Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 2
/
'SÁVM
mm
...........v .í'.
W&feitS&sSÍMS&íífówi
Slankbelti eða brjóstahaldari er undir-
fatnaður, sem þér kaupið ekki nema að
vel athuguðu máli. Lifstykkjavörur eru
það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði
yðar, að nauðsynlegt er að velja þær með
fyllstu nákvæmni. Spyrjið um hinar vel
þekktu KANTER'S lífstykkjavörur, sem
eingöngu eru framleiddar úr beztu efnum,
í nýjustu sniðum. Þér getið ávallt verið
öruggar um að fá einmitt það sem yður
hentar bezt frá
Þeim fjölgar stöðugt sem nota netteygju-
buxur, vegna þess hversu þægilegar þær
eru að vera í. Myndin er af KANTER'S
teg. 3277, valið sniö úr vönduðum efnum,
með lausum sokkaböndum.
FRAMTÍÐARMÖGULEIKAR.
Tvær smástelpur, 6—7 ára, stóðu
og töluðu um framtiðina.
— Hvað ætlarðu að verða, þegar
þú ert orðin stór? spurði önnur.
— Ég, svaraði hin. Ef ég fæ stór
brjóst, ætla ég að verða leikkona,
en ef ég fæ ekkert ætla ég að verða
kennslukona.
Ameriski kvikmyndaframleiðand-
inn, John Huston, ætlar að gera
kvikmynd um austúrríska iækninn
Sigmund Freud, en það er fyrirtæki,
sem ættingjar Freuds eru mikið á
móti. Þeir eru hræddir um, að kvik-
myndin geri líf Freuds að hlægi-
legum skrípaleik. John Huston
reiknar nú samt með jívi, að fjöl-
skyldan samþykki, þegar hún sér
handritið. Það er enginn annar en
Smælki
Jcan — Paul Sartre, sem skrifaði-
kvikmyndahandritið, og hann á eftir
því sem sagt er, að hafa búið til
fallega og hógværa sögu.
Áður en hægt er að byrja að kvik-
mynda, er nauðsynlegt að fá sam-
þykki fjölskyldunnar. En það er
ekki það eina, sem amar að, segir
Huston. Ég hef ekki hugmynd um,
hvern ég á að láta leika Freud. Sem
stendur man ég ekki eftir neinum,
sem gæti tekið hlutverkið að sér.
Svarti sauðurinn i fjölskyldu
Fabiolu Belgiudrottningu, er hinn
32 ára gamli bróðir hennar, Don
Jaime de Mora. Hann hótaði meðal
annars á sínum tíma, að gera ein-
hvern „skandala" við brúðkaup
systur sinnar og siðasta uppátæki
hans er það, að gerast leikari. Hann
hefur fengið lítið hlutverk i ítalskri
kvikmynd, sem verið er að taka í
Róm. Það er sagt að liann sé ekki
alveg hæfileikalaus.
— Loksins hef ég dottið ofan á
vinnu, sem ég hef áhuga á, segir
hann. Og hann bætir þvi við, að
hann muni ekki fara til Spánar í
bráðina, að minnsta kosti, eklci fyrr
en reiði fjöiskyldunnar lægir.
— Og þó svo að mér heppnaðist
að koma í stutta heimsókn til ætt-
iands mins, segir hann, mundi fjöl-
skyldan sjá um, að ég gæti aldrei
komist þaðan aftur.
BÍÓ f HÁLOFTUM.
Hið volduga ameríska flugfélag
TWA hefur komið á fót fyrsta fljúg-
andi kvikmyndahúsinu. Á löngum
millilandaferðum eru sýndar kvik-
myndir á lérefti, sem hengt er upp
fyrir enda miðgangs flugvélarinnar.
Sætunum er þannig fyrirkomið að
farþegarnir ráða hvort jæir horfa
á myndina. Og við hvert sæti er
snilldarlega útbúið heyrnartæki,
þannig að farjiegarnir ráða einnig
hljóðstyrldeika.
... Það er fallegur siður að kyssa
börnin sin góða nótt. En það er
erfitt að halda sér valcandi, þangað
til þau koma heim ...
STJÓRNMÁL.
Það hefur verið tilkynnt frá
Bonn, að Adenauer kanslari ætlist
alls ekki til þess að félagar hans í
ríkisstjórninni, segi já og amen við
öllum hans tillögum. Það er alveg
nóg að þeir segi já.
Tekið upp úr erlendu blaði: ...
Tvö lík lágu þegar á götunni og
þeir reyndu að hrópa upp til himna,
að það væri lífshættulegt að hoppa
út um gluggann. Allt var þakið reyk
og ...
—o—
— Haldið þér vilduð ekki setjh
þessa grímu á yður í dag, kæra
fröken, konan mín getur nefnilega
komið á hverju augnabliki.
— En hvað þetta er yndisleg perlu-
festi, en hafðirðu annars ráð á
þessu, elskan?
2 vikan