Vikan - 13.07.1961, Side 35
Raðir hermanr.anna þynntust i sífellu. Harmur
nísti hjarta Picketts, er hann sá pilta sína hníga í
valinn, hundruðum og þúsundum saman. Hlíðin
niður af Kirkjugarðshvolnum var þakin særöum
möniium og dauðum. Sjálfur var hann fyrir löngu
kominn í skotfæri Norðanmanna og leitaði nú
hælis i skógarrunni, þar sem hann gat fylgzt með
gangi orustunnar.
En Pickett hvatti menn sína til framgöngu.
Þeir stefndu beint til stöðva Norðanmanna á hæð-
arkollinum, ruddust gegn riffilkjöftunum af óskilj-
anlegri fífldirfsku og tókst að reka ofurlítinn
fleyg í fylkingar óvinanna. Allt i einu höfðu
nokkrir þeirra Suðurríkjamanna höggvið sig i
gegn!
TVÖ ÞÚSUND Á FIMMTÁN
MÍNÚTUM!
Nú var barizt i návigi, maður gegn manni.
Knífar og byssustingir blikuðu i loftinu. Hér
gilti aðeins ein regla: að drepa eða vera drepinn.
Manníallið var gífurlegt. Kirkjugarðurinn fylltist
af dauðum mönnum og deyjandi. Þeir, sem á
hæla þeim komu, tróðu þá niður og héldu bar-
daganum áfram með öllum tiltækilegum vopnum.
Stórfylkishöfðingi Picketts, Lewis Armistead,
lagði til atlögu við eitt fallbyssustæðið, veiíaði
hattinum á sverðsbroddi sínum og hrópaði:
— Áfram, piltar. Tökum þá!
1 sömu andrá kom byssukúla í hann. Armistead
snerist í hring og féll niður milli leiðanna.
Það var auðfundið, að Þeir Norðanmenn voru
jafn-harðvítugir í návígi sem endranær. Þeir hop-
uðu ekki um hársbreidd, en börðust með hverju
bví, er var hendi nær, og hugsuðu ekkert um að
bjarga lifinu. Þeir komu alls staðar i opna skjöldu
og notuðu allt, sem þeir náðu til, staura, Ijái,
steina og hnýtta hnefana. Hvað eftir annað gerðu
Þeir gagnáhlaup á andstæðingana og ráku þá af
höndum sér með þvílíkum ofsa, að Sunnanmenn
urðu grallaralausir yfir grimmdinni í mönnum,
sem þeir höfðu haldið, að væru hreinustu raggeitur
í návígi.
Fimmtán mínútur liðu, og létu þá liðssveitir
Picketts undan síga. Fyrst hopuðu þeir niður
hlíðina, en brátt breyttist undanhaldið i skipu-
lagslausan flótta. Að baki þeim lágu látnir og
særðir í hrönnum. Á fimmtán mínútria stundar-
korni hafði Pickett misst á þriðja þúsund manna.
Við hliðarfótinn tókst Pickett að koma skipu-
lagi á leifarnar af sinni glæsilegu herdeild. Hann
raðaði þeim upp að hýju og hrópaði einu sinni
enn:
—• Áfram! Hrekjum Norðanmenn heim til sín!
Og hinir gráklæddu stríðsmenn, strangir á svip
og ataðir svita og blóði, þustu fram einu sinni
enn, beint á móti bannvænni skothríð úr byssu-
kjöftum Norðanmanna, er nú hafði greinilega
aukizt þróttur að unnum fyrsta sigri.
Báðir hliðararmar hers þeirra sendu nú þétta
kúlnahrið á miðsveitir Suðurhersins, eftir að báð-
um áhlaupsörmum hans hafði verið sundrað og
þeim eytt að mestu. Það var aðeins miðherinn,
sem enn var vígfær um stund. En hann var einnig
stráfelldur.
LOKAÖSIGUR.
Klukkan hálffjögur var öllu lokið. Á þrjátíu
mínútum hafði Pickett beðið einn ofboðslegasta ó-
sigur í veraldarsögunni.
