Vikan


Vikan - 18.01.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 18.01.1962, Blaðsíða 4
Japönsku hjólbarðaverksmiðjurnar BRIDGESTONE bjóða yður: Lægsta verðið - Beztu endinguna Mesta öryggið Allar upplýsingar hjá einkaumboðinu á Islandi UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Laugavegi 178. — Simar 36840 og 37880. Læknar kváðu l'yrir löngu hafa skýrl orsök þess, að mann dreymir að hann fijúgi viðstöðulaust yfir ár og læki og aðrar liindranir. Sál- fræðingar kváðu líka gerta skýrt or- gB JBJIJB nja UUOUI gB SSOCj T[OS strita við að koma draumum sínum í framkvæmd í veruleikanum, eða vona að þeim takist það — þetta 4 VIKAN VIKAJSI og taekn in Ornumurínn rwtist kvað ailt byggjast á hversdagslegri líffærastarfsemi, hormónahlutföll- um og öðru þess háttar, öldungis eins og ástin og guðstrúin og trúin á annað lif. Með öðrum orðum, þetta stafar allt af efnaskiptum og kirtlastarfsemi, og ef heilading- ullinn í Napoleoni sáluga mikla hefði eklci verið eithvað afbrigðileg- ur, hefði hann aldrei orðið Napoleon milcli og mannkynssagan öll önnur en hún var á tímabili að minnsta kosti. Svona er þetta atlt sáraein- falt, þegar það er lesið ofan í kjöl- inn. Það eru meira að segja til svo sérfróðir séi fræðingar, að þeir telja sig geta sannað að allt þetta líf okkar sé eingöngu plat og snuð líf- færastarfseminnar og skynjana okk- ar og ekki neitl mark takandi á neinu. - Látum svo vera og gerum öllum Iæknum, sálfræðingum og sérfræð- ingum ])að til geðs að trúa þeim. Samkvæmt því, er það jxá ein af nýj- ustu blekkingum skynfæra okkar, að hinn ævagamli draumur hafi nú rætzt, og við getum svifið fyrirhafn- arlítið yfir ár og læki og aðra minni háttar vegartálma, með til- tölulega einföldum tækjum, sem við þurfum ekki annars við en spenna á bak okkar. Og það er ekki ein- göngu svo, að skynfæri okkar láti blekkjast af þessari sjónhverfingu, heldur líka Ijósmyndavélin, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Áhrif tækninnar segir víða til sin. Fyrir nokkrum árum voru eingöngu til valmenni, góðmenni, hraust- menni, afreksmenni, ómenni, lubba- menni og skítmenni. Fyrir nokkrum árum bættust svo froskmenni i þessa fríðu fylkingu, og nú eru þotu- mennin lika komin fram á sjónar- sviðið. Mundi nú ekki ástæða fyrir Árna sáluga Pálsson að spyrja: „Hvar lendir þetta?“ Og það eru ein- mitt þotumennin, sem hafa nú, með aðstoð tækninnar, gert þennan svif- draum mannsins að veruleika. Þeim er það leikur einn að taka sig allt að því seytján metra i loft upp og svífa 100—300 m í einum áfanga, og lenda síðan, hægt og mjúklega, þar sem þeim býður við að horfa. /Etli þeim hefði ekki þótt þetta nokkur munur, öfum okkar og langöfum, þegar þeir voru að basla við að komast yfir stórár I leysingum í gamla daga, og kunnu ekki önnur ráð en fyJla vasa sina grjóti og; skríða svo i kafi eftir botninum bakka á milli? Og víst hefði það verið munur..

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.