Vikan - 18.01.1962, Qupperneq 24
íltsnla/
Útsalfl/
Myndirnar, sýna greinilega að það er
útsala í verzluninni, og viðskiptavinirnir
rítast um að ná i vörurnar. 1 rauninni
eru allar útsölur nauðalíkar, svo var1;
má á milli sjá, og ef þið gætið betur að,
þá er sýnilegt að annað hvort eru þess-
ar tvær myndir ekki frá sama stað, eða
að teiknaranum hefur mistokizt dálítið.
Það eru nefnilega átta atriði á mynd-
unum, sem eru alls ekki eins, og nú er
að vita hvort þið getið fundið Þau.
Lausnina er að finna annars staðar
á þessri síðu — og Þið verðið líka að
leita að henni.
Litamynd
Og svo er hér ein mynd handa ykkur til að
lita.
Hann virðist vera eitthvað bilaður, bílgarm-
urinn á myndinni, og viðgerðarmaðurinn hef-
ur svo mikið að gera að hann má ekki vera að
því að hjálpa okkur.
En kannske þið kunnið að gera við bíla?
Það er einna bezt að byrja á því að lita alla
reiti, sem eru merktir með X. Það er alveg
sama hvaða lit þið notið, þið megið jafnvel nota
til þess blýant. En reitina, sem merktir eru
með O, skulið þið endilega mála rauða, ef Þið
eigið til rauðan lit.
Þegar þetta er búið, hafið þið gert við bil-
fnn, en þá er eftir að mála hann. Það getið
þið svo auðveldlega gprt með litunum ykkar.
Fyrir yngstu börnin
Það lítur ekki út fyrir annað en að þau skemmti sér vel,
Péiur og Anna. Þau eru bæði með blöðru og ís hafa þau líka
bæði fengið. Anna á sinn ís ennþá, en Pétur virðist hafa
lokið sínum.
En aætli það sé nú alveg víst? Hvað skyldi hafa orðið af
ísnum lians?
Nú skuðuð þið vita hvað þið finnið meira á myndinni. Fáið
ykkur blýant og dragið strik á milli tölustafanna, og byrjið
á punktinum við númer eitt. — Góða skemmtun.
Okkur er sagt að það séu hvorki meira né minna en tíu íkornar
á myndinni að tarna, en við getum ómögulega fundið þá alla,
hvernig sem við reynum. Þess vegna verðum við að snúa okkur til
ykkar, til að vita hvort Þið getið nú ekki hjálpað okkur.
En við skulum kenna ykkur ráð til þess að þið verðið fljótari,
því svo aumir eru við ekki, að við getum ekki sagt ykkur eitt-
hvað til. Þið skuluð nefnilega lita alla þá íkorna, sem þið finnið,
sinn með hverjum lit, og þá ruglizt þið ekki á þeim. Þegar þið
eruð svo búin að finna Þá alla, skuluð þið telja þá og vita hvort
þeir eru ekki tiu, — eins og okkur var sagt.
LAUSN Á ÚTSÖLUGÁTU: — 1. Stóllinn fremst. 2. EfniO, sem er
fyrir framctn afgreiöslumanninn efst. 3. SokTmr fremst til vinstri.
!h Hattur konu til vinstri. 5. Taska konu til vinstri. 6. Fótur á
konu fremst. 7. Vegvísir. 8. Handfang á regnhlíf efst til heegri.
24 VIKAN