinn
og umferðina, hann að horfa út um
gluggann, kannski tala um veðrið,
gott eða illt, kannski bara þegjandi.
Þetta var ekki svo löng leið og svo
sem elckert til að tala um. Þannig
var það alltaf. Staulast svo upp
tröppurnar, styðjandi fast á stafina,
veifa til hennar, akandi til saurna-
stofunnar. Stundum kom einhver af
skrifstofunni á móti honum, aðrir
voru á leið í vinnuna, buðu góðan
dag, gengu hægt til að fylgjast með
6 VIKAN