Þeir, sem eftir lifðu, lögðu á flótta. Án minnstu
reglu flýðu þeir í ofboði til sinna fyrri stöðva
við_ Skólahæð og skildu eftir mörg hundruð fanga.
Á samri stundu hópuðust sigurreifir, bláklædd-
ir Norðanmenn saman uppi á Kirkjugarðshvoln-
um, svo að þúsundum skipti. Og sólmettað síð-
degisloftið kvað við dynjandi fagnaðarópum sigur-
vegaranna yfir unninni orustu.
1 fyrsta sinni um tveggja ára skeið hafði Norður-
herinn unnið sigur í úrslitaorustu. Þegar Meade
hershöfðingja voru færðar fréttirnar um, að lið-
sveitum Picketts hefði verið stökkt á flótta, svar-
aði þessi fátalaði West-Point maður með einum
þremur orðum: — Guði sé lof!
Br á kveldið leið, hafði Pickett gert sér fulla
grein fyrir manntjóni því, sem herdeild hans hafði
orðið fyrir. Virginíuhermenn hans höfðu verið
4.800 talsins, margir þeirra svo ungir, að þeir
heíðu getað verið synir hans. Af þeim voru 3.393
fallnir, særðir eða herteknir, liðsforingjar og ó-
breyttir hermenn til samans. Af þeim fimmtán
þúsundum manna, er tekið höfðu þátt i áhlaup-
inu, voru yfir sjö þúsund fallnir, ssprðir eða sakn-
að. Og allt hafði þetta gerzt milli klukkáh þrjú
og hálffjögur.
En Norðurherinn hafði einnig beðið mikið
tjón. Á þeim þremur dögum, er bardagarnir um
Gettysburg höfðu geisað, voru yfir 23.000 manna
þeirra fallnir eða særðir. Hafði meiri hluti þeirra
týnt lífi í hinu ofsalega áhlaupi Picketts. Aftur á
móti höfðu þeir loks borið hærra hlut i orustu við
hinn ósigrandi Lee hershöfðingja. „Grái herinn"
var gersigraður og hrakinn á flótta.
Þegar Pickett lagði skýrslu sína um ófarirnar
fyrir yfirhershöfðingja Sunnanmanna, svaraði
Lee:
— Það var mín sök, Pickett hershöfðingi, mér
að kenna allt saman. Það var ég, sem vildi, að
þessi orusta yrði háð, og það er ég og ég einn,
sem ber að ákæra. Þér og menn yðar hafið gert
allt, sem i mannlegu valdi stóð, og þið eigið all-
an heiður skilinn fyrir yðar hetjulegu þátttöku og
'fórnfýsi.
En Pickett hershöfðingi svaraði: — Sá heiður
er ekki til, er megni að vega móti sorginni hjá
ekkjum, foreldrum og föðurleysingjum, herra
hershöfðingi.
Upp írá þessu fór stjarna Lees hershöfðingja
læklcandi. Hann hafði byggt alla von sína á áhlaupi
Picketts. Og aldrei höfðu Suðurríkin verið svo
nærri sigri í þessari. blóðugu borgarastyrjöld sem
þá, er hinir harðfengu hermenn Picketts voru um
það bil að ná undirtökum uppi á Kirkjugarðs-
hvolnum við Gettysburg og höfðu nær því stökkt
Norðanmönnum á flótta — fyrir fullt og allt.
Nú fór allt á annan veg. Herguðinn hafði snúið
baki við Lee yfirhershöfðingja.
Tuttugu og fjórum árum síðar, hinn 3. júlí 1887,
mæltu gamlir liðsmenn bæði úr herl Sunnan- og
Norðanmanna sér mót á hinum þlóði stokknu bar-
dagahæðum við Gettysburg. Þar lágu þeir i gras-
inu og rifjuðu upp gamlar minningar frá þessum
hryllilegu dögum, er ollu svo örlagarikum breyt-
ingum, ekki einungis á sögu Bandaríkjanna, heldur
veraldarsögunni í heild.
siiálhflHjipilkiiiji
heimilistækin hafa staðist
dóm
reynslunnar
nýtízkuleg
hússtörfin
H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI
■ .• • '•■.............
---#•* ________________.
VlkAN 35