Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 13.07.1961, Qupperneq 9

Vikan - 13.07.1961, Qupperneq 9
 Nú voru þeir komnir svo nálægt, að þeir heyrðu greinilega, þegar bláklæddu liðsforingjarniruppi á hæðarkollinum hrópuðu: skjótið! skjótið! unnustu sinni bréf. Það var hann vanur að gera fyrir hverja orustu. Nóttin fyrir orustuna. Herdeild Picketts hafði verið fengið óvenju vandasamt ætlunarverk. Menn hans áttu að ráð- ast yfir dalverpi nokkurt, -hlaup'a yfir flatlendi, allbreitt frá hernaðarlegu sjónarnjiði, og steypa sér loks yfir Norðanmenn á hinum svonefnda Kirkjugarðshvoli. Áhlaupið skyldi gera beint gegn stórskotaliði þeirra og meginher fótgöngu- liðsins. Það var að vísu bót í máli, að A. P. Hill hers- höfðingi hafði látið í veðri vaka, að þetta væri ekki eins hættulegt og útlit væri fyrir. Og Lee hershöfðingi var sannfærður um, að það væri framkvæmanlegt. Það fannst mönnum enn betra, því að vitað var, að hann hafði hvað eftir annað sigrazt á ofurefli liðs. Pickett hershöfðingi yfirfór sverð sitt. Þótt hann væri eiginlega fótgönguliði, reið hann ævinlega til orrustu á Brún sínum með sverðið í hendi. Eftir það athugaði hann önnur handvopn sín og hengdi þau vandlega á söðulknapa ■ sinn. Hann reyndi að blunda ofurlítið. Um dagmála- bil sá hann gráa skýjabólstra gægjast upp fyrir sjóndeildarhring. Skyldi nú fara að rigna? Og ef svo yrði, mundi þá áhlaupinu verða frestað? Hann heyrði íótatak i grasinu liti fyrir. Það var einn af þjónum hans á ferð með kaffibolla. — Það er reyndar ekki vel heitt, en mér datt samt í hug, að hershöfðinginn vildi einn bolla? Pickett þakkaði honum brosandi og dreypti með liægð á hinum beizka drykk. Hvellir frá riffilskotum heyrðust í fjarlægð. Sennilega voru smáskærur um skógarrunna, kofa eða annað slíkt uppi hér og þar. Hermennirnir vöknuðu nú hver af öðrum og tóku að hyggja að vopnum sínum. Þeir hreinsuðu byssurnar sem vendiiogast og athuguðu herbúnað sinn stein- þegjandi. Þeir, er skó höfðu, létu þá á sig. 1 SuðurhernUm voru skór sem sé ekki taldir til nauðsynja, heldur munaðar. Sumir létu eitthvað ofan í sig. Pickett kallaði saman liðsfori'ngja sína og skýrði fyrir þeim framkvæmd áhlaupsins. Allir kinkuðu kolli til samþykkis. Enginn var í minnsta vafa um, að það heppnaðist. Sumir fundu ástæðu til að koma með brandara: — Eftir nokkra daga sláum við landtjöldum í ríkisþinghúsinu! Skýjaþykkni það, er dró óðfluga á loft, færði Longstreet hershöfðingja nýjar sannanir fyrir sinni skoðun. Áhlaupinu varð að fresta. Það var óðs nittnns ieði aö ráðast á Norðanmenn í þessu útliti. En Lee yfirhershöfðingi slakaði ekki á um þumlung. — Það bar ekki á því, að farið væri að rigna enn! Og þegar að hádegi leið, tóku skýin að þynnast, en sól að skina. Longstreet stakk upp á, að Lee færi með sér í eftirlitsferð meðfram víglínunni, til þess að hinn nafnkunni hershöfðingi mætti sjá það með eigin augum, hvílíkt brjálæði slíkt á- hlaup væri. •— Sjáið þér dalinn, sem við verðum að fara yfir. Takið eftir hlíðinni upp Kirkjugarðshvolinn, rétt framan við fallbyssukjafta öflugasta stór- skotaliðs Norðanmanna! En Lee benti honum að fara. Hann hafði á- kveðið að brjóta Norðurherinn á bak aftur i eitt skipti fyrir öll og binda endi á styrjöldina. Klukkan tól-f skein ?ól í heiði. Þetta var hinn 3. júlí 1863. LIFENDUR AÐ BAKI HINNA LÁTNU. Langt úti á engjum voru kýr á beit þennan frið- sæla sumardag. Nú var glampandi sólskin, og Pickett sá yfir til víglína óvinanna. Þær voru í lögun eins og öngull og þungamiðjan í bugðunni uppi á Kirkjugarðshvoli. Lið hans sjálfs lá hálf- an annan kilómetra vestan við Norðurherinn. Glöggt mátti sjá, að Norðanmenn bjuggust við áhlaupi. Liðsforingjar voru á hlaupum út og suð- ur, fallstykki voru hreinsuð, og skotfæralestir mjökuðust upp liallann með helskeyti sín. Öllum hiutum, sem ekki voru i fyllsta lagi, var fleýgt og ' öðrum nýjum bætt í skarðið. Legsteinar í kirkju- garðinum voru vægðarlaust rifnir upp og hlaðin úr þeim varnarvirki. Þar skildu lifendur skýla sér að baki hinum látnu. Framan við fallbyssurnar grófu hermennirnir djúpar skotgrafir. Þar tóku riffilskytturnar sér stöðu. Klukkan hálfeitt var hitinn kominn upp í 35 stig. Elinn af þjónum Picketts vætti varirnar með tungu sinni og stundi við: — Nokkuð heitt í 'veðri, herra! Pickett kinkaði kolli. Samkvæmt áætlun átti stórskotaliðið að hefjast handa. Jafnskjótt og fall- byssuhríðinni létti, átti hann að sækja fram með herdeild sína og stefna á trjálund einn uppi á miðjum Kirkjugarðshvolnum. Hafði Lee yfir- hershöfðingi sjálfur ákveðið þá tilhögun. Allt. minnti þetta Pickett á áhlaup, sem hann hafði tekið þátt í, er hann var 22 ára gamall Það var Framhald á bls. 34. Norðurherinn hafði tekið sér stöðu á Kirkjugarðshvolnum við Gettys- burg og bjóst þar um bak við legsteina og minnisvarða. Á sléttunni fyrir neðan hafði 78.000 manna her Lees hershöfðingja numið staðar. Vildi hershöfðinginn, að Pickett, embættisbróðir hans, sem var ungur að árum, stjórnaði árás á hvolinn og hrekti Kana norður á bóginn. En honum var mjög ráðið frá því að leggja í svo vonlaust uppátæki. Það var ekki fyrr en undir dagmál, að Lee gaf loks skipunina: Hefjizt handa! - Þar með var hafin ein hin blóðugasta viðureign veraldarsög- unnar, sem auk þess var með þeim hætti, að landar bárust á banaspjót. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.