Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 20
FALLEG Á NÆTURNA
Það varð uppi fótur og fit. Fallega skrif-
stofustúlkan okkar ætaði að gifta sig, og
henni varð skyndiléga Ijóst, að ef hún birtist
með andlitið þakið næringarkremum og með
rúllur og spennur i hárinu, mundi hinn ný-
hakaði eiginmaður fljótlega missa alla þá trú,
sem hann hafði haft á fegurð hennar, og
það álit á henni, sem hún hafði vandlega
reynt að koma inn hjá honum.
— Hann heldur, að ég sé falleg frá nátt-
úrunnar hendi, stundi hún upp.
— Já, en það ertu, sagði ég hughreyst-
andi.
— Nei, ef ég nota ekki næringarkrem, verð-
ur húðin á mér þurr og gróf eins og sand-
pappír, sagði hún i uppgjafartón. Hárið á mér
er alveg slétt, ég get alls ekki haft perman-
ent.og það versta af öllu er, að augnabrúnir
og augnahár eru alveg ijós, svo að án máln-
ingar er ég alveg ómöguleg.
Gamaldags.
— Hertu upp hugann, sagði ég, en það
tók mig nokkurn tíma, að sannfæra hana
um það, að það væri bæði gamaldags og ó-
nauðsynlegt að fara í rúmið með andlitið
þakið í feiti og höfuðið þakið pinnum og
nálum. Allir rekast á þetta vandamál fyrr
eða siðar. En livort sem maður er giftur eða
ógiftur, er lítið vit í því að fara í rúmið eins
og fuglahræða nú á tímum.
Geymið stríðsmálninguna.
Allt, sem heitir málning verður að hverfa,
áður en þið leggizt til svefns, það er að segja,
ef þið kærið ykkur að hafa slétta og fína húð,
en helzt ætti að gera það i einrúmi. Hafið
lireinsunarkrem, baðmull eða andlitsþurrkur
ásamt næringarkremi og góðu andlitsvatni í
skemmtilegu íláti eða öðru þess háttar í bað-
herberginu, þannig að snyrtivörurnar liggi
ekki eins og hráviði út um allt.
Kvöldverkin.
Hreinsunarkremið verður að bera tvisvar á,
i síðara skiptið er það fjarlægt með rakri
haðmull. Svo smyrjið þið þunnu lagi af nær-
ingarkremi á andlit og háls og leyfið þvi að
vera þar, meðan þið gerið annað, t.d. burstið
ykkur tennurnar, þvoið og setjið í hárið.
Þetta með að setja í hárið er hægt að
minnka mjög mikið, ef þið hugsið vel um það
og þvoið það oft. Mjög Htið permanent gefur
mátulegar bylgjur í hárið, án þess að það
sé stífkrullað. Ef þið neyðizt til að setja f
])að, þá vefjið lokkunum upp í flata hringi
og festið spennum eða (klippsum), og þekið
svo allt járnaruslið með fallegu hárbandi,
sem á við náttkjólinn.
Þegar búið er að ganga frá hárinu, nudd-
ið þið hinu þunna lagi af næringarkremi, sem
var á andlitinu, með léttum strokum inn í
húðina, en afganginum þurrkið þið af með
andlitsþurrku, og éf liúðin er þá ennþá dá-
lítið klístrug, þá farið yfir hana með ör-
litlu andlitsvatni.
Augnhár og brúnir.
Ljósar augnabrúnir og augnhár eru dálitið
leiðinlegt fyrirbæri, það verður að viður-
kenna, og það er ekki gott að hafa málningu
á þeim um nætur. Þetta vandamál er leyst
með því að fá sér ekta lit. Það kostar ekki
svo mikið og helzt i fimm til sex vikur. Enn
minna kostar það, ef þið gerið það sjálfar.
Ekta lit til notkunar heima má kaupa i snyrti-
vöruverzlunum, en þá þurfið þið að vera ör-
uggar í höndunum og lesa leiðarvísinn vel.
Engan varalit.
Sumir varalitir skilja örlítinn blæ eftir á
vörunum, þannig að þeir verða aldrei alveg
litlausir, en varaliturinn er nú það, sem
er minnst áríðandi af stríðsinálningunni.
Þið skuluð því sleppa lionum.
Hress, hrein, ilmandi, — þannig dreymir
væntanlegan eiginmann um elsku litlu kon-
una sína.
Úr því að við tölum
svona mikið um
hreinsunar- og nær-
ingakrem, er ekki úr
vegi að minnast á eitt,
sem nýkomið er á
markaðinn, en það er
Placenta-krem. Það
er framieitt i Þýzka-
landi og inniheldur efni, sem eiga að hafa
yngjandi og styrkjandi áhrif á húðina, —
eða með öðrum orðum, eins og stendur í leið-
arvísinum, styrkir eðlilega starfsemi húð-
vefjanna og eykur blóðsóknina til liörunds-
ins. Hrukkur og drættir liverfa, sömuleiðis
öll óhreinindi í húðinni.
Þar sem að þetta eru nú nokkuð algeng
orð, ákváðum við að reyna þetta krem, og
niðurstaðan varð sú, að þetta hefur mjög
styrkjandi og yngjandi áhrif á húðina, en
eins og að h'kum lætur er ungum stúlkum
ekki ráðlegt að nota þetta, það er helzt til
sterkt fyrir þær. Mikil áherzla er lögð á
]iað í leiðarvísinum að nota kremið einnig á
brjóst og háls. Ástæðan til þess, að kremið
hefur svo mikil áhrif, er sú, að það eykur
mjög blóðsókn til húðarinnar, og verður hún
því mýkri og fyllri. En eins og áður segir,
er kremið frekar fyrir konur en unglings-
stúlkur.
JANOME snumnvclin
Ein af þessuin nýtízku saumavélum, sem gerir allt, en kostar ekki nema 5.351 krónu.
Hvernig stendur á því? Hún er japönsk, og eins og allir vita, eru japanskar iðnaðar-
vörur að setja allt á annan endann á heimsmarkaðnum. Þær eru miklu ódýrari en
aðrar iðnaðarvörur, og stafar það af þvi, að vinnukraftur er svo ódýr í Japan. En þar
fyrir eru vörur þessar alveg jafnvandaðar og endingargóðar og aðrar. Það þarf vist
varla að fara að segja nútímahúsmæðrum, hvað saumavélar gera, en hún saumar út
alls kyns listsauma, festir á hnappa og býr til hnappagöt, „applikerar“ og getur sem
sagt gert allar hundakúnstir. Hún er mjög þægileg í meðförum, og gott er að fá vara-
hluti í hana — fyrir utan það, sem fylgir með. Mjög góður og nákvæmur leiðarvisir
fylgir með í kaupunum, og einnig er unnt að fara og skoða hana í verzluninni. En
ástæðan til þess, að kvennasíðan vill benda lesendum sínum á þessa vél, er sú, hvað
hún er einstaklega ódýr, en þó vönduð. Og ekki veitir af þvi að hafa allar klær úti á
þessum síðustu o. s. frv.
Hér er vélin að bródera.