Vikan


Vikan - 18.01.1962, Qupperneq 12

Vikan - 18.01.1962, Qupperneq 12
tíðar sinnar og liggja óbætt og utangarðs, en timi til kom- inn að gera yrkingar þeirra,, þær sem varðveitzt hafa, al- þjóð kunnar og aðgengilegar, auk þess sem líklegt verður að teljast að atómskáldum okkar nú og í framtíðinni mundi reynast sú þjóðlega arfleifð hvöt og aflgjafi í list sinni. Þarna bíður því mikið verkefni og merkilegt sinna aðila — bókmenntafræðinga okkar og menntamálaráðs — og mundi „Samhengið i is- lenzkum atómkveðskap" geta orðið hið gagnlegasta og fróð- legasta ritverk og valdið heillavænlegum straumhvörf- um á sínu sviði. Hér verður nú getið nokkuð eins af ágætustu atómskáldum okkar um næstsíðustu alda- mót; manns, sem þrátt fyrir vanmat og misskilning sinnar samtíðar átti því láni að fagna umfram mörg önnur ágæt og mikilhæf atómskáld í þann tíð, að talsverðu af yrkingum hans var bjargað frá gleymsku og glötun, áður en það var um seinan. Það er og okkur lán, að sá er vann það þarfaverk, P. Fr. Eggerz, skráði einnig ævisögu skáidsins, iýsir hinni sérkennilegu og að ýmsu leyti stórbrotnu skapgerð þess — og hefur þar með fengið seinni kynslóðum í hendur ómetanlegan lykil að list þess. Hitt er svo annað mál, að skrá- setjarinn var að sjálfsögðu barn sins tíma, og að það var ekki beinlínis fyrir aðdáun á skáldinu og list þess, að hann tók sig fram um þetla og fyrir bragðið hljótum við, sem brotið höfum af okkur fjötur vanmatsins og skiiningsleysisins að lesa þar öllu meira á miili iínanna en úr iínunum sjálfum ... Eiríkur Ólsen er talinn fæddur árið 1780, að Fjarðarhorni í Koliafirði. Það er merkilegt við nafngift hans, að samtíð hans ieitaði þar síðar skýringar á því fyrirbæri, sem hún taldi að sjá’f- sögðu ólán hans — að hann reyndist brátt ekki vera steyptur í sama mót og allur almenningur og fór sinar leiðir í flestu. Samkvæmt sögu þeirri átti fornmaður að hafa vitjað móður hans i draumi, er hún var þunguð, og beðið hana að láta sveininn heita Brynjólf. Kvaðst hann sjálfur hafa heitað svo, og ef hún yrði við bón sinni, skyldi liún eignast fé það, er fólgið væri i þúfu uppi í Mið- hjalla fyrir ofan bæinn; annars mundi sveinninn verða auðnuleysingi og öðrum til athlægis. Þarna var sem sagt meðal annars fengin skýringin á því að Eiríkur Ólsen fjötraði ekki ijóðlist sína í þröngar viðjar rims og stuðla og yfirhlóð ekki kveðskap sinn torræðum kenningum, að sið sam- tíðarskáida, heldur leitaðist við að draga upp með sem allra fæstum orðum óhlutlægar táknmyndir, ljósar og einfaldar en um leið víðfeðmar og óræð- ar, þannig að þær verða fremur skynjaðar en skil- greindar — og varð fyrir það hneykslunarhella óskyggnri samtíð sinni, fyrirlitning og til athlægis. Mun fátítt að skáldskaparstefna hafi verið skýrð á svo frumlegan hátt — og fróðlegt væri að vita hvernig mæður okkar helztu núlifandi atómskálda hefur dreymt um meðgöngutímann. Enda þótt Eiríkur gerðist mikill að vexti og burðum, reyndist hann litt til starfs hneigður og ósýnt um stritverk. Óbeit hafði hann og á öllu lærdómsstagli og lítt þótti hann kunna með fé að fara. Einkenni listamannslundarinnar segja jafnan ljóst til sín — en fyrir þetta var Eiríkur fífl kall- aður og sviptur fjárráðum. Gæfur var hann og 12 VIKAN prúður í hversdagslegu dag- fari, en gat þó skipt skapi og réiðzt illa, ef svo bar undir. Og hið leitandi eirðarleysi, sem ósjaldan fylgir miklum