Vikan


Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 3
Svar til Dísu: Sannast að segja get ég litla huggun veitt þér, Dísa mín, aðra en djúpa samúð mína. Þetta vandamál þitt er svosem ekki einsdæmi. Mér virðist á bréfi þínu, að maður þinn sé alls ekki með fullum sönsum, en þrátt fyrir það, er lítið sem þú getur gert. Ég fæ ekki séð að þú getir búið öllu lengur við þetta. Þó væri reynandi fyrir þig, ef þú mögulega kemur því við, að dveljast að heiman í svosem hálfsmánaðartíma. Þetta gæti orðið til þess að koma vitinu fyr'- ir manninn þinn, auk þess sem þú myndir hafa mjög gott af því að hvíla þig og slappa af. En ef allt verður við það sama, sé ég ekki annað en að skilnaður sé nauðsynlegur, bæði þín og mannsins þíns vegna. Ef þú mundir skilja við manninn þinn, cru miklar líkur til þess að þú fengir að halda börnum þínum, eins og málum er háttað. Ekki þori ég að lofa neinu um það, hvort maðurinn þinn myndi fást til þess að leita sjálfviljugur til læknis, því að eftir því sem mér skilst á bréfinu, finnst honum þú eiga alla sökina á því hvernig málunum er komið — og ekki býst ég við að hann láti segjast — a. m. k. ekki af þér. Ég myndi í þínuni sporum tví- mælalaust bera málið undir góð- an lögfræðing. Skilnaður virðist varla umflúinn, og getur lögfræð- myndi bregða illilega, ef skegghýj- ungurinn væri rakaður af þessarri ungu konu. Það er eins og maður- inn viti ekkert hvað hann er að tala um . . . Samúel K. — Bravó! og aftur bravó! fyrir „skegghýjungsgreininni,“ hans Helga Sæm. Þetta eru orð í tíma töluð. . . . Getið þið ekki fengið hann Helga til þess að skrifa viku- lega? . . . B. R. —, og gæti ekki Vikan kostað Helga Sæmundsson í ferð til Öræfa og látið hann svo skrifa grein um náttúruna þar? Hann hlyti að hafa gott af slíkri ferð . . . B. K. B. Leynivínsala . . . Kæra Vika, Mig hefur lengi langað til þess að skrifa einhverju blaði um eftir- farandi, og núna loksins leita ég til þin: hversvegna í fjandanum er „Rikið ekki opið á kvöldin? Ég held það hljóti að vera einsdæmi í landi, þar sem á annað borð er selt áfengi, að ekki sé liægt að fá það á kvöldin, nema gegnum allskonar leiðinda- krókaleiðum. Ég verð að segja eins og er, að ég hef sannarlega samúð með öllum leynivínsölum — vel að merkja, meðan þeir selja ekki annað en áfengi úr áfengisverzluninni hér. Hvað eru menn að fetta fingur út í það, þótt einstaka áræðinn leigubíl- ingurinn orðið þér að ómetanlegu liði í þeim málum öllum. Gerðu þetta fyrr en síðar — það er ykkur hjónunum báðum fyrir beztu. „íslenzkt blóð. . . .“ Kæra Vika, Mig Iangar að skrifa þér nokkrar línur um greinina „íslenzkt blóð og fannst mér leiðinlegt að lesa vegna stúlknanna, sem í þessu lentu, og finnst mér fyrir neðan allar hellur'J að birta þessar myndir. Segjum nú svo, að þessar stúlkur, sem á myndunuin eru, séu nú giftar og ráðsettar isíenzkar mæður. Finnst þér ekki þá, Vika min, leið- inlegt fyrir þær og börnin þeirra að sjá myndirnar, er fylgdu grein- inni. Ég skrifa þetta ekki af því ég þekki einhverja stúlku, sem á mynd- unum er, heldur vegna þess að þetta er stórt lýti á þessu annars ágæta blaði. Vona ég svo, að eitthvað svipað endurtaki sig ekki, Tvítug húsmóðir. stjóri leggi sig í hættu með því að selja áfengi á kvöldin? Ekki tapar ríkið á þvi, nema síður sé, því að yfirleitt er ekki annað á boðstólnum í bílunum en áfengi, sem keypt er á útsöluverði hjá Ríkinu. Úr því að kúnninn vill borga þetta fasta verð fyrir bokkuna, hversvegna eru menn þá að ásækja þessa ágætu meðhjálp- ara Rikisins, sem leynivínsalar eru? Og eftir allar herferðir lögreglunn- ar, eru þeir orðnir ragir og nervusir, eins og skiljanlegt er. \ Setjum dæmið þannig upp: Það t kemur óvænt góður gestur i heim_ sókn á fyrirmyndarheimili — að kvöldi dags. Hjónunum hefði þótt gaman að geta boðið honuin upp á einn lítinn, en eins og stendur er ekkert vín til á heimilinu. Nú verður þessi gestur annaðhvort af guða- veigunum eða þá að húsbóndinn á heimilinu verður að hringja í eitt- hvert símanúmer og biðja ismeygi- lega um „góðan bíl“ — og því fylgir allskonar leiðindapukur, sem gegnir menn eiga ekki að láta bjóða sér. