Vikan


Vikan - 18.01.1962, Blaðsíða 17

Vikan - 18.01.1962, Blaðsíða 17
„Ég heiti Josy — faðir minn er Stanford — C. F. Stanford." „Það er ómðgulegt — er það hér, sem hann hefur falið sig?“ Þetta var undarlegur dagur — hér gekk mað- ur um í auðninni og allt i einu var maður farinn að tala við dóttur frægs og sérviturs rithöfundar, eins og mað- ur hefði skroppið í cocktailboð. „Viljið þér ekki koma og líta á hann? bað hún. Nei, hugsaði hann, ég vil það ekki — látið mig i friði ungu stúlkur úr samkvæmislífinu, sérvitru rithöfundar og allir sem tilheyra minum gamla heimi, hleypið mér fram hjá, áður en ég er glataður. „Sjálfsagt," sagði hann. Hún sneTi við og gekk ánægð á undan honum. Þegar þau höfðu gengið tæpan kiukkutima, hraðara en Warren hafði gengið áður, þvi leikni ungu stúlkunnar á skiðunum var frábær, beygði hún snöggj og byrjaði að ganga milli trjábolanna. Þau komu að opnu svæði, þar sem frekar stór bjálkakofi stóð á steyptum grunni. Þaðan var útsýni yfir allan dalinn og yfir að fjöllunum hinum megin. Þessi sjón kom svo á óvart, að Warren kallaði: „Það hlýtur að hafa kostað einhver ósköp að flytja efnið í slíkt lúxushús alla leið hingað." Unga stúlkan hægði á sér og gekk síðasta spölinn við hlið gests sins. „Það gerði það, en við keyptum það ódýrt af milljóneradóttur, sem var orðin leið á þvi að leika drottningu eyðimerkurinnar." Hún sparkaði af sér skiðunum, opnaði þungar dyrnar og kallaði: Pabbi, hér kemur læknirinn ...“ Sjúklingurinn lá á legubekk fyrir framan arineld- inn og hafði breitt yfir sig bjarnarskinn. „Það er liðið hjá, læknir,“ sagði hann með uppgerðarkæti. „Hver fjárinn — er kominn nýr læknir á þennan útkjálka?" Unga stúlkan kynnti þá og útskýrði þetta. „Þetta var fallega gert af yður, læknir,“ sagði rithöf- undurinn hlýlega. „En við höfum kannski tafið yður við edtthvað meira áríðandi?“ „Nei,“ sagði Warren. Hann hafði engin lækningatæki með sér — þau tilheyrðu hans fyrra lífi. En hann hlust- aði á sjúklinginn og gaf þeim góð ráð, svo þau urðu rólegri. Hann sagði rithöfundinum, að hjarta hans mundi endast honum ef hann gætti þess að vera ekki úti í kuld- anum og hann reyndi að forðast að skrifa langt fram á nótt. „Þið ættuð ekki að búa þar sem svona mikill kuldi er, fröken Stanford, það er eins slæmt fyrir veikt hjarta og of mikill hiti. í Winnipeg er heppilegt loftslag og þar ættuð þið að búa. „Þér ættuð bara að reyna að segja pabba það,“ sagði Josy og hló. Meðan þau borðuðu hvessti og Warren tók boði þeirra um að dvelja þar um nóttina. Hann varð feginn, þegar hann sá, að þarna voru engin dagblöð og ekkert útvarp. Þau lifðu þarna einangruð af frjálsum vilja og höfðu ekki annað samband við umheiminn en í gegnum heli- kopterinn, þegar hann kom með póst til þeirra og þá voru það aðeins bréf, því faðirinn las ekki dagblöð meðan hann vann að bók, sagði unga stúlkan honum. „En hvers vegna eruð þér á gangi?“ spurði rithöf- undurinn. Þetta var óhjákvæmileg spurning. Þau sátu öll þrjú fyrir framan eldinn rétt fyrir háttatíma. „Ég lagði leið mína norður á bóginn í fríi mínu frá sjúkrahúsinu," sagði Warren, og að vissu leyti var það sannleikur, þó „fríið“ væri ekki tekið af frjálsum vilja. „Það hafði verið yfirfullt hjá okkur um langt árabil og nú átti að stækka spitalann og ég notaði tækifærið og tók mér frí og lagði af stað út í náttúruna. En ég hélt að hægt væri að konnst lengra með áætlunarbílnum.