Vikan


Vikan - 13.07.1961, Side 3

Vikan - 13.07.1961, Side 3
carabella Yndisþokki næturinnar í carabella... mjög fljótt l$iðar á öðrum tjaldlitum. Rautt getur kannski verið svolítið rómantískt, en ákaflega þreytandi til lengdar. Bæði blá og rauð tjöld eru auk þess dimmari en hvít. — Góða skemmtun. Molar um Melinu. Kæri Póstur. Getur þú sagt mér eitthvað um Melinu Mercu- ori og myndina, sem hún leikur í (Never on sundays) ? Hvað er hún gömul og svoleiðis, og hvað heitir sá, sem stjórnaði myndinni? Er það satt, að hann leiki í henni líka? MM Ég get nú ekki mikið sagt þér um þessa á- gætu stúlku annað en það, að hún er grísk og sennilega um tvítugt. Ég geri ráð fyrir, að „svoleiðis" þýði, hvort hún sé gift, og ég held, að það sé hún áreiðanlega ekki núna. Hún giftist 17 ára gömul, en það hjónaband varð æði-skammvinnt, og ég man ekki að hafa heyrt, að hún legði út í það á ný. Um Melinu er sagt, að hún sé iðandi af lífsfjöri og hætti aldrei við hálfnað verk, en viti mætavel, hvað hún vill. Leikstjóri myndarinnar heitir Dass- in og er franskur. Ljóskeradeila. Kæri Póstur. Mig langar til að fá þig til að skera úr deilu milli mín og mannsins míns. Svo er mál með vexti, að nú ekki fyrir löngu fór ég á bilnum okkar með krakkana upp í sveit. Á undan mér var stór trukkur og fór hægar en ég vildi fara, en meðan ég var að reyna að komast fram úr hnnnm, kom steinn undan hjóli á honum og mölbraut annað framljósið hjá mér. Ég tók núm- erið af bílnum og ætlaðist til, að karlinn minn færi með það í tryggingarnar, en það vill hann ekki gera. Hann segir, að tryggingarnar borgi ekki brotin ljós og auk þess þýði það ekkert að tala við þær, úr þvi áð ég talaði ekki við trukkbílstjórann. En það er hægt að sanna það, að hann hafi verið á þessari leið þennan dag, og til hvers er ábyrgðartrygging á bilum, ef hún borgar ekki allan skaða, sem verður af notkun þeirra? Opelfrú. Mér þykir leitt að þurfa að viðurkenna, kæra Opelfrú, að maðurinn þinn hefur rétt fyrir sér. Tryggingarnar taka ekki til brot- inna ljóskera, nema fleira hafi skemmzt. Þá væri svo hægur vandi fyrir þann, sem er ineð brotin ljósker, að aka á eftir einhverj- um bíl upp í sveit til þess að fullvissa sig um, að sá bíll hafi raunverulega verið þar, skrifa hjá sér númerið á honum, snúa síðan við og aka í bæinn aftur og heimta bætur f tryggingunum. Hún sér ekkert „út úr því“. Kæra Vika. Það var ekki alls fyrir löngu, að ég fór á sýningu hjá einum af þessum abstraktmálurum og ég var alveg jafnnær. Þetta voru eintómir fletir og hvur veit hvað og það var ekki fyrir kellingar eins og mig að skilja það. Ég gat ekkert séð út úr myndunum hvernig sem ég reyndi og nú langar mig til að spyrja: Er þetta bara hókus pókus og nýju fötin keisarans og geta ekki allir gert svona myndir? Jórunn G. Bústaðahverfi. Mér þykir leitt, Jórunn, að þú skyldir vera alveg jafnnær eftir förina á sýningu abstraktmálarans. En ertu nú viss um það, að þú hafir skoðað myndirnar með réttu hugarfari? Eins og flestir aðrir, sem ekki eru vanir þess háttar myndlist, hefur þú verið að reyna að sjá einhverja náttúrlega fyrirmynd í málverkunum. Það má líka vel vera, að málarinn hafi haft náttúrlegar fyrirmyndir. En hann hefur bara verið bú- inn að breyta þeim það mikið, að hin raun- verulega fyrirmynd hefur ekki verið þekkj- anleg lengur og raunar væri myndin ekki abstrakt annars. Gættu þess vel, Jórunn? að mynd er hvorki betri né verri, þótt hægt sé að sjá eitthvað „út úr henni.“ Það skiptir í rauninni ekki máli. Aðalatriðið er, að sjálf myndin sé góð. Hún er hvort er eð einangr- að og sjálfstætt fyrirbrigði, sem lifir eigin lífi. Þú hefðir átt að staðnæmast fyrir fram- an myndirnar og athuga áhrifin, eða ósköp- einfaldlega: Hvort þér þótti myndin falleg eða ljót. Eiginlega er það byrjunin; hitt kemur á eftir. Það verður að líta á mál- verk, svipað og hlustað er á tónlist. Þú nýt- ur væntanlega tónlistar án þess að vera sí- fellt að hugsa um, hvort tónarnir líkist ein- hverjum hljóðum úr náttúrunni. Farðu aft- ur á svona sýningu, Jórunn, og þá mun bet- ur ganga. Svo ég svari spurningu þinni ná- kvæmlega: Það gætu verið nýju fötin keis- arans, en mér finnst það ekki líklegt. Ég veit ekki hvaða sýningu er átt við og get því ekki um það dæmt. En það er víst ekki eins auðvelt að gera góðar abstraktmyndir og margir halda og sumir málarar halda því fram, að það sé erfiðara að gera góða ab- straktmynd heldur en hlutlæga, vegna þess, að þá verður listamaðurinn fyrst og fremst að sækja í eigin huga. IÐKAK 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.