Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 21
BlómUál
Blómkál er bæði hollt og ljúffengt, en það
þolir illa geymslu nema fryst eða niðursoð-
ið. — Þegar matreiða á blómkál, eru y/.tu
grófu blöðin tekin af og kálið lagt i salt-
vatn um stund (ef maðkur væri i því). Látið
i sjóðandi saltvatn. Bezt er að gufusjóða
blómkál. Suðutími fer eftir stærð og einnig
eftir því, hvort kálið er soðið í hríslum eða
heilt. Hríslur þurfa 3—5 min. suðu, Iieil
höfuð 8—10 mín. suðu.
Blómkál er ljúffengt soðið eða lirátt. Það
er notað i salöt, súpúr og margs konar rétti.
Hrátt blómkál m/gulrótum
og rúsínum.
1 lítið blómkálshöfuð, 2 gulrætur, 50 gr
rúsínur, 1VL> dl súr rjómi (eða ósúr
rjómi, og er þá sítrónusafa bætt í salat-
ið), 1 msk. sykur, Vt tesk. paprika.
Blómkálinu er skipt í smáhríslur. Gulræt-
urnar eru hreinsaðar og rifnar á finu rif-
járni, rúsínurnar þvegnar. Paprikan er
hrærð með sykrinum og sitrónusafanum, —
rjóminn þeyttur, blandað saman við.
Soðið grænmeti.
Grænmetistegundirnar fara eftir árstiðum,
en Ijúffengast er það nýupptekið. Sé það haft
sem sjálfstæður réttur til miðdegisverðar, er
hæfilegt að sjóða 2—4 tegundir. Þær teg-
undir, sem þurfa lengsta suðu, eins og t. d.
gulrætur, eru látnar neðst í pottinn eða á
gufuristina og síðan eftir suðutíma. Soðið
er i litlu saltvatni, látið á vel heitt fat eða
borið fram í tauservíettu (þá helzt það bet-
ur heitt). Yfir grænmetið er fallegt að strá
steinselju eða karsa. Borið fram með
hrærðu smjöri eða sósu, t. d. karrý- eða
tómatsósu. (Meðfylgjandi mynd sýnir blóm-
kál, rósinkál, gulrætur og grænar baunir.)
Sósa, sem er góð með köldu,
soðnu blómkáli.
1 harðsoðið egg, 1 eggjarauða, salt, pip-
ar, sinnep, 1 msk. sítrónusafi, 2 dl þykk-
ur rjómi.
Bjóminn er hálfþeyttur, eggjarauðan
hrærð með kryddinu, blandað í rjómann
ásamt söxuðu egginu. Blómkálshöfuðin eru
látin á fat, sósunni hellt yfir, skreytt með
salatblöðum, tómötum og steinselju.
Blómkálsbakstur.
2 blómkálshöfuð, 25 gr smjörlíki, 25 gr
hveiti, salt, pipar, um 3% dl blómkáls-
soð, 3 egg.
Blómkálið er hálfsoðið, kælt. Soðið er
jafnað með mjölbollu (smjörlíki og hveiti
hrærð í bollu, sem látin er út i sjóðandi
soðið). Eftir 5 mín. suðu er sósan krydduð.
Eggjarauðurnar þeyttar varlega saman við
og síðast stifþeyttum hvítunum. Helmingur
deigsins er látinn í vel smurt, eldtraust mót,
þar yfir blómkálshríslurnar og það, sem eftir
er af deiginu. Brauðmylsnu og rifnum osti
skreytt með tómatbátum og steinselju, —
borið fram með bræddu eða hrærðu smjöri.
er stráð yfir, bakað i um 30 mín, við 200°,
Blómkál í jafningi.
1 blómkál (Vz kg), 25 gr smjörlíki, 25
gr hveiti, 2—3 dl mjólk, % tesk. salt,
% tesk. pipar, 1 te-sk. sykur. Söxuð
steinselja.
Smjörlíkið brætt, hveitið hrært saman við.