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna> Kúnni. Nokkuð þykir mér bréfritari Enn um skógrækt. . . frjálslega þenkjandi, en við verð- um víst samt að bíta f enn eitt — er liann Helgi ykkar að verða atvinnunöldrari, sem velur sér af handahófi eitthvert nöldursefni, al- gerlega að tilefnislausu? . . . Sann- leikurinn er sá, að . . . mönnum súrt epli — það er mikill sann- leikur í bréfi hans. Auðvitað er leynivínsala Ijótur löstur, sem hvergi ætti að viðgangast. En hvernig á að uppræta þetta mein? Útgefandi: VIKAN H.F. Ritaljóri: Gfall SigurBsson (ábm.) Auglýsingaatjórí: Jóhannea Jörundason. Framkvæmdaatjóri: Hiiraar A. Krístjánsson. ' |: p |!lll BiUtjórn og auglýsingar: Sklpholtl 33. Slmar: 35320, 35321, 35322. Póst- hólf 149. AfgreiBsla og dreiílng: BiaBadrelfing, Mlklubraut 15, siml 36720. Drelfingarstjóri: Óskar KarLs- son. VerB i iausasölu kr. 15. Áskrlft- .. arverB er 200 kr. ársþriBjungslega, ' greiBist íyrirfram. Prentun:. HUmir h.f. Myndamót: Hafgraf h.f. í næsta blaði verður m.a.: V Vikan hittir að máli fimm íslenzkar stúlkur, sem búsettar eru í borginni Hamton í Bandaríkjunum og birtir viðtal við eina þeirra sem nú er blaðaljósmyndari hjá dagblaði þar skammt frá. •fc Dagbók Zoffanys. — Smásaga um piparsvein og ástir hans á kornungri stúlku. Þýtt úr Esperanto eftir Reto Rosetti. * Á þjóðin að standa upp, þegar forsetinn gengur í salinn? Sjö þekktir borgarar svara þessari spurningu. ¥ Ég er ódauðlegur. — Saga eftir bandariska höfundinn Ken Purdy og fjallar um einræðisherra, sem tapar fyrir uppreisn- armönnum og leitar hælis hjá gömlum kunningja og þar ger- ast ótrúleg ævintýri. ¥ Ný verðlaunakeppni: Transistor útvarpstæki í verðlaun. Keppnin stendur yfir í tveim blöðum. ¥ Sendiför til Ungverjalands: Sögulok. ¥ Áhugamenn í uppstreymi. Vikan skreppur upp á Sandskeið og hittir svifflugmenn og fer á loft. ¥ Hjónakornin: Nýr grínþáttur. ¥ íþróttir: Sterkasti maður í heimi. Ég er sammála bréfritara hvað það snertir, að sífelldar herferðir gegn leynivínsölum geta aldrei orðið tii þess að leggja niður þessa „atvinnugrein." Éina leið- in finnst mér sú, að „Ríkið“ sé einmitt opið á kvöldin — og er það samboðið góðu menningar- þjóðfélagi. Þetta myndi uppræta með öllu eða að mestu, skulum við segja — allt „pukur“ — og eitt er víst: ekki yrði það til þess að auka drykkjuskap, nema þá síður sé. Kannski getum við fengið Góð- templara í lið með okkur, bréf- ritari góður(?). . . . A8 segja skilið við stórborgina. . . Kæra Vika, Þakka þer fyrir allt gamalt og gott. Ég hef einú sinni skriíað tii þín i vandræóum mínum, og þá gafstu mér ráð, sem dugði, og nú vil ég enn einu sinni leita til þin, og vonast eí'tir svari sem fyrst. Ég er iiðlega tvítug, tveggja barna inóðir og vei giít. Maðurinn minn hefur aiigóða vinnu, og ég held ég megi segja, að við lifuin þægilegu lífi — þótt við getum ekki leyft okk- ur neinn lúxus. Fyrir skömmu bauðst manninum mínum fyrirtaks. staða í þorpi úti á landi. Þessarri stöðu fylgir hús og alls konar frið- indi. Kaupið er mjög viðunandi, og sem sagt allt virðist í bezta lagi. En ég er nú einu sinni svona gerð, að ég kann ekki við mig nema i Reykjavik. Ég held að það sé svo lítið við að vera í þorpum úti á landi. Maðurinn minn segir, að þessi staða sé ekki bindandi nema i nokkur ár, auk þess sem engir framfaramögu- leikar séu í starfi því, sem hann slundar núna — og það er að vissu leyti satt. En ég hugsa sem sagt til þess með hryllingi að flytja út á land — ég er búin að eignast góða kunningja hér i bænum, og svo er ég hrædd um, að börnunum myndi falla þetta illa. Ég veit, að ef ég þrjózkast við, þá hættir maðurinn minn við þetta. Finnst þér, að ég ætti að leggja þetta á mig? S. Ég er alveg hissa á þér, að þú skulir yfirleitt vera að hugsa þig nokkuð um. Þið eruð ung, hjónin, og þú verður að vera þess minnug, að fáum ungum hjónum gefst tækifæri til þess að koma sómasamlega undir sig fótunum svo snemma á lífsleiðinni. Ég er hræddur um að þetta vaxi þér mjög í augum. Þú skalt ekki vera hrædd um að þú eignist ekki nýja félaga — Það kemur undir eins og af sjálfu sér. Og eitt er víst, að börnunum myndi sízt af öllu þykja þetta miður — og ekki eru blessuð börnin lengi að því að afla sér nýrra kunningja. Ef kjör þau, sem manninum þínum bjóð- ast eru miklu betri en þau kjör, sem hann nú býr við, finnst mér ■ að minnsta kosti geta fórnað svo sem ári til reynsiu — þó ekki væri nema vegna barnanna. Þegar þið eruð búin að hreiðra um ykkur á nýja heimilinu, hver ætli verði þá fyrstur til þess að þvertaka fyrir að flytjast aftur „suður“ — þú (?). VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.