Vikan


Vikan - 26.01.1961, Page 14

Vikan - 26.01.1961, Page 14
Segið þið bara, að hann sé ekki rómantísknr, herrann á rniðri mynd- inni. Hins vegar er daman svolítið fælin á svipinn og ekki nægilega samstillt í rómantíkinni. Herrann til vinstri hefur færzt mikið í fang, en hann veldur því — vonandi. Rómantíkin lifir Það hefur verið staðhæft, að rómantíkin eigi mjög í vök að verjast á Þessum kjarnorkutimum, jafnvel að hún sé alveg dauð. Þeir eru víst áreiðanlega farnir að eld- ast eitthvað innan i sér, sem halda slíkum skoðunum á lofti og þeir ættu að koma þangað sem sak- iaus og óspilltur ungdómurinn skemmtir sér. Þessar myndir eru teknar á samkomustað í Reykja- vík, sem ungt fólk sækir mjög. Þar var rómantík í loftinu og augnatillit, sem gáfu bendingar og loforð. Enda þótt þessi hrif- næma, ástleitna rómantík kunni að eldast fljótt af fólki — jafnvel alltof fljótt — þá er greinilegt að unglingarnir nú á dögum hafa jafnrikulega rómantíska hneigð og áður. Hins vegar er það hátt skrifað að vera „svalur" og „töff“ eins og það er kallað og það kenn- ir unglingunum -— þvi miður — að líta á rómantík sem barnalegan hégóma og tepruskap. Sara Rogers gat ekki imyndað sér, að neitt væri i ólagi á ferða- skrifstofunni. Að vísu hafði hún beðið nokkuð lengi við afgreiðslu- borðið, án þess að nokkur yrði hennar var. En hún var svo vön því, að enginn tæki eftir henni, hvort sem hún var ein síns liðs eða i margmenni. Hún hafði fallegt, brúnt hár, en það var bara þessi venjulegi brúni litur. Hún var litil og grönn og stóðst ekki saman- burð við stúlkur eins og Brigitte og Marilyn. í þessum heimi, þar sem allt snerist um þá, sem sköguðu fram úr að einhverju leyti, voru fáir, sem tóku eftir stóru, brúnu augunum hennar og fallega, feimnislega brosinu. En þetta hafði lika sína kosti. Sá, sem enginn veitir eftirtekt, fær líka að vera í friði. Sara, sem hafði ekki hugmynd um, hvernig hún ætti að haga sér, ef hún líktist Brigitte eða einhverri fegurðar- dís, lét sér þetfa vel lika, næstum því eins og kameljónið, sem á öryggi sitt i því að vekja sem minnsta eftirtekt. Þess vegna vakti það engan kvíða hjá henni að sjá ferðaauglýsinguna á veggnum. Það var stór mynd af bláum fjörðum og fjöllum, sem gnæfðu við himin, með yfirskriftinni Skandinavía. Hún varð bara dálítið vand- ræðaleg, af þvi að ungi maðurinn bak við afgreiðsluborðið átti svo vel við landslagið á myndinni. „Mér skilst, að þér ætlið að ferðast um Evrópu í þrjá mánuði?“ Sara kinkaði kolli. — Augu unga mannsins voru blá og köld eins og úthafið. Hann var útitekinn og veðurbarinn eins og sannur vík- ingur, og hið ljósa hár hans benti til þess, að hann væri af norræn- um ættum. „Er þetta í fyrsta skipti, sem þér farið til útlanda?" Sara kinkaði kolli til samþykkis og beið hálfkvíðin eftir næstu spurningu. „En þér ætlið ekki að fara til Danmerkur né ;Svíþjóðar?“ — Hann talaði með dálitlum hreim, eins og hann hefði ekki alltaf talað ensku. — „Eða Noregs?“ Bara, að hann hefði verið Frakki, hugsaði Sara, eða jafnvel Spán- verji, þó að hún ætlaði aðeins að dveljast á Spáni i tvær vikur af þeim tólf, sem hún hafði til umráða. „Ég er hrædd um, að ég hafi ekki tima til þess,“ sagði hún í af- sökunartón. „Þér gætuð hætt við að fara til Spánar," sagði hann, — eða Grikklands.“ „En mig langar svo til að sjá Sevilla, og Granada, sagði hún, — Akrópólis, eyjarnar og blikandi hafið, bætti hún við í huganum, en ungi maðurinn leit á hana með svo mikilli vanþóknun, að hún þorði ekki að segja meira. „Það verður allt of heitt á Spáni og Grikklandi," sagði hann „eink- um yfir sumarmánuðina. Ég mundi ráðleggja yður að dveljast á Norðurlöndum að minnsta kosti eitthvað af tímanum.“ Sara hugleiddi þetta fyrir kurteisisakir. I huga hennar komu sund- urlausar myndir af ljóshærðu, hraustlegu fólki, sem iðkaði sund og skíðaferðir, fór í gufubað, velti sér í sjónum á eftir og borðaði smurt brauð og sild. Þetta var sjálfsagt mjög heilsusamlegt, en alls ekki það, sem hana hafði dreymt um. „En það verður ekkert heitt,“ sagði hún. „Ég legg af stað með vorinu.“ „Vorið er yndislegt í Noregi,“ sagði hann. Sara varð hálfgröm. Margir af samkennurum liennar höfðu mælt með þessari skrifstofu, en hún gat ekki ímyndað sér, að neinn þeirra hefði áhuga á skíðaferðum né almenningsgufuþöðum. — Ef lil vill var hyggilegra að vera ákveðin, en kurteis, hugsaði hún. „Þetta er ósköp auðvelt,“ sagði ungi maðurinn óvænt, eins og hann hefði lesið hugsanir hennar. „Það eina, sein þér þurfið að segja, er: „Nei, hr. Larson, mig langar hvorki að fara til Noregs, Svíþjóðar né Danmerkur.“ “ Ef augnaráðið hefði ekki verið svona kuldalegt, hefði Sara grunað hann um að vera að skopast að sér. „Nafn mitt er Kurt Larson, ef yður langar til að vita það,“ sagði liann, og áður en hún fékk tíma lil að átta sig á hinni einkennilegu framkomu hans, bætti hann við: „Ætlið þér að taka þátt í einhverri af skemmtiferðum okkar?“ „Það held ég ekki,“ sagði Sara fljótmælt. „Ég er búin að semja ferðaáætlunina, ég ætla aðeins að biðja yður að lita á þessi skjöl." — Hún tók upp landabréf, óteljandi bæklinga, vegabréf og ferðaáætlanir. Kurt Larson leit ekki á neitt af þessu nema vegabréfið. „Þetta er ekki mjög góð mynd af yður,“ sagði hann og leit á mynd- ina. „Ég sé, að þér eruð kennari. Kennið þér við háskóla?“ „Gagnfræðaskóla," sagði Sara. Á vegabréfinu stóð, að liún væri kennari, 21 árs gömul, livernig hár liennar og augu voru lit, en sem betur fór, gat það hvergi um, hve óumræðilcga hamingjusöm hún var að hafa nú loks fengið vegabréf. 14 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.