Vikan - 18.01.1962, Qupperneq 14
Baldvin Jónsson hrl., forseti Flug-
máiafélags Islands.
ÁRSHÁTÍÐ
Flugmálafélags Islands
Þau virðast skemmta sér vel. Katrfn
Eiríksdótíir og Guðbrandur Magnús-
son.
Ólöf Ottósdóttir, Gunnar Hilmarsson og Sigríður
Sverrisdóttir sýna í verki spakmælið: Eining andans
í bandi friðarins.
Flugmálafélag íslands efndi til árshátíðar að
Lídó, þann 1. des. s.l. Var það mikið hóf og fjöl-
sótt, veizlumatur á borðum og veigar Ijúfar,
ræður haldnar og minni drukkin, en að lokum
skemmtiatriði og dans. Fór árshátíð þessi fram
með virðuleik og gleðibrag í senn, og voru allir
á einu máli um að hún hefði tekizt mætavel.
Baldvin Jónsson hrl., fórseti Flugmálafélags .
Isiands, setti árshátiðina með ræðu, og þegar
gestir hófðu gerl krásum þeim, sem fram
voru rciddar, nokkur skil, kvaddi flugmálaráð-
lurra, Ingólfur Jónsson, sér hljóðs og ávarpaði
gesti með sk.örulegri ræðu. Þá fór fram afhend- j
ing gullmerkis félagsins, og var Halldór Jónas-
son, einn af elztu forvígismönnum flugs og flug-
mála hér á landi, heiðraður með því að þessu
sinni. l>á talaði Loftur Guðmundsson rithöf-
undur; nefndist þáttur lians „Flugtak og lend-
ing“, og mun óhætt að fullyrða að hann hafi
haft marga viðkomustaði i máli sínu.
Á miðnætti fór fram óvenjulegt skemmtiat- ■
riði, scm vakti hina mestu ánægju og kátínu, en
sami galli 'er á því og öðrum góðum skemmti-
atriðum, að því verður ekki með orðum lýst, .
heidur verða menn að vera viðstaddir til að j
njóta þess. í stuttu máli — nokkrir flugmenn j
kappklæddu þar kvenmann, sem var litt klædd
fyrir, og sakar kannski ekki að taka fram, að
þar var um nælonkvinnu að ræða.
Skemmtinefnd árshátíðarinnar skipuðu þeir •
Leifur Magnússon verkfræðingur, Skapti Þór- j
oddsson starfsmaður flugmálastjóra og Valdi- •
mar Ólafsson flugumferðarstjóri.
<] Loftur Guðmundsson hvílir sig og hugsar málið,„
eftir að hafa flutt skemmtiþáttinn „Flugtak ag:
lending“.
Björn Pálsson sjúkrafiugmaður og kona hans:
Gullmerki Flugmálafélagsins hlaut Halldór
Jónasson frá Eiðum, sem hér sést ásamt konu
Guðbrandar Magnússonar.