“ „Við ökum hingað í jeppa. Þegar snjórinn bráðnar, er vel hægt að aka meðfram ánni, alveg að þjóðveginum. Þér hefðuð átt að taka bílinn yðar með yður, læknir“. „Já,“ sagði Warren lágt og hugsaði um númerið á hon- um og læknaskiltið. „En hvað hefði ég átt að gera með hann hér. Það voru nú einmitt akbrautirnar, sem ég vildi losna frá“. Og það var að minnsta kosti sannleikur. Um nóttina vöknuðu þau við, að það var komið óveður. Rokið hrikti í gluggahlerunum og þaut í trjánum. Snjór- inn staflaðist upp við húsveggina og úti var allt eins og i hafróti. Um morguninn varð Warren að moka göng í snjóinn, svo hann gæti hjálpað Josy að bera inn eldiviðinn. „Við verð- um að taka eins mikið inn og við getum,“ kallaði hann, „okkur snjóar bráðum inni.“ Þau báru dósamat inn í körfum. Þar var bæði að finna kjöt og flestan mat og þurrmjólk. Þau mundu að minnsta kosti ekki svelta eða frjósa í hel — en hér var hann tepptur meðan óveðrið stóð yfir. Stanford talaði við Warren um bókmenntir og vildi helzt ekkert skrifa. Þegar hann loksins dró sig til baka, sátu Josy og Warren saman í stóru dagstofunni og töluðu um allt milli himins og jarðar. Warren sprautaði föðurinn reglulega með meðali, sem héraðslæknirinn hafði skilið eftir í sjúkrakassanum, og sjúklingurinn fór að ná sér. Óveðrið stóð yfir á fimmta dag, en Warren gleymdi um- heiminum — þessa stund skildi snjóteppið á milli hans og veraldarinnar fyrir utan og hann öðlaðist aftur frið. Mann- eslcjurnar þrjár tengdust innilega í þessum litla, innilok- aða heimi og Warren gerði sér ljóst, að hann var farinn að kviða því, þegar stytti upp. En sá dagur rann upp, eins og við mátti búast og nú var ekki meira meðal til í sprautuna. Þau urðu að gefa þvi gætur hvort héraðslækn- irinn kæmi. Nú gat Warren haldið áfram ferð sinni, hann hafði lokið líknarstarfi sínu. Hvers vegna fór hann þá ekki? Loks sagði hann þeim það — að hann yrði að halda áfram. Það kvöld sátu þau þögul fyrir framan arineld- inn og fóru ekki að hátta fyrr en seint um nóttina. Næsta morgun fór Warren út og mokaði mesta snjónum frá hús- inu og bar siðan margar körfur af eldivið inn i húsið og staflaði honum í eitt hornið. Siðan setti hann á sig snjóskóna og og fór að líta eftir leiðinni. Dalurinn var næstum fullur af snjó eftir hríðina. „Þér komizt aldrei yfir þetta,“ sagði allt í einu rödd bak við hann. Þarna stóð Josy — hún hafði komið á eftir honum á léttum skíðunum. „Ég verð að fara,“ sagði Warren lágt. Hún kom nær honum. „Við munum sakna yðar,“ hvislaði hún. „Ég mun sakna yðar.“ Hann stóð grafkyrr- og svaraði engu. Hann þorði það ekki. Hann fann að hún snerti handlegg hans og hann leit á hana. Snögglega beygði nann sig niður að henni og tók liana í faðm sinn. Ivoss hans var ástriðufullur og krefjandi, en hún svaraði honum af sama hita. „Vertu kyrr — bara einn dag,“ hvíslaði hún og var þungt um andardrátt. Hún leit biðjandi á hann. „Einn dag í viðbót,“ sagði hann og fól andlit sitt við hlýjan háls hennar. Um nóttina lá Warren og starði á dauft ljós borðlamp- ans. Hann var dauðþreyttur, en samt glaðvakandi — hvað hafði hann gert — og það gagavart þessari saklausu ungu stúlku, sem gaf honum allt án þess að spyrja nokkurra spurninga. Hann kastaði af sér sænginni og reis upp. Ef hann læddist nú burt án þess að kveðja? Öll hljóð mundu hverfa í næturvindinum og ekkert heyrðist milli herbergja. Hann fór inn i setustofuna, til að sækja pípuna Framhald á bls. 34. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.