Þynnt út með mjólkinni, sem er heit. Salt,
pipár og sykur sett i eftir vild. Soðið i 5
mín. Blómkálið, sem þegar hefur verið soðið,
tekið sundur í smáhríslur og jafningnum
hellt yfir það á fat. Þegar þetta er borið
fram, er stéinseljunni stráð yfir. í staðinn
fyrir mjólk, er hægt að nota blómkálssoð.
Þetta er borðað með kjötréttum, pylsum,
steiktum blóðmör o. fl.
Blómkálssúpa.
1 blómkálshöfuð, ÍVí 1. kjötsoð, 30 gr
smjörlíki, 25 gr hveiti, 2 eggjarauður
eða egg, 1 tesk. sykur, salt.
Bezt er að nota kálfskjötssoð. Blómkálið
er soðið i kjötsoðinu, sem er siað, þar til
það er meyrt. Smjörlíkið er brætt, hveitið
hrært út í, þynnt út með kjötsoðinu. Þegar
sýður, er blómkálið, sem tekið er í smá-
hríslur, látið út í, eggjarauðan hrærð með
sykrinum, súpan hrærð smátt og smátt út í
eggjarauðuna, hellt í pottinn aftur, en má
ekki sjóða. Salt er sett i eftir smekk. Það
er ekki nauðsynlegt að hafa kjötsoð, þá bara
kálsoðið.
Pvjónmó pils
Efni: 170 gr af rauðu 4 þráða ullargarni, 115 gr
af hvítu garni af sama grófleika.
Prjónar nr. 3 og 3%.
14 1. prjónaðar sléttar á prj. nr. 3% = 5 cm.
Afturstykki: Byrjið að neðan. Fitjið upp 168 1.
með rauðu garni á prj. nr. 3V. Prjónið 1 umferð
slétta, þar sem farið er í innri hlið lykkjunnar; við
það myndast gróf umferð. Prjónið 7 umf. sléttprjón,
síðan 1 umf. slétta frá röngu, sem faldurinn er síðar
brotinn um.
Prjónið áfram sléttprjón, 14 umferðir. 1 seinustu
umferð er tekin úr 1 1. (167 1.).
Prjónið nú mynzturbekkinn eftir myndinni. (3 1.
eru milli stöku lykknanna og bekkirnir 5 umf. hver.)
Geymið rauða garnið, og prjónið með Því hvíta.
1. umf. slétt, 2. umf. brugðin, 3. umf. 3 1. sléttar
með hvítu garni *, 1 1. rauð, 3 1. hvítar *; endurtakið
frá * til * umf. á enda. 4. umf. brugðin með hvítu.
5. umf. slétt með hvítu. 6. umf. brugðin með rauðu.
7. umf. slétt með rauðu. 8. umf 1 1. br. með rauðu
* 1 1. br. með hvitu, 3 1. rauðar *; endurtakið frá
*, þar til 2 1. eru eftir, þá er fyrri 1. prj. hvít, en
sú síðari rauð. 9. umf. slétt með rauðu. 10. umf.
brugðin með rauðu. 11. umf.—15. prjónast eins og
1.—5. umf.
Haldið nú áfram að prjóna með rauða garninu.
Aukið út 1 1. í seinustu mynzturumferðinni, við jaðar
(168 1.). Prjónið 34 1. sléttprjón.
Takið nú úr þannig: * 12 1. sl., 2 1. sl. saman *,
endurtakið frá * til * umf. á enda. Prjónið 5. umf.
sléttþrj. 2. úrtökuumferð * 11 1. sl., 2 1. sl. saman *;
endurt. frá * til * umf. á enda. Endurtakið síðan
þessar 6 umf. 5 sinnum. Prjónið alltaf 1 umf. minna
milli úrtökuumferðanna (84 1. á prj.). Prjónið nú
10 umf. brugðning; 1 1. sl. og 1 1. br., á prj. nr. 3;
fellið af, og ath. að prjóna slétt, sem slétt er, og
brugðið, sem brugðið er, um leið og fellt er af.
Framstykki: Prjónið eins og afturstykki, þar til
úrtökum er lokið (84 1. á prjóninum).
Framhald á bls. 36.
VIKAN' 21