Vikan - 26.01.1961, Page 21
r hóprmm
— Hvað heitirðu?
— Steingrímur Leifsson.
— Og kallaður hvað?
— Steini.
— Ertu í nokkrum skóla?
—; Já, í Flugskólanum Þyt.
— Kanntu þá að fljúga eða hvað?
— Bara á bílnum hans pabba.
— Jæja, er hann með fluggír? En
hvernig er það með flugskólann, er
ekki almennt nám eins og í Iðnskól-
anum?
— Nei, ekki til A-prófs. Þar lærum
við loftsiglingafræði, veðurfræði,
flugreglur og flugeðlisfræði. Ég veit
ekki hvernig það er með B-prófið.
—• Hvaða réttinói veitir A-prófið?
— Það er sama og minna próf á
bíl, þannig að maður má fljúga með
farþega, en ekki taka borgun fyrir.
— Hvað tekur námið langan tíma?
Steingrímur Leifsaon
— Hvað áttu við? A-próf eða allt
flugnámið?
— Ja, eiginlega hvorttveggja.
— A-prófnámskeiðið stendur tæpa
þrjá mánuði og er krafist 40 tíma flug
auk bóknáms. B-próf tekur 3 tii 4
mán. og þurfa að vera komnir 200
flugtímar alls með A-prófi. Við það
bætast 20 tímar blindflug.
— Þarf ekki svaka gáfur til þess
að standast þessi próf?
— Það þýddi að minnsta kosti ekki
fyrir ykkur að fara í það. Svona
blaðanegrar.
— Engar kynþáttaofsóknir, dreng-
ur minn. Hvað ertu annars gamall,
Steingrímur?
— Ég verð átján i apríl.
— Þegar þú ert að verða fimmtíu
og eins, segirðu sjálfsagt að þú sért
tæplega fimmtugur. Heyrðu annars,
hvort reykirðu vindla eða sígarettur?
-—• Pípu.
—- Nú, hver fjandinn. Hvað drekk-
urðu þá?
— Maltöl.
— Ja, ekki veitir af með þetta
útlit.
— Ég sé á ykkur, að þið drekkið
það ekki.
—• Megum við taka af Þér mynd?
— Ef þið náið henni.
—- Ferðu oft á rúntinn?
— Ekki nema á kvöldin og um
helgar.
— Og auðvitað á bilnum hans
pabba þíns
— Já, auðvitað.
— Jæja, Steingrímur. Ætli það sé
ekki bezt að þakka Þér fyrir og fara?
— Mín vegna.
Með þetta förum við
skamyndirv
Horst Buchholz er nú á tindi frægð-
ar sinnar. Enda Þótt Peter Kraus
sé alveg á hælunum á honum sem
stendur, þá á hann langt í land að
ná sömu hylli utan Þýzkalands og
Horst Buchholz. Horst er einn af
þeim tíu vinsælustu í Þýzkalandi
og núna hefur hann unnið mik-
ið á annars staðar með mynd-
um þeim, sem teknar hafa verið í
Ameríku, Englandi og Frakklandi.
Margir hafa séð hann i sjómannshlut-
verki sínu í ensku myndinni „Tiger
Bay“, sem sýnd var i Tjarnarbíói.
Önnur mynd hefur verið gerð með
honum i hlutverki sjómanns, sem
misst hefur alla pappíra sína og fær
hvergi skipsrúm.
lcvilcmyndir
Sal Mineo þarf varla að kynna fyr
ir þeim, sem fylgst hafa með ungl-
ingamyndum undanfarinna ára frá
Hollywood. Hérna sjáið þið hann með
Gene Krupa. Þeir eru að æfa saman
undir mynd sem fjallar um ævi
Krupa.
Krupa er sjálfsagt frægasti
trommuleikari okkar tima, þó ekki
sé hann talinn bezti. Sú var tíðin, að
ekki var talað um neinn trommuleik-
ara nema Krupa. Og nú er ein mynd-
in enn I ævisögustílnum komin á
kreik.
Þetta er Elke Sommers, sem er mót-
leikari Horst Buchholz í myndinni
„Feiga skipið". Hún hefur smám
saman fikrað sig upp stjörnustigann
og hefur ekki gengið alltof vel. Nú
er hún sem sagt komin í gagnið, því
ólíklegt er, að stúlka sem leikur á
móti Buchholz gieymist fljótlega.
Petei' og Nadja
Peter van Eyck og Nadja Tiller
eru alltaf á uppleið, síðan þau léku
i myndinni um stúlkuna Rosemarie.
Van E'yck er sérkennilegasti kvik-
myndaleikari Þýzkalands. 46 ára,
heimsborgari og hefur alls staðar
leikið í kvikmyndum. 1952 lék hann
í myndinni „Laun óttans“ i Frakk-
landi. Sú mynd varð heimsfræg. Hann
hefur leikið í meira en 50 myndum i
Ameriku, Englandi, Italíu, Frakk-
landi og Þýzkalandi. Hann er á blaði
hjá hverjum einasta kvikmyndafram-
leiðanda um allt vesturhvel. Allir
vilja sjá hann.
Kruya segir Sal til í trommuUstinni
íþróttir
Það liggur við að Þórður geyspi
golunni i þessu kasti. Hann kvað hafa
lært þessa aðferð af Könum. Annars
er varla hægt að skrifa um utanhúss-
iþróttir á þessum kuldatímum. En
hitt er annað mál að veturinn er
hægt að nota til þjálfunar og svo mun
líka gert. Það veitir ekki af mikilli
þjálfun núna, ef við ætlum eitthvað
að spjara okkur á sumri komanda,
en frammistaðan í fyrrasumar var
að mörgu leyti lök. Ýmsir kappar
brugðust heldur betur og liklegast er
engu um að kenna, nema slælegri
þjálfun. Það er orðið langt siðan að
Islendingar hafa getið sér orðs fyrir
frjálsar íþróttir. Nú er að taka á
lionum stóra og gera eitthvað i mál-
inu. Svo eru nú Þeir sem erfa landið.
Það þarf að búa betur að þeim, ef
við viljum sjá einhvern árangur í
framtíðinni. E?kki er hægt að búast
við því, að þeir æfingavellir, sem
núna eru i Reykjavík fullnægi þörf-
inni. Að minnsta kosti finnst mörgum
heldur þröngt á þingi.
Þóröur aö verki
áttu þetta?
Það er svo margt þegar að er gáð.
Þetta gátum við sannprófað, þegar
við gengum um bæinn og athuguðum
í hverju væri fengur fyrir ykkur að
eiga. Eins og öðrum bæjarbúum vartj
okkur starsýnt í glugga húsgagna-
verzlunar og fyrr en varði vorum við
komnir inn. Þar sáum við meðal
annars ýmislegt skemmtilegt fyrir
stúlkur. Á meðfylgjandi mynd eru
svo munirnir.
Kommóðan er úr teak og mjög
snyrtileg I öllum frágangi. Það má
nota hana sem snyrtiborð, þar sem
hún er svo lág. Verðið er um 1100.00
og má kallast hóflegt nú á timum.
Lampinn er léttur og þægilegur,
skermurinn marglitur. Hann kostar
rúmar 200.00
Hundurinn mun vera af úrvals-
kyni, hið svokallaða tréhundakyn og
þarf hvorki hundaleyfi né mat fyrir
hann. Hann selst á rúmar 100.00, af-
borgunarlaust.
HBKAM 21
H A>* IV X O.