listrænum hæfileikum, olli því að hann var löngum á ferðalögum og undi hvergi langvistum — en þar sem han var fæddur hundrað og áttatíu árum fyrir okkar tið, urðu Húnavatnssýslurnar og Dalasýslan honum Kaup- mannahöfn, París og Róm, og tíu til tólf fjórðunga klyfjar, sem hann bar i einföldu snæri um öxl sér í bak og fyrir, í stað listamannalauna og styrkja í brjóstvasanum, urðu honum farareyrir. Honum er þannig lýst, að hann „var stórskorinn í andliti og beina- mikill, með stórt nef og liður á ... fölleitur og toginleitur, stóreygðui' og opinmynntur, mikill á vöxt, hálslangur og útlimalangur og allur hinn ferlegasti. Eftir því var bún- ingur hans. Hann ver venjulega á grárri úlpu, með hvíta húfu eða mórauða eða hettu á höfði, og hafði barðamikinn hatt þar ofan á“. Sem sagt — að hattinum ofan á hettunni undinskildum, mundi Eirikur hvað búning snerti, ekki fjarskyld- ari núlifandi skáldbræðrum sínum en sjálfur skáld- skapur hans. Að hann var frekar stoltur af útliti sinu en hitt, kemur berlega fram í einu svari hans, sem sýnir einnig að hann átti það stórlæti lista- mannsins, að hann þoldi engum háð eða spott án þess hefnd kæmi fyrir — auk þess sem svarið er gotl sýnishorn um orðgnótt hans og frábæra hæfileika til myndrænnar tjáningar í orði. Því var beint að Guðmundi nokkrum, sem var þrútinn í andliti, en vildi skopast að Eiriki fyrir það hve fölur hann væri og grannleitur. „Þér ferst ekki að gabba mig, hjartað mitt. Ég er toginleitur og fölleitur, eins og frelsarinn og hann síra Daníel minn í Skörðum, en þú ert útinn og tútinn, úldinn og drúldinn, eins og andskotinn úþpmálaður í Harmoníu, þar sem endurlausnar- inn er að troða hann undir fótum.“ Eiríkur unni mörgum konum um ævina, en naut lítillar ástar af þeirra hálfu, sem sizt er að undra; konur eru líka born síns tíma; vanmátu því tist lians ti launa eins og aðrir til lofs, og mundi livort- tveggja meira nú, kvenhylli lians og skóldhylli al- mennt, sem mjög kvað fara saman. Og fullboðleg- ur mundi liverri langbrókarliallgerði vorra tima j.ykja sér mansöngur sá, er Eiríkur orti Oddhildi nokkurri. Ósennilegt er, að hún hafi kunnað lion- um miklar þakkir fyrir, og er þó að ætla að ein- hverju mundi hún hafa launað honum kveðskap- inn, hefði hana grunað að hennar yrði ininnzt eflir liálfa aðra öld fyrir það eitt, að Eiríkur Ólsen orti henni til. í fyrstu hendingunum er brugðið upp svo skýrri mynd af Oddhildi, með einu orði, að slíkt er eingöngu á snillings færi: „Stúlkan heitir Oddhildur fornúftugust í Bitrusveit ...“ „Fornúftugust" — er ekki sem við sjáum Odd- hiidi fyrir hugskotssjónum okkar, dreissuga og hnarreista, og svo ósköp og skelfing skynsama, að hún telur sig heldur en ekki hafa efni á að líta niður á þennan bögubósa, sem hvorki kallar hana „menjagná" eða „falda bil“ eða „gullhlaðsljóma Lofnársól", eins og almennilegir hagyrðingar nefndu stöllur hennar, er þeir ortu til þeirra þræl- stuðlaðar hringhendur með miðrími og endarími og öllu þessháttar — og engin man nú lengur. Meginkafli bragsins er ekki síður myndríkur, og Framhald á bls. 32. Undanfarin ár hefur bolero- jakkinn sézt öðru hverju, en aldrei náð neinni fótfestu, þar til núna. Dior notar hann mjög mikið i vetur, bæði á kápum, dagkjólum og kvöldkjólum. !> Ponchojakki eftir suður-ame- rískri fyrirmynd, mjög sérkenni- leg og nýstárleg flík.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.